Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 21:22 Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja. Magnús Hlynur Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segist hafa brugðið að sjá dönsk innflutt egg til sölu í verslunum hér á landi. Hann segir stöðu eggja á Íslandi óþarflega tæpa eins og er. Að sögn Stefáns Más Símonarsonar, framkvæmdastjóra Nesbúeggja, er nú genginn í garð stærsti neyslutími eggja hér á landi á neytendamarkaði. Viðvarandi eggjaskortur hefur verið á landinu allt árið. Stefán ræddi málið við Reykjavík síðdegis í dag. Tollar á innfluttum eggjum Hann segist ekki geta lagt mat á það hvort þörf hafi verið á þessum innflutningi á eggjum. „Auðvitað get ég ekki stjórnað því, það vorum ekki við sem fluttum þau inn. Það er fullkomlega leyfilegt en það eru vissulega tollar á þeim.“ Ekki er útlit fyrir að bót verði á eggjaskortinum hér á landi í bili en verslanir hafa óskað eftir undanþágu frá tollkvóta svo hægt sé að flytja inn nóg af eggjum fyrir jólabaksturinn. Fréttastofa fjallaði um málið í nóvember. Eldsvoði hafi áhrif í fimm mánuði Hann segir greinina alla vonast til þess að geta annað eftirspurn hér á landi fljótlega. „Í gamla daga voru nóvember og desember alltaf langstærstu mánuðir ársins. Svo með auknum fjölda ferðamanna hefur það nú breyst svo að heildarmarkaðurinn er stærri frá og með júlí og fram eftir hausti. Það eru þá hótel og veitingahús.“ Í nóvember kviknaði í varphúsi eggjabús Nesbús. Tjónið var gífurlegt en uppbygging á sambærilegu húsi kostar um 150 milljónir en ekki er búið að leggja mat á heildartjónið. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoðanum. Um er að ræða mikið áfall fyrir rekstur Nesbús. „Því miður þá lentum við í því óhappi og misstum eitt af varphúsunum okkar úr framleiðslu og misstum fuglinn sem í því var.“ Hefur það áhrif á framboðið núna á eggjum? „Ekki í augnablikinu nei, þetta voru unghænur sem voru ekki komnar í varp en hefðu núna seinni hluta desembers hefði farið að týnast eitthvað úr þeim í framhaldi af því hefði þetta farið að skipta máli. Við ætlum að reyna að hafa hraðar hendur og vera komin með nýtt hús í staðinn núna í vor. Þetta eru þá fimm mánuðir sem þetta hefur áhrif á okkur.“ Slökkvilið Dýraheilbrigði Vogar Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Að sögn Stefáns Más Símonarsonar, framkvæmdastjóra Nesbúeggja, er nú genginn í garð stærsti neyslutími eggja hér á landi á neytendamarkaði. Viðvarandi eggjaskortur hefur verið á landinu allt árið. Stefán ræddi málið við Reykjavík síðdegis í dag. Tollar á innfluttum eggjum Hann segist ekki geta lagt mat á það hvort þörf hafi verið á þessum innflutningi á eggjum. „Auðvitað get ég ekki stjórnað því, það vorum ekki við sem fluttum þau inn. Það er fullkomlega leyfilegt en það eru vissulega tollar á þeim.“ Ekki er útlit fyrir að bót verði á eggjaskortinum hér á landi í bili en verslanir hafa óskað eftir undanþágu frá tollkvóta svo hægt sé að flytja inn nóg af eggjum fyrir jólabaksturinn. Fréttastofa fjallaði um málið í nóvember. Eldsvoði hafi áhrif í fimm mánuði Hann segir greinina alla vonast til þess að geta annað eftirspurn hér á landi fljótlega. „Í gamla daga voru nóvember og desember alltaf langstærstu mánuðir ársins. Svo með auknum fjölda ferðamanna hefur það nú breyst svo að heildarmarkaðurinn er stærri frá og með júlí og fram eftir hausti. Það eru þá hótel og veitingahús.“ Í nóvember kviknaði í varphúsi eggjabús Nesbús. Tjónið var gífurlegt en uppbygging á sambærilegu húsi kostar um 150 milljónir en ekki er búið að leggja mat á heildartjónið. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoðanum. Um er að ræða mikið áfall fyrir rekstur Nesbús. „Því miður þá lentum við í því óhappi og misstum eitt af varphúsunum okkar úr framleiðslu og misstum fuglinn sem í því var.“ Hefur það áhrif á framboðið núna á eggjum? „Ekki í augnablikinu nei, þetta voru unghænur sem voru ekki komnar í varp en hefðu núna seinni hluta desembers hefði farið að týnast eitthvað úr þeim í framhaldi af því hefði þetta farið að skipta máli. Við ætlum að reyna að hafa hraðar hendur og vera komin með nýtt hús í staðinn núna í vor. Þetta eru þá fimm mánuðir sem þetta hefur áhrif á okkur.“
Slökkvilið Dýraheilbrigði Vogar Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira