Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2026 07:31 Héraðsdómur Norðurlands vestra á Sauðarkróki. Dómstóllinn hefur verið þekktur fyrir að vera tregur til að birta dóma á vefsíðu sinni undafarin ár. Vísir Nautgripabóndi sem hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vanrækja dýr sín var í miklu andlegu ójafnvægi þegar brotin áttu sér stað. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafnaði í fyrstu að afhenda fjölmiðlum dóminn yfir bóndanum. Dómur yfir bóndanum féll í nóvember en hann var ekki birtur á vefsíðu Héraðsdóms Norðurlands vestra frekar en flestir aðrar dómar. Aðeins átta dómar voru birtir á vefsíðu hans allt árið í fyrra. Matvælastofnun greindi frá dómnum í tilkynningu á vefsíðu sinni í síðustu viku. Þar kom fram að bóndinn hefði hlotið sex mánaða skilorðsbundinn dóm og honum bannað að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár vegna stórfelldra brota gegn lögum um velferð dýra. Eftirlitsmenn Matvælastofnunar fundu 29 dauða nautgripi í gripahúsi á bæ bóndans árið 2024. Stofnunin lét aflífa eða slátra 49 gripum til viðbótar vegna slæms ástands þeirra. Í ákæru var bóndinn sagður hafa misboðið og vanrækt umönnunarskyldur sínar gagnvart dýrunum á stórfelldan hátt. Hann hefði þannig ekki tryggt nautgripunum aðgang að fóðri eða vatni, læknismeðferð og að þeir væru aflífaðir. Þá hefði hann skilið þá eftir í bjargarlausu ástandi. Litið til játningar og krefjandi aðstæðna Bóndinn játaði skýlaust sök fyrir dómi. Dómurinn taldi játninguna honum til málsbótar svo og að hann hefði ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Þá taldi dómurinn honum til mildunar að þegar brotin áttu sér stað hefði hann verið í miklu andlegu ójafnvægi sem tengdust „krefjandi aðstæðum“ hjá honum. Hann hefði síðar leitast við að vinna úr þeim málum. Vegna þess að brot bóndans taldist stórfellt var hann sviptur heimild til að halda dýr tímabundið. Um ákvörðun á lengd þess banns var litið til þess að stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi hans væru takmörkuð með dómnum. Hafnað í tvígang en afhentur í þriðju atrennu Þegar Vísir óskaði eftir dómnum yfir bóndanum hafnaði héraðsdómur því með vísan til ákvæðis reglna um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna um að dómstjóri geti sleppt því að birta dóm á vefsíðu dómstólsins. Vísaði héraðsdómur til þess að hann hefði ákveðið að birta dóminn ekki með hliðsjón af hagsmunum bóndans þar sem útgáfa hans yrði honum „mjög þungbær“. Vísir hélt ósk sinni um dóminn til streitu og benti á að reglurnar giltu um birtingu dóma á vefsíðu dómstólanna, ekki skyldu dómstóla að verða við óskum um afhendingu þeirra. Vísaði fjölmiðillinn einnig til þess að fyrri dómstjóri, sem var þekktur fyrir að birta ekki dóma á vefsíðu dómstólanna, hefði fallist á sambærileg rök í öðru máli. Þorsteinn Magnússon, settur dómstjóri, hafnaði beiðninni öðru sinni og sagði sömu sjónarmið eiga við um afhendingu dómsins annars vegar og birtingu hans hins vegar. Hann gæti ekki svarað fyrir um ákvarðanir forvera síns í öðrum málum. Þegar Vísir óskaði eftir skýringum á því á hvaða lagaheimild ákvörðunin byggði og krafðist úrskurðar dómstólsins ef ekki yrði orðið við beiðninni venti Þorsteinn kvæði sínu í kross og ákvað að verða við henni „eftir frekari skoðun“. Niðurstöðuna sagði hann byggja á lögum um meðferð sakamál, reglna dómstólasýslunnar um aðgang almennings að gögnum og upplýsingum um einstök dómsmál eftir að þeim er endanlega lokið. Fámennið í sveitinni ástæðan fyrir tregðu til að birta Halldór Halldórsson sem hefur verið dómstjóri á Sauðárkróki undanfarin ár er nú skráður í leyfi á vefsíðu dómstólsins. Hann sagði Vísi árið 2015 að fámennið í sveitinni spilaði stóran þátt í því að dagskrá dómstólsins væri lítið uppfærð og dómar sjaldnast birtir. „Það eru alltaf vandræði í fásinninu í sveitinni ef maður setur eitthvað inn,“ sagði Halldór. Ekki kemur fram hvenær Halldór fór í leyfi en Þorsteinn var settur dómstjóri í hans stað 1. september. Af þeim átta dómum sem birtust á vefsíðu Héraðsdóms Norðurlands vestra í fyrra voru fimm eftir að Þorsteinn tók við sem dómstjóri. Samkvæmt upplýsingum Þorsteins lauk 33 málum með dómum hjá Héraðsdómi Norðurlands vestra í fyrra en þá eru ótaldir úrskurðir sem voru kveðnir upp. Aðeins tæpur fjórðungur dóma var þannig birtur á vefsíðu dómstólsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um fjölda dóma í Héraðsdómi Norðurlands vestra í fyrra. Dýr Dýraheilbrigði Dómsmál Dómstólar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Dómur yfir bóndanum féll í nóvember en hann var ekki birtur á vefsíðu Héraðsdóms Norðurlands vestra frekar en flestir aðrar dómar. Aðeins átta dómar voru birtir á vefsíðu hans allt árið í fyrra. Matvælastofnun greindi frá dómnum í tilkynningu á vefsíðu sinni í síðustu viku. Þar kom fram að bóndinn hefði hlotið sex mánaða skilorðsbundinn dóm og honum bannað að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár vegna stórfelldra brota gegn lögum um velferð dýra. Eftirlitsmenn Matvælastofnunar fundu 29 dauða nautgripi í gripahúsi á bæ bóndans árið 2024. Stofnunin lét aflífa eða slátra 49 gripum til viðbótar vegna slæms ástands þeirra. Í ákæru var bóndinn sagður hafa misboðið og vanrækt umönnunarskyldur sínar gagnvart dýrunum á stórfelldan hátt. Hann hefði þannig ekki tryggt nautgripunum aðgang að fóðri eða vatni, læknismeðferð og að þeir væru aflífaðir. Þá hefði hann skilið þá eftir í bjargarlausu ástandi. Litið til játningar og krefjandi aðstæðna Bóndinn játaði skýlaust sök fyrir dómi. Dómurinn taldi játninguna honum til málsbótar svo og að hann hefði ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Þá taldi dómurinn honum til mildunar að þegar brotin áttu sér stað hefði hann verið í miklu andlegu ójafnvægi sem tengdust „krefjandi aðstæðum“ hjá honum. Hann hefði síðar leitast við að vinna úr þeim málum. Vegna þess að brot bóndans taldist stórfellt var hann sviptur heimild til að halda dýr tímabundið. Um ákvörðun á lengd þess banns var litið til þess að stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi hans væru takmörkuð með dómnum. Hafnað í tvígang en afhentur í þriðju atrennu Þegar Vísir óskaði eftir dómnum yfir bóndanum hafnaði héraðsdómur því með vísan til ákvæðis reglna um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna um að dómstjóri geti sleppt því að birta dóm á vefsíðu dómstólsins. Vísaði héraðsdómur til þess að hann hefði ákveðið að birta dóminn ekki með hliðsjón af hagsmunum bóndans þar sem útgáfa hans yrði honum „mjög þungbær“. Vísir hélt ósk sinni um dóminn til streitu og benti á að reglurnar giltu um birtingu dóma á vefsíðu dómstólanna, ekki skyldu dómstóla að verða við óskum um afhendingu þeirra. Vísaði fjölmiðillinn einnig til þess að fyrri dómstjóri, sem var þekktur fyrir að birta ekki dóma á vefsíðu dómstólanna, hefði fallist á sambærileg rök í öðru máli. Þorsteinn Magnússon, settur dómstjóri, hafnaði beiðninni öðru sinni og sagði sömu sjónarmið eiga við um afhendingu dómsins annars vegar og birtingu hans hins vegar. Hann gæti ekki svarað fyrir um ákvarðanir forvera síns í öðrum málum. Þegar Vísir óskaði eftir skýringum á því á hvaða lagaheimild ákvörðunin byggði og krafðist úrskurðar dómstólsins ef ekki yrði orðið við beiðninni venti Þorsteinn kvæði sínu í kross og ákvað að verða við henni „eftir frekari skoðun“. Niðurstöðuna sagði hann byggja á lögum um meðferð sakamál, reglna dómstólasýslunnar um aðgang almennings að gögnum og upplýsingum um einstök dómsmál eftir að þeim er endanlega lokið. Fámennið í sveitinni ástæðan fyrir tregðu til að birta Halldór Halldórsson sem hefur verið dómstjóri á Sauðárkróki undanfarin ár er nú skráður í leyfi á vefsíðu dómstólsins. Hann sagði Vísi árið 2015 að fámennið í sveitinni spilaði stóran þátt í því að dagskrá dómstólsins væri lítið uppfærð og dómar sjaldnast birtir. „Það eru alltaf vandræði í fásinninu í sveitinni ef maður setur eitthvað inn,“ sagði Halldór. Ekki kemur fram hvenær Halldór fór í leyfi en Þorsteinn var settur dómstjóri í hans stað 1. september. Af þeim átta dómum sem birtust á vefsíðu Héraðsdóms Norðurlands vestra í fyrra voru fimm eftir að Þorsteinn tók við sem dómstjóri. Samkvæmt upplýsingum Þorsteins lauk 33 málum með dómum hjá Héraðsdómi Norðurlands vestra í fyrra en þá eru ótaldir úrskurðir sem voru kveðnir upp. Aðeins tæpur fjórðungur dóma var þannig birtur á vefsíðu dómstólsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um fjölda dóma í Héraðsdómi Norðurlands vestra í fyrra.
Dýr Dýraheilbrigði Dómsmál Dómstólar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira