Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. nóvember 2024 07:02 Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi. Í dag eru til staðar samningar um niðurgreiðslu raforkukostnaðar við gróðurhúsarækt, en þeir samningar duga ekki til að niðurgreiða nema hluta af þeim kostnaði sem gróðurhúsabændur verða fyrir vegna lýsingar og hitunar gróðurhúsa. Við í Flokki fólksins höfum lengi barist fyrir því að gróðurhúsabændur fái raforku-, hita- og flutningskostnað niðurgreiddan, svo að þeirra framleiðsla verði öflugri og neytendum bjóðist fyrsta flokks grænmeti á sanngjörnu verði. Jafnvel mætti hugsa sér að Ísland gæti einn daginn orðið útflutningsþjóð grænmetis ef við styðjum við gróðurhúsarækt með þessum hætti. Því miður er staðan þannig í dag að gróðurhúsin okkar greiða meira fyrir sína orku en álverin. Þetta teljum við í Flokki fólksins í hrópandi ósamræmi við hagsmuni þjóðarinnar. Nýverið bárust fréttir af því að grænmeti gæti hækkað um 12% næstu áramót þar sem orkukostnaðurinn mun hækka um fjórðung. Þetta er sökum orkuskortsins sem fráfarandi ríkisstjórn algjörlega mistókst að koma í veg fyrir. Ef Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn þá viljum við tryggja að hér verði hægt að rækta grænmeti í gróðurhúsum með okkar grænni orku og að neytendur fái að kaupa íslenskt grænmeti á góðu verði. Við viljum að gróðurhúsin fái niðurgreidda raforku og við viljum að orkan fari til þeirra en ekki til gagnavera og rafmyntagraftrar. Forgangsröðum fyrir fólkið fyrst! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Landbúnaður Orkumál Matvælaframleiðsla Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi. Í dag eru til staðar samningar um niðurgreiðslu raforkukostnaðar við gróðurhúsarækt, en þeir samningar duga ekki til að niðurgreiða nema hluta af þeim kostnaði sem gróðurhúsabændur verða fyrir vegna lýsingar og hitunar gróðurhúsa. Við í Flokki fólksins höfum lengi barist fyrir því að gróðurhúsabændur fái raforku-, hita- og flutningskostnað niðurgreiddan, svo að þeirra framleiðsla verði öflugri og neytendum bjóðist fyrsta flokks grænmeti á sanngjörnu verði. Jafnvel mætti hugsa sér að Ísland gæti einn daginn orðið útflutningsþjóð grænmetis ef við styðjum við gróðurhúsarækt með þessum hætti. Því miður er staðan þannig í dag að gróðurhúsin okkar greiða meira fyrir sína orku en álverin. Þetta teljum við í Flokki fólksins í hrópandi ósamræmi við hagsmuni þjóðarinnar. Nýverið bárust fréttir af því að grænmeti gæti hækkað um 12% næstu áramót þar sem orkukostnaðurinn mun hækka um fjórðung. Þetta er sökum orkuskortsins sem fráfarandi ríkisstjórn algjörlega mistókst að koma í veg fyrir. Ef Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn þá viljum við tryggja að hér verði hægt að rækta grænmeti í gróðurhúsum með okkar grænni orku og að neytendur fái að kaupa íslenskt grænmeti á góðu verði. Við viljum að gróðurhúsin fái niðurgreidda raforku og við viljum að orkan fari til þeirra en ekki til gagnavera og rafmyntagraftrar. Forgangsröðum fyrir fólkið fyrst! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun