Dýraheilbrigði Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST, segir rannsókn stofnunarinnar á illri meðferð á hryssum í blóðmerahaldi lokið. Við skoðun stofnunarinnar hafi fundist alvarlegt frávik en að í flestum tilfellum hafi verið um einn sama einstaklinginn að ræða. Búið sé að koma í veg fyrir að þessi aðili komi að meðferð hrossa aftur. Innlent 10.4.2025 23:18 Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. Innlent 10.4.2025 20:31 Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ísteka segist fordæma „hverskyns ofbeldi,“ sér í lagi gagnvart hryssum sem fyrirtækið fær hráefni úr. Mál vinnumanns sem beitti hryssur ofbeldi í fyrra hafi verið afgreitt og bærinn fái að selja blóð að uppfylltum skilyrðum. Fyrirtækið segir bændur hugsi yfir njósnum og myndbandsupptökum af bændum úr launsátri. Innlent 10.4.2025 19:44 Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. Innlent 9.4.2025 20:57 Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku. Innlent 9.4.2025 19:07 Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. Innlent 26.3.2025 12:15 Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Fuglaflensa hefur greinst í sauðfé í fyrsta sinn í heiminum. Afbrigðið H5N1 greindist í kind í Yorkshire á Englandi, þar sem sjúkdómurinn hafði áður komið upp í fuglum. Erlent 24.3.2025 12:48 Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Evrópski brúnbjörninn Boki, sem gekkst undir heilaskurðaðgerð nýlega, er vaknaður úr dvala heill heilsu. Boki hafði glímt við regluleg flog og sjóntruflanir vegna uppsafnaðs vökva, sem setti þrýsting á heilann. Lífið 15.3.2025 21:03 Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Starfsmenn Húsdýragarðsins hafa síðustu daga lært af sænskum fræðingi. Það sé mikilvægt að lesa vel í hegðun dýra þegar verið er að nálgast þau. Innlent 14.3.2025 20:07 Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr. Skoðun 5.3.2025 06:32 Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Matvælastofnun hefur lokið aðgerðum á sauðfjárbúi í Borgarfirði vegna ítrekaðra brota á velferð dýra og ábúendur höfðu endurtekið ekki orðið við kröfum um úrbætur með fullnægjandi hætti. Alls hefur kindum verið fækkað um sex hundruð í aðgerðum stofnunarinnar. Innlent 28.2.2025 12:35 „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Dýraverndunarsinni gagnrýnir að Matvælastofnun sendi um 200 kindur af bænum Höfða í Þverárhlíð til slátrunar rétt fyrir sauðburð. Tímasetning aðgerðanna sé grimmileg. Yfirdýralæknir segir Matvælastofnun ekki tjá sig um einstaka mál en segir þó að loks sjái fyrir endann á krónísku dýravelferðarmáli í Borgarfirðinum. Innlent 26.2.2025 19:22 Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Atvinnuvegaráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan tæki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar það verði vart við dýr í neyð og það sé Neyðarlínan sem vinni úr umræddum tilkynningum og komi boðum til lögregluyfirvalda. Innlent 15.2.2025 16:01 Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Skæð fuglaflensuinflúensa af gerðinni H5N5 greindist í gær í sýni sem tekið var úr ketti frá Raufarhöfn fyrir viku síðan. Í tilkynningu frá Matvælastofnun, MAST, segir að um sé að ræða átta mánaða gamlan kettling sem varð skyndilega veikur. Innlent 14.2.2025 17:04 „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra segir það svo, vegna tuttugu prósenta hækkunar á veiðigjöldum á hreindýr, að gjaldið verði að sjálfsögðu að standa undir eftirliti og stjórnunar veiðanna. Innlent 14.2.2025 16:25 Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Stjórn deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands fordæmir í yfirlýsingu hræðilega meðferð á hrossum sem fjallað var um í fréttum í gær. Innlent 14.2.2025 13:25 Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum Forstjóri Matvælastofnunar segir það þurfa að skoða hvort taka megi betur á móti tilkynningum um dýraníð. Hún segir það slæma hugmynd að slíta starfsemi stofnunarinnar í tvennt. Innlent 14.2.2025 11:39 Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Skoðun 14.2.2025 07:31 „Þetta er beinlínis hryllingur“ Dýraverndunarsinnar segja Matvælastofnun hafa brugðist þegar þau fengu ábendingu af dýraníði hrossaræktanda. Sláandi myndband náðist af athæfinu. Innlent 13.2.2025 19:11 Fuglaflensugreiningum fækkar Tilkynningum um dauða fugla og spendýr hefur fækkað mikið undanfarna daga og öll sýni sem rannsökuð hafa verið síðustu tvær vikur hafa verið neikvæð. Í ljósi þessa álítur Matvælastofnun að dregið hafi verulega úr smithættu. Innlent 7.2.2025 17:48 Refur með fuglainflúensu Fuglainflúensa hefur greinst í refi í Skagafirði. Refurinn var aflífaður í vikunni, en íbúi hafði fundið hann og séð að hann væri augljóslega veikur. Innlent 31.1.2025 15:31 Minkurinn dó vegna fuglaflensu Minkurinn sem fannst dauður í Vatnsmýrinni í Reykjavík 17. janúar var með fuglainflúensu. Margar grágæsir hafa fundist dauðar í Reykjavík vegna inflúensunar. Innlent 22.1.2025 17:20 Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) og hefur hann þegar hafið störf. Innlent 20.1.2025 07:41 Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Matvælastofnun hefur hræ minks sem fannst í Vatnsmýri í Reykjavík til rannsóknar, vegna gruns um fuglaflensusmits. Innlent 17.1.2025 17:03 Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræa af dauðum fugli í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir en þeim gæti farið fjölgandi en sýni hafa verið tekin úr fleiri köttum. Gæludýraeigendur eru hvattir til að sýna aðgát og hafa ketti inni eða í taumi þegar út er farið. Þótt veiran hafi ekki greinst í hundum til þessa eru hundaeigendur hvattir til að gæta að því að hundar þeirra leiti ekki í hræ. Innlent 13.1.2025 19:31 Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Dýraþjónusta Reykjavíkurbiður íbúa höfuðborgarsvæðisins sem verða varir við veika eða dauða fugla að meðhöndndla þá ekki heldur hafa samband við þjónustuna tafarlaust. Þá eru íbúar beðnir um að halda heimilisköttum innandyra. Innlent 13.1.2025 17:28 „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.1.2025 11:59 Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir. Innlent 12.1.2025 21:00 Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku. Innlent 9.1.2025 12:11 Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi. Innlent 9.1.2025 10:48 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 21 ›
Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST, segir rannsókn stofnunarinnar á illri meðferð á hryssum í blóðmerahaldi lokið. Við skoðun stofnunarinnar hafi fundist alvarlegt frávik en að í flestum tilfellum hafi verið um einn sama einstaklinginn að ræða. Búið sé að koma í veg fyrir að þessi aðili komi að meðferð hrossa aftur. Innlent 10.4.2025 23:18
Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. Innlent 10.4.2025 20:31
Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ísteka segist fordæma „hverskyns ofbeldi,“ sér í lagi gagnvart hryssum sem fyrirtækið fær hráefni úr. Mál vinnumanns sem beitti hryssur ofbeldi í fyrra hafi verið afgreitt og bærinn fái að selja blóð að uppfylltum skilyrðum. Fyrirtækið segir bændur hugsi yfir njósnum og myndbandsupptökum af bændum úr launsátri. Innlent 10.4.2025 19:44
Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. Innlent 9.4.2025 20:57
Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku. Innlent 9.4.2025 19:07
Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. Innlent 26.3.2025 12:15
Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Fuglaflensa hefur greinst í sauðfé í fyrsta sinn í heiminum. Afbrigðið H5N1 greindist í kind í Yorkshire á Englandi, þar sem sjúkdómurinn hafði áður komið upp í fuglum. Erlent 24.3.2025 12:48
Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Evrópski brúnbjörninn Boki, sem gekkst undir heilaskurðaðgerð nýlega, er vaknaður úr dvala heill heilsu. Boki hafði glímt við regluleg flog og sjóntruflanir vegna uppsafnaðs vökva, sem setti þrýsting á heilann. Lífið 15.3.2025 21:03
Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Starfsmenn Húsdýragarðsins hafa síðustu daga lært af sænskum fræðingi. Það sé mikilvægt að lesa vel í hegðun dýra þegar verið er að nálgast þau. Innlent 14.3.2025 20:07
Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr. Skoðun 5.3.2025 06:32
Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Matvælastofnun hefur lokið aðgerðum á sauðfjárbúi í Borgarfirði vegna ítrekaðra brota á velferð dýra og ábúendur höfðu endurtekið ekki orðið við kröfum um úrbætur með fullnægjandi hætti. Alls hefur kindum verið fækkað um sex hundruð í aðgerðum stofnunarinnar. Innlent 28.2.2025 12:35
„Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Dýraverndunarsinni gagnrýnir að Matvælastofnun sendi um 200 kindur af bænum Höfða í Þverárhlíð til slátrunar rétt fyrir sauðburð. Tímasetning aðgerðanna sé grimmileg. Yfirdýralæknir segir Matvælastofnun ekki tjá sig um einstaka mál en segir þó að loks sjái fyrir endann á krónísku dýravelferðarmáli í Borgarfirðinum. Innlent 26.2.2025 19:22
Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Atvinnuvegaráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan tæki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar það verði vart við dýr í neyð og það sé Neyðarlínan sem vinni úr umræddum tilkynningum og komi boðum til lögregluyfirvalda. Innlent 15.2.2025 16:01
Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Skæð fuglaflensuinflúensa af gerðinni H5N5 greindist í gær í sýni sem tekið var úr ketti frá Raufarhöfn fyrir viku síðan. Í tilkynningu frá Matvælastofnun, MAST, segir að um sé að ræða átta mánaða gamlan kettling sem varð skyndilega veikur. Innlent 14.2.2025 17:04
„Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra segir það svo, vegna tuttugu prósenta hækkunar á veiðigjöldum á hreindýr, að gjaldið verði að sjálfsögðu að standa undir eftirliti og stjórnunar veiðanna. Innlent 14.2.2025 16:25
Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Stjórn deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands fordæmir í yfirlýsingu hræðilega meðferð á hrossum sem fjallað var um í fréttum í gær. Innlent 14.2.2025 13:25
Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum Forstjóri Matvælastofnunar segir það þurfa að skoða hvort taka megi betur á móti tilkynningum um dýraníð. Hún segir það slæma hugmynd að slíta starfsemi stofnunarinnar í tvennt. Innlent 14.2.2025 11:39
Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Skoðun 14.2.2025 07:31
„Þetta er beinlínis hryllingur“ Dýraverndunarsinnar segja Matvælastofnun hafa brugðist þegar þau fengu ábendingu af dýraníði hrossaræktanda. Sláandi myndband náðist af athæfinu. Innlent 13.2.2025 19:11
Fuglaflensugreiningum fækkar Tilkynningum um dauða fugla og spendýr hefur fækkað mikið undanfarna daga og öll sýni sem rannsökuð hafa verið síðustu tvær vikur hafa verið neikvæð. Í ljósi þessa álítur Matvælastofnun að dregið hafi verulega úr smithættu. Innlent 7.2.2025 17:48
Refur með fuglainflúensu Fuglainflúensa hefur greinst í refi í Skagafirði. Refurinn var aflífaður í vikunni, en íbúi hafði fundið hann og séð að hann væri augljóslega veikur. Innlent 31.1.2025 15:31
Minkurinn dó vegna fuglaflensu Minkurinn sem fannst dauður í Vatnsmýrinni í Reykjavík 17. janúar var með fuglainflúensu. Margar grágæsir hafa fundist dauðar í Reykjavík vegna inflúensunar. Innlent 22.1.2025 17:20
Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) og hefur hann þegar hafið störf. Innlent 20.1.2025 07:41
Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Matvælastofnun hefur hræ minks sem fannst í Vatnsmýri í Reykjavík til rannsóknar, vegna gruns um fuglaflensusmits. Innlent 17.1.2025 17:03
Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræa af dauðum fugli í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir en þeim gæti farið fjölgandi en sýni hafa verið tekin úr fleiri köttum. Gæludýraeigendur eru hvattir til að sýna aðgát og hafa ketti inni eða í taumi þegar út er farið. Þótt veiran hafi ekki greinst í hundum til þessa eru hundaeigendur hvattir til að gæta að því að hundar þeirra leiti ekki í hræ. Innlent 13.1.2025 19:31
Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Dýraþjónusta Reykjavíkurbiður íbúa höfuðborgarsvæðisins sem verða varir við veika eða dauða fugla að meðhöndndla þá ekki heldur hafa samband við þjónustuna tafarlaust. Þá eru íbúar beðnir um að halda heimilisköttum innandyra. Innlent 13.1.2025 17:28
„Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.1.2025 11:59
Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir. Innlent 12.1.2025 21:00
Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku. Innlent 9.1.2025 12:11
Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi. Innlent 9.1.2025 10:48