Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 12:40 Guðrún segir að kirkjan hafi dregið lappirnar í því að fagna fjölbreytileikanum, og að hún skuldi hinsegin samfélaginu töluvert. Biskupsstofa Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir að árið sem dóttir hennar kom út sem trans stelpa hafi verið mjög erfiður tími, en löng bið var eftir meðferð hjá transteyminu og vanlíðan barnsins mikil. Þá segir hún að kirkjan hafi dregið lappirnar óhóflega í að fagna fjölbreytileikanum og segir hana skulda hinsegin samfélaginu töluvert. Guðrún var í löngu hátíðarviðtali við Þórdísi Valsdóttur á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var meðal annars um trúmál og hlutverk kirkjunnar í samfélaginu. Hinsegin málin alltaf mikilvæg Málefni hinsegin fólks hafa alltaf skipt Guðrúnu miklu máli, og mannréttindi í víðum skilningi. Hún segist hafa brunnið fyrir þessum málefnum áður en hún vissi að nokkur í kringum hana væri hinsegin, en dóttir hennar kom út sem trans rétt eftir fermingu. „Þannig það er ekki eitthvað sem gerðist bara eftir að ég eignaðist barn sem er hinsegin. Aftur á móti er það samt sem áður þannig að þegar það snertir þig og þitt persónulega líf, þá náttúrulega skiptir þetta þig meira máli vegna þess að þér þykir vænt um manneskjuna, þá líka ertu bara meira inni í því,“ segir Guðrún. Allar manneskjur séu skapaðar í guðs mynd og séu allar jafnmikið elskaðar. „Það er hlutverk kirkjunnar eins og það var hlutverk Jesú krists að reisa allar manneskjur við og standa með þeim sem af einhverjum ástæðum verða undir,“ segir Guðrún. Áfall að komast að því að barninu líði ekki vel Guðrún segir að árið sem dóttir hennar kom úr skápnum hafi verið erfitt, sérstaklega hafi ein önn verið mjög erfið. „Það var náttúrulega svolítið áfall að komast að því að barninu þínu líði ekki nógu vel, og að barnið þitt muni lifa lífi sem að verður altlaf flókið. Það er erfitt fyrir foreldra, en auðvitað er þetta bara fyrst og fremst flókið fyrir barnið,“ segir Guðrún. Vanlíðan barnsins hafi verið það langerfiðasta í ferlinu. Guðrún segist hafa leitað sér aðstoðar hjá trúnaðarvinum og hjá Samtökunum 78. Þar sé hópur fyrir foreldra trans barna, hún segir það hafa hjálpað mjög mikið að hitta foreldra annarra trans barna. Einnig hafi verið verulega erfitt að bíða eftir því að komast að hjá trans teyminu, til að fá þá aðstoð sem þurfti. „Lífið snerist um það í næstum því ár, að komast inn í þetta teymi. Þessi bið er bara algjörlega hræðilega erfið, hún er alltof löng. Þegar hún var komin inn í teymið þá varð allt miklu betra, vegna þess að þetta teymi er algjörlega frábært, og aðstoðin sem þau fá er svo góð, á allan hátt. Þar fara þau í gegnum greiningar og það er virkilega reynt að ganga úr skugga um það að þau séu raunverulega trans.“ Guðrún segir að yfirleitt sé hún þolinmóð týpa og bíði róleg í röðinni, en þarna hafi hún verið að hringja og spyrja: „Halló, er ekkert að fara koma að henni?“ „Ég varð alveg ljónynjumamman sem að gerði það sem hún þurfti til að hjálpa barninu.“ Erfitt að fylgjast með þróuninni erlendis Guðrún segir að ýmis teikn séu á lofti um að staða hinsegin mála sé ekki alveg eins og hún á að vera á Íslandi, og staðan hvað þau mál varðar, og kvenréttindi líka,sé ekkert sérstaklega góð á mörgum stöðum í heiminum. Þá sé hún að hugsa til dæmis um Bandaríkin og Austur-Evrópu. Þá finnst henni einnig erfitt að fylgjast með þróuninni í Bretlandi, þar sem búið er að banna það að börn undir 18 ára fái kynþroskabælandi lyfjameðferðir, sem hún segir skipta mjög miklu máli. „Ég er mjög hrædd við að pólitíkusar taki einhverjar ákvarðanir án þess að það sé faglega og raunverulega vel gert. Það er náttúrulega þannig að það er ekki búið að rannsaka mjög marga hluti nægilega vel, við vitum það alveg. En mín reynsla af geðdeildinni hér er að þetta sé alveg ofboðslega faglega unnið,“ segir Guðrún. Hún segir að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni, og það sé góð regla að hafa ekki skoðun á lífi fólks nema þú getir sett þig í þeirra spor. Trúin í hjarta hvers og eins Guðrún segir að biblían segi fólki ekki að þau eigi að trúa á einn ákveðinn hátt. hún sé samansafn fjölda bóka, sem hafi að fyrst og fremst að geyma reynslu fólks af guði, og síðan Jesú kristi. „Þetta er ekki leiðbeiningabók um það hvernig við eigum að trúa. Hver einasta manneskja hefur rétt á að trúa eins og hún vill, því að trúin er í þínu hjarta. Það er það sem stýrir þinni trú raunverulega.“ Þjóðkirkjan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Guðrún var í löngu hátíðarviðtali við Þórdísi Valsdóttur á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var meðal annars um trúmál og hlutverk kirkjunnar í samfélaginu. Hinsegin málin alltaf mikilvæg Málefni hinsegin fólks hafa alltaf skipt Guðrúnu miklu máli, og mannréttindi í víðum skilningi. Hún segist hafa brunnið fyrir þessum málefnum áður en hún vissi að nokkur í kringum hana væri hinsegin, en dóttir hennar kom út sem trans rétt eftir fermingu. „Þannig það er ekki eitthvað sem gerðist bara eftir að ég eignaðist barn sem er hinsegin. Aftur á móti er það samt sem áður þannig að þegar það snertir þig og þitt persónulega líf, þá náttúrulega skiptir þetta þig meira máli vegna þess að þér þykir vænt um manneskjuna, þá líka ertu bara meira inni í því,“ segir Guðrún. Allar manneskjur séu skapaðar í guðs mynd og séu allar jafnmikið elskaðar. „Það er hlutverk kirkjunnar eins og það var hlutverk Jesú krists að reisa allar manneskjur við og standa með þeim sem af einhverjum ástæðum verða undir,“ segir Guðrún. Áfall að komast að því að barninu líði ekki vel Guðrún segir að árið sem dóttir hennar kom úr skápnum hafi verið erfitt, sérstaklega hafi ein önn verið mjög erfið. „Það var náttúrulega svolítið áfall að komast að því að barninu þínu líði ekki nógu vel, og að barnið þitt muni lifa lífi sem að verður altlaf flókið. Það er erfitt fyrir foreldra, en auðvitað er þetta bara fyrst og fremst flókið fyrir barnið,“ segir Guðrún. Vanlíðan barnsins hafi verið það langerfiðasta í ferlinu. Guðrún segist hafa leitað sér aðstoðar hjá trúnaðarvinum og hjá Samtökunum 78. Þar sé hópur fyrir foreldra trans barna, hún segir það hafa hjálpað mjög mikið að hitta foreldra annarra trans barna. Einnig hafi verið verulega erfitt að bíða eftir því að komast að hjá trans teyminu, til að fá þá aðstoð sem þurfti. „Lífið snerist um það í næstum því ár, að komast inn í þetta teymi. Þessi bið er bara algjörlega hræðilega erfið, hún er alltof löng. Þegar hún var komin inn í teymið þá varð allt miklu betra, vegna þess að þetta teymi er algjörlega frábært, og aðstoðin sem þau fá er svo góð, á allan hátt. Þar fara þau í gegnum greiningar og það er virkilega reynt að ganga úr skugga um það að þau séu raunverulega trans.“ Guðrún segir að yfirleitt sé hún þolinmóð týpa og bíði róleg í röðinni, en þarna hafi hún verið að hringja og spyrja: „Halló, er ekkert að fara koma að henni?“ „Ég varð alveg ljónynjumamman sem að gerði það sem hún þurfti til að hjálpa barninu.“ Erfitt að fylgjast með þróuninni erlendis Guðrún segir að ýmis teikn séu á lofti um að staða hinsegin mála sé ekki alveg eins og hún á að vera á Íslandi, og staðan hvað þau mál varðar, og kvenréttindi líka,sé ekkert sérstaklega góð á mörgum stöðum í heiminum. Þá sé hún að hugsa til dæmis um Bandaríkin og Austur-Evrópu. Þá finnst henni einnig erfitt að fylgjast með þróuninni í Bretlandi, þar sem búið er að banna það að börn undir 18 ára fái kynþroskabælandi lyfjameðferðir, sem hún segir skipta mjög miklu máli. „Ég er mjög hrædd við að pólitíkusar taki einhverjar ákvarðanir án þess að það sé faglega og raunverulega vel gert. Það er náttúrulega þannig að það er ekki búið að rannsaka mjög marga hluti nægilega vel, við vitum það alveg. En mín reynsla af geðdeildinni hér er að þetta sé alveg ofboðslega faglega unnið,“ segir Guðrún. Hún segir að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni, og það sé góð regla að hafa ekki skoðun á lífi fólks nema þú getir sett þig í þeirra spor. Trúin í hjarta hvers og eins Guðrún segir að biblían segi fólki ekki að þau eigi að trúa á einn ákveðinn hátt. hún sé samansafn fjölda bóka, sem hafi að fyrst og fremst að geyma reynslu fólks af guði, og síðan Jesú kristi. „Þetta er ekki leiðbeiningabók um það hvernig við eigum að trúa. Hver einasta manneskja hefur rétt á að trúa eins og hún vill, því að trúin er í þínu hjarta. Það er það sem stýrir þinni trú raunverulega.“
Þjóðkirkjan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira