Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson og Salvör Jónsdóttir skrifa 5. desember 2024 14:32 Matís er íslenskt rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki í fremstu röð og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun matvæla- og líftækni langt út yfir landsteinanna. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Matís eru ótvíræð, en með aukinni nýtingu og gæðum afurða hafa rannsóknir Matís skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið á hverju ári. Matís hefur jafnframt lykilhlutverki að gegna í að tryggja matvælaöryggi landsmanna, en öflug viðbragðsgeta við upprunagreiningu matvælasýkinga hefur reynst ómetanleg við að draga úr útbreiðslu sýkinga, meta áhættur í matvælakeðjunni og stuðla að öruggum matvælum. Matís er mjög virkt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hefur með því opnað dyr að nýjustu rannsóknum og tækni og gert aðgengilega íslenskum fyrirtækjum. Þá hefur Matís hefur stutt við nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu og þannig skapað ný störf og aukið fjölbreytni í atvinnulífi. Eitt mikilvægasta framlag Matís til íslensks samfélags er sú vinna og rannsóknir sem hafa stuðlað að sjálfbærri auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu til framtíðar. Bætt umgengni við náttúruauðlindir Íslands stuðlar að langtímahagsæld þjóðarinnar og starfsemi Matís miðar öll að því að við getum hámarkað nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbærum hætti. Matís hefur í gegnum árin þróað aðferðir til að nýta náttúruauðlindir betur, sérstaklega í sjávarútvegi. Þekkt eru dæmi um að hliðarafurðir úr fiski sem áður fóru til spillis, séu nú nýttar til að framleiða lífvirk efni og heilsuafurðir. Þetta snýst þó ekki bara um fiskinn heldur hefur Matís einnig unnið að rannsóknum og þróun nýtingar á þangi, þörungum og öðrum lífauðlindum hafsins. Þetta hefur meðal annars leitt til framleiðslu á nýpróteinum sem geta nýst í matvæli og fóðri, sem og lífvirkum efnum sem hafa víðtæka notkunarmöguleika. Þessi mikla rannsóknargeta eflir jafnframt landbúnað í landinu og fiskeldi þar sem rannsóknaþörfin eykst stöðugt með auknu umfangi og breyttum aðstæðum. Verkefni sem miða t.d. að því að lágmarka notkun efnaáburðar og þróa vistvænar fóðurlausnir hafa bæði efnahagslegan og umhverfislegan ávinning. Rannsóknir Matís á sviði matvælatækni og -vinnslu hafa auk þess orðið til þess að draga úr umhverfisáhrifum framleiðsluferla, en með því að þróa orkunýtnar lausnir, bæta geymsluþol og gæði matvæla, hefur Matís stuðlað að minni sóun og vistvænni matvælaiðnaði. Matís er óháð rannsóknareining og getur því boðið bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum áreiðanlega greiningar á faggildum rannsóknastofum sem byggja á vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Þetta hlutleysi er ómetanlegt í að byggja upp traust og tryggja að ákvarðanir séu teknar á grunni gagnreyndra upplýsinga. Hvort sem um er að ræða mat á umhverfisáhrifum, gæði hráefna, öryggi matvæla eða möguleika nýrra tæknilausna, er Matís áreiðanlegur samstarfsaðili. Hlutverk Matís í umhverfisvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu er ómetanlegt þegar litið er til framtíðar. Með áframhaldandi áherslu á nýsköpun, rannsóknir og samvinnu mun Matís halda áfram að vera leiðandi afl í að þróa lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi. Matís er lykilaðili við mótun umhverfisvæns og sjáfbærs matvælaiðnaðar á Íslandi. Með því að nýta nýjustu vísindi og tæknilausnir, og með samvinnu við innlenda og erlenda aðila, hefur fyrirtækið lagt grunn að þróun sem hefur haft bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Oddur Már er forstjóri Matís og Salvör er stjórnarformaður Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Sjá meira
Matís er íslenskt rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki í fremstu röð og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun matvæla- og líftækni langt út yfir landsteinanna. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Matís eru ótvíræð, en með aukinni nýtingu og gæðum afurða hafa rannsóknir Matís skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið á hverju ári. Matís hefur jafnframt lykilhlutverki að gegna í að tryggja matvælaöryggi landsmanna, en öflug viðbragðsgeta við upprunagreiningu matvælasýkinga hefur reynst ómetanleg við að draga úr útbreiðslu sýkinga, meta áhættur í matvælakeðjunni og stuðla að öruggum matvælum. Matís er mjög virkt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hefur með því opnað dyr að nýjustu rannsóknum og tækni og gert aðgengilega íslenskum fyrirtækjum. Þá hefur Matís hefur stutt við nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu og þannig skapað ný störf og aukið fjölbreytni í atvinnulífi. Eitt mikilvægasta framlag Matís til íslensks samfélags er sú vinna og rannsóknir sem hafa stuðlað að sjálfbærri auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu til framtíðar. Bætt umgengni við náttúruauðlindir Íslands stuðlar að langtímahagsæld þjóðarinnar og starfsemi Matís miðar öll að því að við getum hámarkað nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbærum hætti. Matís hefur í gegnum árin þróað aðferðir til að nýta náttúruauðlindir betur, sérstaklega í sjávarútvegi. Þekkt eru dæmi um að hliðarafurðir úr fiski sem áður fóru til spillis, séu nú nýttar til að framleiða lífvirk efni og heilsuafurðir. Þetta snýst þó ekki bara um fiskinn heldur hefur Matís einnig unnið að rannsóknum og þróun nýtingar á þangi, þörungum og öðrum lífauðlindum hafsins. Þetta hefur meðal annars leitt til framleiðslu á nýpróteinum sem geta nýst í matvæli og fóðri, sem og lífvirkum efnum sem hafa víðtæka notkunarmöguleika. Þessi mikla rannsóknargeta eflir jafnframt landbúnað í landinu og fiskeldi þar sem rannsóknaþörfin eykst stöðugt með auknu umfangi og breyttum aðstæðum. Verkefni sem miða t.d. að því að lágmarka notkun efnaáburðar og þróa vistvænar fóðurlausnir hafa bæði efnahagslegan og umhverfislegan ávinning. Rannsóknir Matís á sviði matvælatækni og -vinnslu hafa auk þess orðið til þess að draga úr umhverfisáhrifum framleiðsluferla, en með því að þróa orkunýtnar lausnir, bæta geymsluþol og gæði matvæla, hefur Matís stuðlað að minni sóun og vistvænni matvælaiðnaði. Matís er óháð rannsóknareining og getur því boðið bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum áreiðanlega greiningar á faggildum rannsóknastofum sem byggja á vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Þetta hlutleysi er ómetanlegt í að byggja upp traust og tryggja að ákvarðanir séu teknar á grunni gagnreyndra upplýsinga. Hvort sem um er að ræða mat á umhverfisáhrifum, gæði hráefna, öryggi matvæla eða möguleika nýrra tæknilausna, er Matís áreiðanlegur samstarfsaðili. Hlutverk Matís í umhverfisvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu er ómetanlegt þegar litið er til framtíðar. Með áframhaldandi áherslu á nýsköpun, rannsóknir og samvinnu mun Matís halda áfram að vera leiðandi afl í að þróa lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi. Matís er lykilaðili við mótun umhverfisvæns og sjáfbærs matvælaiðnaðar á Íslandi. Með því að nýta nýjustu vísindi og tæknilausnir, og með samvinnu við innlenda og erlenda aðila, hefur fyrirtækið lagt grunn að þróun sem hefur haft bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Oddur Már er forstjóri Matís og Salvör er stjórnarformaður Matís.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar