„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. desember 2024 19:10 Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. „Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“ Þetta segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við fréttastofu. Eins og greint hefur verið frá starfar Matvælastofnun (MAST) nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainnflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag en allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Þóra tekur fram að svo lengi sem flensan er einskorðuð við þetta eina bú muni hún ekki koma til með að hafa áhrif á framboð á kalkúni fyrir jólin. Sagan verði þó önnur ef smit verða í fleiri búum. Hópsmit í mönnum ólíkleg Hún segir neyðarstigi aðeins lýst yfir þegar það er grunur um eða staðfest að alvarlegur dýrasjúkdómur hefur komið upp í dýrum eða mönnum. Fuglaflensan falli undir þá skilgreiningu. „Það sem fellst í neyðarstiginu er að yfirdýralæknir leggur til við matvælaráðherra að grípa til aðgerða sem hindra dreifingu smits og útrýma sjúkdómum í þessum dýrum.“ Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en Þóra tekur fram að hún telji litlar sem engar líkur á því að það verði einhvers konar hópsmit í mönnum hér á landi. „Þetta afbrigði sem að greindist núna, kallað h5n5, hefur aldrei greinst í fólki, hins vegar hefur hin gerðin, h5n1, greinst í fólki en aðeins í fólki sem hefur átt mjög náin samskipti við veika fugla.“ Mikilvægt að vera á tánum Hún ítrekar þó að mikilvægt sé að vera á tánum og nota þann smitvarnarbúnað sem við höfum í snertingu við fugla. Er einhver ástæða til að óttast að kaupa fuglakjöt? „Nei alls ekki, það er engin hætta í afurðum. Allir þeir fuglar sem greinast, það er strax gripið til þess að aflífa þá fugla, bæði af dýravelferðarsjónarmiðum og til þess að forðast að smitin dreifist. Þeim er svo fargað á mjög tryggilegan hátt, það er engin hætta á því að kaupa kalkún.“ Matvælastofnun biðlar til almennings að láta stofnunina vita ef fólk verður vart við veika eða dauða fugla. Þá eigi alls ekki að koma við þá eða taka þá upp. „Ekki reyna að hlúa að þeim, heldur tilkynna, segja frá staðsetningu og þá kemur fólk sem er búið smitvarnarbúnaði. Láta vita og við tökum svo boltann.“ Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þetta segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við fréttastofu. Eins og greint hefur verið frá starfar Matvælastofnun (MAST) nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainnflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag en allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Þóra tekur fram að svo lengi sem flensan er einskorðuð við þetta eina bú muni hún ekki koma til með að hafa áhrif á framboð á kalkúni fyrir jólin. Sagan verði þó önnur ef smit verða í fleiri búum. Hópsmit í mönnum ólíkleg Hún segir neyðarstigi aðeins lýst yfir þegar það er grunur um eða staðfest að alvarlegur dýrasjúkdómur hefur komið upp í dýrum eða mönnum. Fuglaflensan falli undir þá skilgreiningu. „Það sem fellst í neyðarstiginu er að yfirdýralæknir leggur til við matvælaráðherra að grípa til aðgerða sem hindra dreifingu smits og útrýma sjúkdómum í þessum dýrum.“ Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en Þóra tekur fram að hún telji litlar sem engar líkur á því að það verði einhvers konar hópsmit í mönnum hér á landi. „Þetta afbrigði sem að greindist núna, kallað h5n5, hefur aldrei greinst í fólki, hins vegar hefur hin gerðin, h5n1, greinst í fólki en aðeins í fólki sem hefur átt mjög náin samskipti við veika fugla.“ Mikilvægt að vera á tánum Hún ítrekar þó að mikilvægt sé að vera á tánum og nota þann smitvarnarbúnað sem við höfum í snertingu við fugla. Er einhver ástæða til að óttast að kaupa fuglakjöt? „Nei alls ekki, það er engin hætta í afurðum. Allir þeir fuglar sem greinast, það er strax gripið til þess að aflífa þá fugla, bæði af dýravelferðarsjónarmiðum og til þess að forðast að smitin dreifist. Þeim er svo fargað á mjög tryggilegan hátt, það er engin hætta á því að kaupa kalkún.“ Matvælastofnun biðlar til almennings að láta stofnunina vita ef fólk verður vart við veika eða dauða fugla. Þá eigi alls ekki að koma við þá eða taka þá upp. „Ekki reyna að hlúa að þeim, heldur tilkynna, segja frá staðsetningu og þá kemur fólk sem er búið smitvarnarbúnaði. Láta vita og við tökum svo boltann.“
Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu