Algjört hrun í fálkastofninum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. ágúst 2025 21:33 Mynd af fálka úr safni. Vísir/Vilhelm Fálkar hafa ekki verið færri á Íslandi síðan mælingar hófust fyrir fjörutíu og fjórum árum. Fuglafræðingur segir fuglaflensu líklega einu skýringuna, en síðan 2021 hefur meira en helmingur dauðra fálka sem borist hafa til Náttúrufræðistofnunar, verið sýktir af fuglaflensu. Fjallað var um ástand íslenska fálkastofnsins í Speglinum á RÚV, en þar var Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur sem leitt hefur teymi Náttúrufræðistofnunar við vöktun fálka í rúma fjóra áratugi, til viðtals. Ólafur segir að hægi ekki á fordæmalausri fækkun gæti stofninn horfið á næstu árum. Árlega kemba rannsakendur ríflega fimm þúsund ferkílómetra til að finna svokölluð óðul fálkanna. Óðul fálkans, eða hreiður hans og nánasta umhverfi, er yfirleitt í klettum en eftir að fálkar velja sér óðal eru þeir heimakærir og trúir sínum óðulum, kynslóð eftir kynslóð. Mörg óðulin séu núna tóm. „Það er dapurlegt þegar maður kemur og mörg af þessum góðu óðulum sem alltaf voru setin fálkum eru núna tóm. Það eru engir fálkar til að koma og fagna manni, eða þannig, þeir yfirleitt skamma mann þegar maður kemur“, segir Ólafur í þættinum. Algjört hrun í stofninum Ólafur segir að af þeim 88 óðulum sem eru á rannsóknarsvæðinu hafi aðeins 27 þeirra verið setin, eða um 30 prósent. Þetta hlutfall hafi sveiflast milli ára, en þróunin eftir 2022 sé uggvænleg. Talað sé um algert hrun í stofninum og því miður sjái ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líklegasta skýringin sé skæð fuglaflensa, sem yfir helmingur dauðra fugla sem borist hafa Náttúrufræðistofnun síðan 2021 hafa verið sýktir af. „Fálkar virðast vera mjög viðkvæmir fyrir þessari veiru. Smitleiðin inn í fálkastofninn er líklega í gegnum fæðuna. Hann hikar ekki við að leggjast á hræ og eins ef að það eru sjúkir eða bæklaðir fuglar sem eru auðveld bráð þá lætur hann freistast og fangar þá og étur“, segir Ólafur. Flest bendi til þess að það sé smitleiðin - að fálkinn éti fugla með fuglaflensu eða fuglaflensusýkt hræ. Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins. Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Fjallað var um ástand íslenska fálkastofnsins í Speglinum á RÚV, en þar var Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur sem leitt hefur teymi Náttúrufræðistofnunar við vöktun fálka í rúma fjóra áratugi, til viðtals. Ólafur segir að hægi ekki á fordæmalausri fækkun gæti stofninn horfið á næstu árum. Árlega kemba rannsakendur ríflega fimm þúsund ferkílómetra til að finna svokölluð óðul fálkanna. Óðul fálkans, eða hreiður hans og nánasta umhverfi, er yfirleitt í klettum en eftir að fálkar velja sér óðal eru þeir heimakærir og trúir sínum óðulum, kynslóð eftir kynslóð. Mörg óðulin séu núna tóm. „Það er dapurlegt þegar maður kemur og mörg af þessum góðu óðulum sem alltaf voru setin fálkum eru núna tóm. Það eru engir fálkar til að koma og fagna manni, eða þannig, þeir yfirleitt skamma mann þegar maður kemur“, segir Ólafur í þættinum. Algjört hrun í stofninum Ólafur segir að af þeim 88 óðulum sem eru á rannsóknarsvæðinu hafi aðeins 27 þeirra verið setin, eða um 30 prósent. Þetta hlutfall hafi sveiflast milli ára, en þróunin eftir 2022 sé uggvænleg. Talað sé um algert hrun í stofninum og því miður sjái ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líklegasta skýringin sé skæð fuglaflensa, sem yfir helmingur dauðra fugla sem borist hafa Náttúrufræðistofnun síðan 2021 hafa verið sýktir af. „Fálkar virðast vera mjög viðkvæmir fyrir þessari veiru. Smitleiðin inn í fálkastofninn er líklega í gegnum fæðuna. Hann hikar ekki við að leggjast á hræ og eins ef að það eru sjúkir eða bæklaðir fuglar sem eru auðveld bráð þá lætur hann freistast og fangar þá og étur“, segir Ólafur. Flest bendi til þess að það sé smitleiðin - að fálkinn éti fugla með fuglaflensu eða fuglaflensusýkt hræ. Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins.
Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30