Hinsegin

Fréttamynd

Hvetja til opinnar umræðu án fordóma

Hinseginfélag FG vill í ljósi umræðunnar um bloggskrif Páls Vilhjálmssonar árétta að það að vera hinsegin, trans eða eitthvað annað fellur undir sjálfsögð og eðlileg mannréttindi. Rétturinn til tjáningar á kynvitund, kynhlutverkum og kynhneigð fellur einnig undir sömu réttindi.

Innlent
Fréttamynd

Segir flökku­­sögu um sig sýna hvert um­­ræðan sé komin

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar, segir á­rásir gegn með­limum hin­segin sam­fé­lagsins sem borið hefur á í um­ræðunni undan­farna viku, hafa skorið sig í hjartað. Hún segist sjálf hafa verið við­fangs­efni falskra flökku­sagna um kyn­ferðis­lega mis­notkun barna og segir Ís­lendinga þurfa að á­kveða hvernig sam­fé­lag sitt eigi að vera.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að finna fyrir stuðningi þögla meiri­hlutans

Hinsegin fólk og aðstandendur þeirra komu saman á samstöðufundi í kvöld vegna harðrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Varaformaður Samtakanna '78 segir fundinn hafa verið gríðarlega mikilvægan og það sé gott að finna fyrir stuðningi hins þögla meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Óupplýsti drengurinn sem bað guð um að láta sig ekki vera homma

„Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78' og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni.“ Svona hefst pistill leikarans Bjarna Snæbjörnssonar vegna umræðu um hinsegin fræðslu í skólakerfinu.

Lífið
Fréttamynd

Ég var hinsegin barn

Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78 og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni. Þessi lífsglaði, skapandi og skemmtilegi strákur er hér að koma heim úr sínum fyrsta skóladegi í Grunnskóla Tálknafjarðar haustið 1984, fyrir 39 árum síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Vanda sig

Ég get ekki orða bundist eftir það sem ég er búinn að sjá á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum undanfarna tvo daga. Ég hef séð ótrúlegar aðdróttanir og yfirgengilega hinseginfóbíu, sem virðist því miður hafa grasserað undir sléttu og felldu yfirborðinu allan tímann að einhverju marki.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er gríðarlegt högg“

Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir það gríðarlegt högg að sjá að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Hann kveðst þó vongóður um að því fáist breytt, verkefni samtakanna haldi áfram að stækka líkt og umræðan síðustu daga sýni fram á.

Innlent
Fréttamynd

Kyn­fræðsla- hvað felst í henni?

Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­tökin '78 hafi ekkert að gera með kyn­fræðslu

Fræðslu­stýra Sam­takanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í um­ræðum um kyn­fræðslu barna og ung­linga á sam­fé­lags­miðlum síðustu daga að sam­tökin fari með kyn­fræðslu í grunn­skólum. Heitar um­ræður hafa skapast um kyn­fræðslu barna í grunn­skólum og skjá­skot úr kennslu­efni sett fram á mis­vísandi hátt.

Innlent
Fréttamynd

Sam­tökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er

Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 

Innlent
Fréttamynd

Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu

Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. 

Innlent
Fréttamynd

Hinsegin fólk á flótta

Þegar ég hóf störf hjá Samtökunum ‘78, fyrir um ári síðan, hafði ég enga beina tengingu við fólk á flótta. Það eina sem ég vissi var það sem ég sá í fréttatímum og heyrði í umræðum á kaffistofunni.

Skoðun
Fréttamynd

Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt

„Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“

Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til.

Skoðun
Fréttamynd

Ertu anti-woke eða er þetta rétt í nösunum á þér?

Hugtakið ,,woke“ hefur verið til í mörg ár. Það vísar til þess að vera meðvitaður um og ögra kerfisbundnum kynþáttafordómum, kynjamisrétti, misréttlæti gegn fólki með andleg veikindi, hinsegin fóbíu og annars konar kúgun. Að vera woke snýst um að viðurkenna að þessi kerfi eru til og að þau hafi neikvæð áhrif á líf fólks. Þetta snýst líka um að vera reiðubúinn að grípa til aðgerða til að taka þessi kerfi í sundur.

Skoðun