Gunnars loksins selt Árni Sæberg skrifar 2. desember 2024 12:04 Guðbjörg Matthíasdóttir verður að óbreyttu nýr eigandi Gunnars ehf.. Vísir Myllan-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum. Frá þessu greinir Morgunblaðið með vísan í tilkynningu frá Myllunni-Ora, sem hefur ekki borist Vísi. Í tilkynningu er haft eftir Kristjáni Theodórssyni, forstjóra félagsins, að í kaupunum felist tækifæri. „Umhverfi íslenskrar matvælaframleiðslu er krefjandi en með þessum kaupum getum við styrkt rekstur Myllunnar-Ora og þannig treyst mikilvægan grundvöll innlendrar matvælaframleiðslu.“ Hefur áður reynt að selja félagið Gunnars ehf. er í fullri eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur en hún tók yfir rekstur þess í kjölfar gjaldþrots Gunnars Majoness hf. árið 2014. Það félag var stofnað árið 1960. Hún hefur undanfarin ár verið með félagið til sölu og árið 2022 náðist samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um kaup á félaginu. Þau kaup voru aftur á móti ógilt af Samkeppniseftirlitinu með vísan til þess að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. Talsverða athygli vakti á sínum tíma hversu langan tíma það tók Samkeppniseftirlitið að komast að niðurstöðu um að stöðva samrunann og hversu ítarleg ákvörðunin var, heilar 130 blaðsíður. Meðal þess sem fram kom í ákvörðuninni var ítarleg greining á því hvað telst til kaldra sósa. Þakkar starfsfólkinu Meðal þeirra sem gagnrýndu málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins var Sævar Þór Jónsson, lögmaður sem sá um söluna fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar. Í tilkynningu nú færir hann starfsfólki Gunnars ehf. þakkir fyrir stuðning og traust í gegnum árin fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar. Samkeppnismál Matur Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39 Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu. 5. júní 2022 23:44 Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið með vísan í tilkynningu frá Myllunni-Ora, sem hefur ekki borist Vísi. Í tilkynningu er haft eftir Kristjáni Theodórssyni, forstjóra félagsins, að í kaupunum felist tækifæri. „Umhverfi íslenskrar matvælaframleiðslu er krefjandi en með þessum kaupum getum við styrkt rekstur Myllunnar-Ora og þannig treyst mikilvægan grundvöll innlendrar matvælaframleiðslu.“ Hefur áður reynt að selja félagið Gunnars ehf. er í fullri eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur en hún tók yfir rekstur þess í kjölfar gjaldþrots Gunnars Majoness hf. árið 2014. Það félag var stofnað árið 1960. Hún hefur undanfarin ár verið með félagið til sölu og árið 2022 náðist samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um kaup á félaginu. Þau kaup voru aftur á móti ógilt af Samkeppniseftirlitinu með vísan til þess að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. Talsverða athygli vakti á sínum tíma hversu langan tíma það tók Samkeppniseftirlitið að komast að niðurstöðu um að stöðva samrunann og hversu ítarleg ákvörðunin var, heilar 130 blaðsíður. Meðal þess sem fram kom í ákvörðuninni var ítarleg greining á því hvað telst til kaldra sósa. Þakkar starfsfólkinu Meðal þeirra sem gagnrýndu málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins var Sævar Þór Jónsson, lögmaður sem sá um söluna fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar. Í tilkynningu nú færir hann starfsfólki Gunnars ehf. þakkir fyrir stuðning og traust í gegnum árin fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar.
Samkeppnismál Matur Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39 Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu. 5. júní 2022 23:44 Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39
Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu. 5. júní 2022 23:44
Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10