Kaup og sala fyrirtækja

Fréttamynd

Freista þessa að selja Frum­herja og um fimm milljarða fast­eigna­safn

Frumherji hefur verið sett í formlegt söluferli en eigendur félagsins, sem er umsvifamest á Íslandi á sviði skoðana og prófana á meðal annars bifreiðum, áforma einnig að selja frá sér fasteignasafnið sem telur yfir átta þúsund fermetra. Núverandi hluthafar Frumherja eignuðust fyrirtækið að fullu fyrir fáeinum árum þegar þeir keyptu út meðfjárfesta sína.

Innherji
Fréttamynd

Kaupir Horn III út úr Líflandi

Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, hefur skrifað undir kaupsamning um sölu á helmingshlut í Líflandi. Kaupandi er Þórir Haraldsson, sem fyrir átti helming hlutafjár í félaginu. Með þessum kaupum verður Þórir eini eigandi Líflands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigur­laug selur alla hluti sína í ION Hot­els og fast­eignafélaginu Hengli

Sigurlaug Sverrisdóttir, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ION Hotels undanfarin tólf ár, hefur selt alla hluti sína í félögunum Hengill Fasteignir og ION Hotels. Fyrir söluna átti Sigurlaug um 23 prósenta óbeinan hlut í fasteignafélaginu á meðan hún fór með fjórðungshlut i félaginu sem heldur utan um hótelreksturinn.

Innherji
Fréttamynd

Á­rétta að upp­sagnir geti verið liður í fram­kvæmd sam­runa

Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar frétta af uppsögnum 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent bréf til bæði Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæði Norðlenska þar sem minnt á að stöðva skuli aðgerðir sem tengist samruna kjötvinnslustöðva. Bent er á að uppsagnir á starfsfólki geti verið liður í framkvæmd samruna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björn Brynj­úlfur selur Moodup

Skyggnir, eignarhaldsfélag í upplýsingatækni, hefur keypt allt hlutafé íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup af Birni Brynjólfi Björnssyni, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Moodup þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein

Viðskiptakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir er orðin eini eigandinn að Extraloppunni eftir að hún keypti út hjónin Andra Jónsson og Guðríði Gunnlaugsdóttur sem hafa átt fyrirtækið á móti Brynju frá stofnun fyrirtækisins árið 2019. Brynja þakkar þeim Andra og Guðríði fyrir samstarfið síðustu árin og segir margt spennandi framundan hjá fyrirtækinu, meðal annars er nýtt app á leiðinni sem muni auka þjónustu við viðskiptavinir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björg­ólfur Thor og fé­lagar verða stærstu eig­endur Heima

Gengið hefur verið frá samkomulagi um helstu skilmála um kaup Heima á öllu hlutafé Grósku ehf.og Gróðurhússins ehf.. Gróska ehf. á fasteignina Grósku að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Heildarvirði viðskiptanna er metið á 13,85 milljarða króna. Birgir Már Ragnarsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson verða stærstu eigendur Heima eftir viðskiptin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert verður af kaupunum á Krafti

Styrkás og Kraftur hafa komist að samkomulagi um að fallið verði frá kaupum Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á markaðsskilgreiningar sem félögin töldu að leggja ætti til grundvallar og því var hætt við kaupin og samrunatilkynning afturkölluð.

Innlent
Fréttamynd

Fram­taks­sjóður Stefnis kaupir meiri­hluta hluta­fjár í Inter­net á Ís­landi

Framtakssjóðurinn SÍV IV í rekstri Stefnis hefur náð samkomulagi við hluthafa Internets á Íslandi (ISNIC), sem sér um rekstur .is lénakerfisins, um kaup á meirihluta hlutafjár í félaginu. Stærsti einstaki hluthafinn fór með þrjátíu prósenta eignarhlut fyrir viðskiptin en félagið skilaði yfir tvö hundruð milljóna rekstrarhagnaði á árinu 2023.

Innherji
Fréttamynd

Segir kaup­verðið á Mann­lífi ekki hátt

Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimildin að ganga frá kaupum á Mann­lífi

Ólík sjónarmið eru uppi innan hluthafahóps Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina um að kaupa Mannlíf. Um sannkallaða fjölskyldusameiningu yrði að ræða en hjónin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson stýra Heimildinni á meðan Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, ræður ríkjum á Mannlífi. Stjórnarformaður vonar að viðskiptin gangi í gegn fyrir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd þurfi að sýna að er­lendir fjár­festar séu vel­komnir á Ís­landi

Stjórnandi hjá franska sjóðastýringarfélaginu Ardian, stærsti erlendi innviðafjárfestirinn á Íslandi, segir að stjórnvöld þurfi að gefa út þau skilaboð að alþjóðlegir fjárfestar séu velkomnir hér á landi en þess í stað einkennist viðhorfið fremur af „varðstöðu“ þegar kemur að mögulegri aðkomu þeirra að innviðaverkefnum. Hún telur jafnframt að Samkeppniseftirlitið geti ekki komist að annarri niðurstöðu en að fella niður kvaðir á hendur Mílu, sem Ardian festi kaup á fyrir tveimur árum, á tilteknum mörkuðum enda sé fjarskiptainnviðafélagið ekki lengur með markaðsráðandi stöðu.

Innherji
Fréttamynd

Kapp kaupir banda­rískt fé­lag

Kapp ehf. hefur keypt meirihlutann í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle. Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfrýju stáli og áli fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og matvælafyrirtæki á svæðinu og þjónustar fyrirtæki á borð við American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem eru allt sameiginlegir viðskiptavinir með Kapp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærstu sjóðirnir fallast á til­boð JBT og telja sam­einað fé­lag álit­lega fjár­festingu

Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins, sem ráða sameiginlega yfir eignarhlut í Marel sem nemur vel á annan tug prósenta, staðfesta að þeir muni samþykkja yfirtökutilboðið frá John Bean Technologies. Framkvæmdastjóri LSR undirstrikar að það sé mat sjóðsins að sameinað félag muni áfram vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Innherji