Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar 14. desember 2024 14:32 Í aðdraganda jólahátíðarinnar er vert að draga fram í dagsljósið hryllilegan iðnað sem ber heitið verksmiðjubúskapur. Iðnaðar sem helst er falinn augum almennings. Þar fæðast dýr og fuglar innan veggja iðnaðar sem enginn fær að sjá nema eigendur og starfsfólk þess. Þessi dýr hafa hvorki málsvara né rödd til að verja rétt sinn til lífs sem er þess virði að lifa, og valfrelsi þeirra er ekkert. Tökum svínin sem dæmi: Lífið sem þau eiga, fjarri dagsljósi og fersku lofti, í einhæfu og ónáttúrulegu umhverfi í þröngum stíum er eitthvað sem enginn myndi bjóða nokkurri lifandi vitsmunaveru ef væri ekki nema í nafni verksmiðjubúskapar en þar fer framleiðslumagn og hagnaður ofar velferð og líðan dýranna. Ónàttúrulegar aðstæður á hörðu undirlagi, í eigin saur og einhæfu umhverfi veldur dýrunum mikilli vanlíðan og jafnvel svo að þau verða vitstola vegna vanörvunar umhverfisins ásamt inniveru í hávaða og menguðu lofti allt sitt líf. Svín hafa ríka þörf fyrir að fá að róta í mold og jarðvegi með trýninu og ef umhverfi þeirra er ekki skapað til að mæta þeirri náttúrulegu þörf, er hætta á óæskilegri hegðun sökum streitu og vanlíðan. Þessi vanlíðan og depurð kemur meðal annars fram í því að dýrin naga rófurnar og jafnvel eyrun hvert af öðru. Samkvæmt reglugerð um velferð svína frá árinu 2014 sem Matvælastofnun annast eftirlit með, er meðal annars gerð sú làgmarkskrafa að ávallt skal tryggja öllum svínum aðgengi að nægilegum hálmi eða öðru efni sem gerir þeim kleift að róta í eða krafsa auk lágmarkskröfu um pláss fyrir hvert svín. Helstu svínabú landsins hafa því miður ekki fylgt umræddri reglugerð, og fleiri ákvæði hennar hafa einnig verið brotin. Eftirlitsstofnunin hefur ekki rækt eftirlitshlutverk sitt og engin viðurlög virðast vera til staðar. Rannsóknir sýna að svín búa yfir vitsmunum á við þriggja ára barn, sem gerir þau í raun greindari en hundar og önnur gæludýr. Gætir þú hugsað þér að hafa hundinn þinn eða annað gæludýr innilokað og bundið við bás alla sína ævi ? Dýravelferð varðar okkur öll, hvort sem við neytum kjöts eða ekki. Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að taka meðvitaðar ákvarðanir sem endurspegla umhyggju fyrir lífi og velferð dýranna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jólahátíðarinnar er vert að draga fram í dagsljósið hryllilegan iðnað sem ber heitið verksmiðjubúskapur. Iðnaðar sem helst er falinn augum almennings. Þar fæðast dýr og fuglar innan veggja iðnaðar sem enginn fær að sjá nema eigendur og starfsfólk þess. Þessi dýr hafa hvorki málsvara né rödd til að verja rétt sinn til lífs sem er þess virði að lifa, og valfrelsi þeirra er ekkert. Tökum svínin sem dæmi: Lífið sem þau eiga, fjarri dagsljósi og fersku lofti, í einhæfu og ónáttúrulegu umhverfi í þröngum stíum er eitthvað sem enginn myndi bjóða nokkurri lifandi vitsmunaveru ef væri ekki nema í nafni verksmiðjubúskapar en þar fer framleiðslumagn og hagnaður ofar velferð og líðan dýranna. Ónàttúrulegar aðstæður á hörðu undirlagi, í eigin saur og einhæfu umhverfi veldur dýrunum mikilli vanlíðan og jafnvel svo að þau verða vitstola vegna vanörvunar umhverfisins ásamt inniveru í hávaða og menguðu lofti allt sitt líf. Svín hafa ríka þörf fyrir að fá að róta í mold og jarðvegi með trýninu og ef umhverfi þeirra er ekki skapað til að mæta þeirri náttúrulegu þörf, er hætta á óæskilegri hegðun sökum streitu og vanlíðan. Þessi vanlíðan og depurð kemur meðal annars fram í því að dýrin naga rófurnar og jafnvel eyrun hvert af öðru. Samkvæmt reglugerð um velferð svína frá árinu 2014 sem Matvælastofnun annast eftirlit með, er meðal annars gerð sú làgmarkskrafa að ávallt skal tryggja öllum svínum aðgengi að nægilegum hálmi eða öðru efni sem gerir þeim kleift að róta í eða krafsa auk lágmarkskröfu um pláss fyrir hvert svín. Helstu svínabú landsins hafa því miður ekki fylgt umræddri reglugerð, og fleiri ákvæði hennar hafa einnig verið brotin. Eftirlitsstofnunin hefur ekki rækt eftirlitshlutverk sitt og engin viðurlög virðast vera til staðar. Rannsóknir sýna að svín búa yfir vitsmunum á við þriggja ára barn, sem gerir þau í raun greindari en hundar og önnur gæludýr. Gætir þú hugsað þér að hafa hundinn þinn eða annað gæludýr innilokað og bundið við bás alla sína ævi ? Dýravelferð varðar okkur öll, hvort sem við neytum kjöts eða ekki. Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að taka meðvitaðar ákvarðanir sem endurspegla umhyggju fyrir lífi og velferð dýranna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar