Kaup og sala fyrirtækja

Fréttamynd

Gengi Skaga rýkur upp

Gengi hlutabréfa í Skaga, móðurfélagi VÍS og Fossa, hefur hækkað um tíu prósent það sem af er degi. Tilkynnt var í nótt að stjórnir Skaga og Íslandsbanka hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Omnom gjald­þrota og kröfu­hafar uggandi

Vörumerki súkkulaðigerðarinnar Omnom eru komin í eigu Helga Más Gíslasonar, barnabarns Helga Vilhjálmssonar í Góu. Góa hefur þegar tekið yfir framleiðslu súkkulaðsins. Omnom hf. er gjaldþrota og Helgi Már hefur stofnað félagið Omnom ehf. Kröfuhafar sem Vísir hefur rætt við óttast að fá ekkert upp í milljónakröfur í þrotabúið. Skiptastjóri segir mikið verk að gera upp búið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bændaferðir færa sig í skemmti­ferða­siglingar

Ferðaþjónusta bænda hf. einnig þekkt undir vörumerkjunum Bændaferðir og Hey Iceland, hefur nýverið fest kaup á öllu hlutafé Súlu Travel sem sérhæfir sig í skemmtiferðasiglingum á vegum Norwegian Cruise Line (NCL). Norwegian Cruise Line siglir um allan heim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Syndis kaupir sænskt fyrir­tæki

Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur fest kaup á sænska fyrirtækinu IT-Säkerhetsbolaget, sem sagt er eitt traustasta netöryggisfyrirtæki Svíþjóðar. Kaupin eiga að styðja við vöxt Syndis og aukna eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins á Norðurlöndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Murdoch-feðgar verði meðal kaup­enda TikTok

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og sonur hans Lanchan eru sagðir vera í hópi bandarískra fjárfesta sem freista þess að kaupa samfélagsmiðilinn TikTok. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að feðgarnir verði „örugglega“ aðilar að kaupunum sem muni tryggja áframhaldandi aðgang að samfélagsmiðlinum í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Systurfélag ÞG verk­taka kaupir Arnarland

Eigendur Arnarlands ehf., Landey ehf. og Fasteignafélagsins Akurey ehf., hafa ákveðið að ganga til samningaviðræðna við fasteignaþróunarfélagið Arcus ehf. um kaup félagsins á öllu hlutafé Arnarlands, sem á níu hektara land á Arnarneshálsi í Garðabæ. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á svæðinu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Selja hlut sinn í Skógarböðunum

Norðurorka hf., hefur tekið ákvörðun um að setja 4,54 prósenta eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. í opið söluferli. Áhugasömum fjárfestum hefur verið boðið að gera tilboð í hlutinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eignast meiri­hluta í Streifene­der

Embla Medical, móðurfélag Össurar, eignaðist í dag 51 prósenta hlut í þýska stoðtækjafyrirtækinu Streifeneder ortho.production GmbH (“Streifeneder”) eftir að kaupin voru samþykkt af eftirlitsaðilum í Þýskalandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa Gompute

Advania hefur fest kaup á Gompute sem stofnað var árið 2002 og hefur verið í eigu hátæknifyrirtækisins atNorth. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að Gompute sé leiðandi fyrirtækis á sviði gervigreindarinnviða og reksturs ofurtölva (HPC).

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stækka hótelveldið á Suður­landi

Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eftir bestu vitund hvers?

„Djöfullinn leynist í smáatriðunum,“ er frasi sem á oft vel við um lögfræðinga þegar þeir lúslesa samninga og takast á um atriði sem kunna að þykja heldur ómerkileg í augum umbjóðandans. Eitt slíkt atriði sem lögfræðingar hafa gjarnan gaman af því að þræta um eru ábyrgðaryfirlýsingar í samningum um kaup og sölu á félögum.

Umræðan
Fréttamynd

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“

Bankastjóri Íslandsbanka segir mikil vonbrigði að stjórn Kviku hafi ákveðið að ganga til samrunaviðræðna við Arion banka frekar en Íslandsbanka. Í tölvubréfi til starfsmanna segir hann að bankinn hafi teygt sig eins langt og hann gat í tilboði sínu en að sem betur fer séu fleiri fiskar í sjónum en Kvika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sætta sig ekki við höfnun Kviku

Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stöðugur tekju­vöxtur BBA//Fjeldco skilar sér í um 430 milljóna hagnaði

Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements.

Innherji