Algjört hrun í fálkastofninum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. ágúst 2025 21:33 Mynd af fálka úr safni. Vísir/Vilhelm Fálkar hafa ekki verið færri á Íslandi síðan mælingar hófust fyrir fjörutíu og fjórum árum. Fuglafræðingur segir fuglaflensu líklega einu skýringuna, en síðan 2021 hefur meira en helmingur dauðra fálka sem borist hafa til Náttúrufræðistofnunar, verið sýktir af fuglaflensu. Fjallað var um ástand íslenska fálkastofnsins í Speglinum á RÚV, en þar var Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur sem leitt hefur teymi Náttúrufræðistofnunar við vöktun fálka í rúma fjóra áratugi, til viðtals. Ólafur segir að hægi ekki á fordæmalausri fækkun gæti stofninn horfið á næstu árum. Árlega kemba rannsakendur ríflega fimm þúsund ferkílómetra til að finna svokölluð óðul fálkanna. Óðul fálkans, eða hreiður hans og nánasta umhverfi, er yfirleitt í klettum en eftir að fálkar velja sér óðal eru þeir heimakærir og trúir sínum óðulum, kynslóð eftir kynslóð. Mörg óðulin séu núna tóm. „Það er dapurlegt þegar maður kemur og mörg af þessum góðu óðulum sem alltaf voru setin fálkum eru núna tóm. Það eru engir fálkar til að koma og fagna manni, eða þannig, þeir yfirleitt skamma mann þegar maður kemur“, segir Ólafur í þættinum. Algjört hrun í stofninum Ólafur segir að af þeim 88 óðulum sem eru á rannsóknarsvæðinu hafi aðeins 27 þeirra verið setin, eða um 30 prósent. Þetta hlutfall hafi sveiflast milli ára, en þróunin eftir 2022 sé uggvænleg. Talað sé um algert hrun í stofninum og því miður sjái ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líklegasta skýringin sé skæð fuglaflensa, sem yfir helmingur dauðra fugla sem borist hafa Náttúrufræðistofnun síðan 2021 hafa verið sýktir af. „Fálkar virðast vera mjög viðkvæmir fyrir þessari veiru. Smitleiðin inn í fálkastofninn er líklega í gegnum fæðuna. Hann hikar ekki við að leggjast á hræ og eins ef að það eru sjúkir eða bæklaðir fuglar sem eru auðveld bráð þá lætur hann freistast og fangar þá og étur“, segir Ólafur. Flest bendi til þess að það sé smitleiðin - að fálkinn éti fugla með fuglaflensu eða fuglaflensusýkt hræ. Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins. Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Fjallað var um ástand íslenska fálkastofnsins í Speglinum á RÚV, en þar var Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur sem leitt hefur teymi Náttúrufræðistofnunar við vöktun fálka í rúma fjóra áratugi, til viðtals. Ólafur segir að hægi ekki á fordæmalausri fækkun gæti stofninn horfið á næstu árum. Árlega kemba rannsakendur ríflega fimm þúsund ferkílómetra til að finna svokölluð óðul fálkanna. Óðul fálkans, eða hreiður hans og nánasta umhverfi, er yfirleitt í klettum en eftir að fálkar velja sér óðal eru þeir heimakærir og trúir sínum óðulum, kynslóð eftir kynslóð. Mörg óðulin séu núna tóm. „Það er dapurlegt þegar maður kemur og mörg af þessum góðu óðulum sem alltaf voru setin fálkum eru núna tóm. Það eru engir fálkar til að koma og fagna manni, eða þannig, þeir yfirleitt skamma mann þegar maður kemur“, segir Ólafur í þættinum. Algjört hrun í stofninum Ólafur segir að af þeim 88 óðulum sem eru á rannsóknarsvæðinu hafi aðeins 27 þeirra verið setin, eða um 30 prósent. Þetta hlutfall hafi sveiflast milli ára, en þróunin eftir 2022 sé uggvænleg. Talað sé um algert hrun í stofninum og því miður sjái ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líklegasta skýringin sé skæð fuglaflensa, sem yfir helmingur dauðra fugla sem borist hafa Náttúrufræðistofnun síðan 2021 hafa verið sýktir af. „Fálkar virðast vera mjög viðkvæmir fyrir þessari veiru. Smitleiðin inn í fálkastofninn er líklega í gegnum fæðuna. Hann hikar ekki við að leggjast á hræ og eins ef að það eru sjúkir eða bæklaðir fuglar sem eru auðveld bráð þá lætur hann freistast og fangar þá og étur“, segir Ólafur. Flest bendi til þess að það sé smitleiðin - að fálkinn éti fugla með fuglaflensu eða fuglaflensusýkt hræ. Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins.
Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30