Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar 8. desember 2025 17:01 Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki. Því er mælt með að neyta sem allra minnst af þessum vörum. Neysla á 50 grömmum af unnu kjöti á dag eykur áhættuna á ristilkrabbameini um 18%. Fjöldi rannsókna sýna einnig tengsl milli unninna kjötvara og brjósta-, bris-, blöðruhálskirtils- og þvagblöðrukrabbameina. Rekja má 644.000 ótímabær dauðsföll árlega til neyslu á unnu kjöti. Ferilrannsókn sem fylgdi 134.297 þátttakendum eftir sýndi að þau sem neyttu yfir 150 grömm af unnu kjöti á viku voru 46% líklegri til að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Fjöldi framsærra ferilrannsókna hafa sýnt sterk tengsl milli neyslu á unninni kjötvöru og áunninni sykursýki, en 50 gramma dagsneysla jók áhættuna á sjúkdómnum um 51%. Ellefu milljónir manna deyja árlega vegna slæms mataræðis. Skýringarmynd frá bresku samtökunum Cancer Research UK. Neysla svínakjöts Á Íslandi eru um 80 þúsund svínum slátrað árlega. Það gera um 200 svín á dag. Árleg innlend framleiðsla á svínakjöti er um 6.000-7.000 tonn. Við þetta bætist svo við innflutningur á um 1.700 tonnum. Meðalneysla Íslendings á svínakjöti er 21 kg á ári. Stór hluti svínakjöts endar sem unnin kjötvara. Meðferð svína í matvælaiðnaði Nær allar afurðir af svínum koma frá verksmiðjubúum. Framleiðslan byggir á þauleldi þar sem velferð dýra er fórnað fyrir hagkvæmni. Dýrin eru haldin við aðstæður sem eru eins langt frá þeirra náttúrulega umhverfi og hugsast getur. Þau geta með engu móti uppfyllt sínar náttúrulegu þarfir eða sýnt sitt eðlilega atferli. Svín eru með greindustu dýrum, þau er mannelsk og leikglöð. Í verksmiðjubúum landsins lifa þau innilokuð ævilangt. Þeim er aldrei hleypt út og geta aldrei andað að sér fersku lofti. Gyltur eru hafðar í gotstíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Tennur grísa og hali þeirra er klipptur án deyfingar. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein er klippt af dýrinu. Þegar að endalokum er komið þá eru þessi dásamlegu dýr sett í gasklefa þar sem sem þau enda líf sitt óttaslegin og þjökuð af sársauka. Framleiðsla á heilsuspillandi vörum úr þjáðum dýrum Þjáning svína í matvælaiðnaði er ekki einungis hörmulegt brot á réttindum dýra heldur er varan sem fengin er með þessum ömurlegu aðferðum ógn við heilsu manna. Á sama tíma og íslenska ríkið vill tala fyrir lýðheilsu fær þessi iðnaður greidda styrki úr vösum landsmanna. Það skýtur skökku við markmiði stjórnvalda um heilsueflingu þjóðar. Það er brýnt að niðurgreiðsla á slíkri matvöru verði hætt. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi fjórða árið í röð. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður.Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Heilbrigðismál Matur Dýraheilbrigði Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki. Því er mælt með að neyta sem allra minnst af þessum vörum. Neysla á 50 grömmum af unnu kjöti á dag eykur áhættuna á ristilkrabbameini um 18%. Fjöldi rannsókna sýna einnig tengsl milli unninna kjötvara og brjósta-, bris-, blöðruhálskirtils- og þvagblöðrukrabbameina. Rekja má 644.000 ótímabær dauðsföll árlega til neyslu á unnu kjöti. Ferilrannsókn sem fylgdi 134.297 þátttakendum eftir sýndi að þau sem neyttu yfir 150 grömm af unnu kjöti á viku voru 46% líklegri til að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Fjöldi framsærra ferilrannsókna hafa sýnt sterk tengsl milli neyslu á unninni kjötvöru og áunninni sykursýki, en 50 gramma dagsneysla jók áhættuna á sjúkdómnum um 51%. Ellefu milljónir manna deyja árlega vegna slæms mataræðis. Skýringarmynd frá bresku samtökunum Cancer Research UK. Neysla svínakjöts Á Íslandi eru um 80 þúsund svínum slátrað árlega. Það gera um 200 svín á dag. Árleg innlend framleiðsla á svínakjöti er um 6.000-7.000 tonn. Við þetta bætist svo við innflutningur á um 1.700 tonnum. Meðalneysla Íslendings á svínakjöti er 21 kg á ári. Stór hluti svínakjöts endar sem unnin kjötvara. Meðferð svína í matvælaiðnaði Nær allar afurðir af svínum koma frá verksmiðjubúum. Framleiðslan byggir á þauleldi þar sem velferð dýra er fórnað fyrir hagkvæmni. Dýrin eru haldin við aðstæður sem eru eins langt frá þeirra náttúrulega umhverfi og hugsast getur. Þau geta með engu móti uppfyllt sínar náttúrulegu þarfir eða sýnt sitt eðlilega atferli. Svín eru með greindustu dýrum, þau er mannelsk og leikglöð. Í verksmiðjubúum landsins lifa þau innilokuð ævilangt. Þeim er aldrei hleypt út og geta aldrei andað að sér fersku lofti. Gyltur eru hafðar í gotstíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Tennur grísa og hali þeirra er klipptur án deyfingar. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein er klippt af dýrinu. Þegar að endalokum er komið þá eru þessi dásamlegu dýr sett í gasklefa þar sem sem þau enda líf sitt óttaslegin og þjökuð af sársauka. Framleiðsla á heilsuspillandi vörum úr þjáðum dýrum Þjáning svína í matvælaiðnaði er ekki einungis hörmulegt brot á réttindum dýra heldur er varan sem fengin er með þessum ömurlegu aðferðum ógn við heilsu manna. Á sama tíma og íslenska ríkið vill tala fyrir lýðheilsu fær þessi iðnaður greidda styrki úr vösum landsmanna. Það skýtur skökku við markmiði stjórnvalda um heilsueflingu þjóðar. Það er brýnt að niðurgreiðsla á slíkri matvöru verði hætt. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi fjórða árið í röð. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður.Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun