Innlent

Rann­saka ólög­legt fisk­eldi veiði­fé­lags í Borgar­firði

Kjartan Kjartansson skrifar
Matvælastofnun fékk ábendingu um að fiskeldi væri stundað í húsnæði í Borgarfirði án leyfa.
Matvælastofnun fékk ábendingu um að fiskeldi væri stundað í húsnæði í Borgarfirði án leyfa. Vísir/Einar

Veiðifélag í Borgarfirðir stundaði það sem er talið ólöglegt fiskeldi í húsnæði í Borgarfirði án tilskilanna rekstrar- og starfsleyfa. Matvælastofnun segist vera með málið til rannsóknar.

Eftir að Matvælastofnun barst ábending um fiskeldið komust starfsmenn hennar að því að það væri stundað í húsnæði í Borgarfirði án rekstrar- og starfsleyfa. Húnsæðið var ekki talið uppfylla skilyrði laga og reglugerða um fiskeldi auk þess sem vörnum gegn stroki var ábótavant.

Eldið var á vegum veiðifélags sem flutti seiði í húsnæði til þess að ala þau og sleppa svo í veiðiá í vor.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að stofnunin upplýsi frekar um málið eftir að rannsókn á því sé lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×