Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 12:40 Guðrún segir að kirkjan hafi dregið lappirnar í því að fagna fjölbreytileikanum, og að hún skuldi hinsegin samfélaginu töluvert. Biskupsstofa Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir að árið sem dóttir hennar kom út sem trans stelpa hafi verið mjög erfiður tími, en löng bið var eftir meðferð hjá transteyminu og vanlíðan barnsins mikil. Þá segir hún að kirkjan hafi dregið lappirnar óhóflega í að fagna fjölbreytileikanum og segir hana skulda hinsegin samfélaginu töluvert. Guðrún var í löngu hátíðarviðtali við Þórdísi Valsdóttur á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var meðal annars um trúmál og hlutverk kirkjunnar í samfélaginu. Hinsegin málin alltaf mikilvæg Málefni hinsegin fólks og mannréttindi í víðum skilningi hafa alltaf skipt Guðrúnu miklu máli. Hún segist hafa brunnið fyrir þessum málefnum áður en hún vissi að nokkur í kringum hana væri hinsegin, en dóttir hennar kom út sem trans rétt eftir fermingu. „Þannig það er ekki eitthvað sem gerðist bara eftir að ég eignaðist barn sem er hinsegin. Aftur á móti er það samt sem áður þannig að þegar það snertir þig og þitt persónulega líf, þá náttúrulega skiptir þetta þig meira máli vegna þess að þér þykir vænt um manneskjuna, þá líka ertu bara meira inni í því,“ segir Guðrún. Allar manneskjur séu skapaðar í guðs mynd og allar jafnmikið elskaðar. „Það er hlutverk kirkjunnar eins og það var hlutverk Jesú krists að reisa allar manneskjur við og standa með þeim sem af einhverjum ástæðum verða undir,“ segir Guðrún. Áfall að komast að því að barninu líði ekki vel Guðrún segir að árið sem dóttir hennar kom úr skápnum hafi verið erfitt, sérstaklega hafi ein önn verið mjög erfið. „Það var náttúrulega svolítið áfall að komast að því að barninu þínu líði ekki nógu vel, og að barnið þitt muni lifa lífi sem að verður alltaf flókið. Það er erfitt fyrir foreldra, en auðvitað er þetta bara fyrst og fremst flókið fyrir barnið,“ segir Guðrún. Vanlíðan barnsins hafi verið það langerfiðasta í ferlinu. Guðrún segist hafa leitað sér aðstoðar hjá trúnaðarvinum og hjá Samtökunum 78. Þar sé hópur fyrir foreldra trans barna, hún segir það hafa hjálpað mjög mikið að hitta foreldra annarra trans barna. Einnig hafi verið verulega erfitt að bíða eftir því að komast að hjá trans teyminu, til að fá þá aðstoð sem þurfti. „Lífið snerist um það í næstum því ár, að komast inn í þetta teymi. Þessi bið er bara algjörlega hræðilega erfið, hún er alltof löng. Þegar hún var komin inn í teymið þá varð allt miklu betra, vegna þess að þetta teymi er algjörlega frábært, og aðstoðin sem þau fá er svo góð, á allan hátt. Þar fara þau í gegnum greiningar og það er virkilega reynt að ganga úr skugga um það að þau séu raunverulega trans.“ Guðrún segir að yfirleitt sé hún þolinmóð týpa og bíði róleg í röðinni, en þarna hafi hún verið að hringja og spyrja: „Halló, er ekkert að fara koma að henni?“ „Ég varð alveg ljónynjumamman sem að gerði það sem hún þurfti til að hjálpa barninu.“ Erfitt að fylgjast með þróuninni erlendis Guðrún segir að ýmis teikn séu á lofti um að staða hinsegin mála sé ekki alveg eins og hún á að vera á Íslandi, og staðan hvað þau mál varðar, og kvenréttindi líka,sé ekkert sérstaklega góð á mörgum stöðum í heiminum. Þá sé hún að hugsa til dæmis um Bandaríkin og Austur-Evrópu. Þá finnst henni einnig erfitt að fylgjast með þróuninni í Bretlandi, þar sem búið er að banna það að börn undir 18 ára fái kynþroskabælandi lyfjameðferðir, sem hún segir skipta mjög miklu máli. „Ég er mjög hrædd við að pólitíkusar taki einhverjar ákvarðanir án þess að það sé faglega og raunverulega vel gert. Það er náttúrulega þannig að það er ekki búið að rannsaka mjög marga hluti nægilega vel, við vitum það alveg. En mín reynsla af geðdeildinni hér er að þetta sé alveg ofboðslega faglega unnið,“ segir Guðrún. Hún segir að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni, og það sé góð regla að hafa ekki skoðun á lífi fólks nema þú getir sett þig í þeirra spor. Trúin í hjarta hvers og eins Guðrún segir að biblían segi fólki ekki að þau eigi að trúa á einn ákveðinn hátt. Hún sé samansafn fjölda bóka, sem hafi fyrst og fremst að geyma reynslu fólks af guði, og síðan Jesú kristi. „Þetta er ekki leiðbeiningabók um það hvernig við eigum að trúa. Hver einasta manneskja hefur rétt á að trúa eins og hún vill, því að trúin er í þínu hjarta. Það er það sem stýrir þinni trú raunverulega.“ Áskorun að halda sessi kirkjunnar í samfélaginu Guðrún segir að það sé áskorun á öllum tímum að halda fólki í kirkjunni og ná til yngra fólks til dæmis. Hins vegar séu fréttir um flótta úr kirkjunni áhugaverðar. Fréttir um minnkandi hlutfall landsmanna sem skráðir eru í kirkjuna haldist til dæmis í hendur við fjölgun erlendra ríkisborgara á landinu, sem séu margir í öðrum trúfélögum. Pólverjar séu til dæmis kaþólskir. Þá hafi lögum verið breytt fyrir einhverjum árum á þann veg að börn séu ekki skráð sjálfkrafa í þjóðkirkjuna þegar þau fæðast, nema báðir foreldrar séu skráðir. Nú beri talsvert á því að fólk sem heldur að þau séu í þjóðkirkjunni leiti til hennar vegna athafna, en við athugun kemur í ljós að þau eru ekki skráð. „Það var alveg langt tímabil þar sem kirkjan var ekkert endilega að fylgjast með þessu. En í Þjóðkirkjunni eru eftir sem áður 225 þúsund manns, og þetta eru langlangstærstu félagssamtök á Íslandi,“ segir Guðrún. Þjóðkirkjan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Guðrún var í löngu hátíðarviðtali við Þórdísi Valsdóttur á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var meðal annars um trúmál og hlutverk kirkjunnar í samfélaginu. Hinsegin málin alltaf mikilvæg Málefni hinsegin fólks og mannréttindi í víðum skilningi hafa alltaf skipt Guðrúnu miklu máli. Hún segist hafa brunnið fyrir þessum málefnum áður en hún vissi að nokkur í kringum hana væri hinsegin, en dóttir hennar kom út sem trans rétt eftir fermingu. „Þannig það er ekki eitthvað sem gerðist bara eftir að ég eignaðist barn sem er hinsegin. Aftur á móti er það samt sem áður þannig að þegar það snertir þig og þitt persónulega líf, þá náttúrulega skiptir þetta þig meira máli vegna þess að þér þykir vænt um manneskjuna, þá líka ertu bara meira inni í því,“ segir Guðrún. Allar manneskjur séu skapaðar í guðs mynd og allar jafnmikið elskaðar. „Það er hlutverk kirkjunnar eins og það var hlutverk Jesú krists að reisa allar manneskjur við og standa með þeim sem af einhverjum ástæðum verða undir,“ segir Guðrún. Áfall að komast að því að barninu líði ekki vel Guðrún segir að árið sem dóttir hennar kom úr skápnum hafi verið erfitt, sérstaklega hafi ein önn verið mjög erfið. „Það var náttúrulega svolítið áfall að komast að því að barninu þínu líði ekki nógu vel, og að barnið þitt muni lifa lífi sem að verður alltaf flókið. Það er erfitt fyrir foreldra, en auðvitað er þetta bara fyrst og fremst flókið fyrir barnið,“ segir Guðrún. Vanlíðan barnsins hafi verið það langerfiðasta í ferlinu. Guðrún segist hafa leitað sér aðstoðar hjá trúnaðarvinum og hjá Samtökunum 78. Þar sé hópur fyrir foreldra trans barna, hún segir það hafa hjálpað mjög mikið að hitta foreldra annarra trans barna. Einnig hafi verið verulega erfitt að bíða eftir því að komast að hjá trans teyminu, til að fá þá aðstoð sem þurfti. „Lífið snerist um það í næstum því ár, að komast inn í þetta teymi. Þessi bið er bara algjörlega hræðilega erfið, hún er alltof löng. Þegar hún var komin inn í teymið þá varð allt miklu betra, vegna þess að þetta teymi er algjörlega frábært, og aðstoðin sem þau fá er svo góð, á allan hátt. Þar fara þau í gegnum greiningar og það er virkilega reynt að ganga úr skugga um það að þau séu raunverulega trans.“ Guðrún segir að yfirleitt sé hún þolinmóð týpa og bíði róleg í röðinni, en þarna hafi hún verið að hringja og spyrja: „Halló, er ekkert að fara koma að henni?“ „Ég varð alveg ljónynjumamman sem að gerði það sem hún þurfti til að hjálpa barninu.“ Erfitt að fylgjast með þróuninni erlendis Guðrún segir að ýmis teikn séu á lofti um að staða hinsegin mála sé ekki alveg eins og hún á að vera á Íslandi, og staðan hvað þau mál varðar, og kvenréttindi líka,sé ekkert sérstaklega góð á mörgum stöðum í heiminum. Þá sé hún að hugsa til dæmis um Bandaríkin og Austur-Evrópu. Þá finnst henni einnig erfitt að fylgjast með þróuninni í Bretlandi, þar sem búið er að banna það að börn undir 18 ára fái kynþroskabælandi lyfjameðferðir, sem hún segir skipta mjög miklu máli. „Ég er mjög hrædd við að pólitíkusar taki einhverjar ákvarðanir án þess að það sé faglega og raunverulega vel gert. Það er náttúrulega þannig að það er ekki búið að rannsaka mjög marga hluti nægilega vel, við vitum það alveg. En mín reynsla af geðdeildinni hér er að þetta sé alveg ofboðslega faglega unnið,“ segir Guðrún. Hún segir að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni, og það sé góð regla að hafa ekki skoðun á lífi fólks nema þú getir sett þig í þeirra spor. Trúin í hjarta hvers og eins Guðrún segir að biblían segi fólki ekki að þau eigi að trúa á einn ákveðinn hátt. Hún sé samansafn fjölda bóka, sem hafi fyrst og fremst að geyma reynslu fólks af guði, og síðan Jesú kristi. „Þetta er ekki leiðbeiningabók um það hvernig við eigum að trúa. Hver einasta manneskja hefur rétt á að trúa eins og hún vill, því að trúin er í þínu hjarta. Það er það sem stýrir þinni trú raunverulega.“ Áskorun að halda sessi kirkjunnar í samfélaginu Guðrún segir að það sé áskorun á öllum tímum að halda fólki í kirkjunni og ná til yngra fólks til dæmis. Hins vegar séu fréttir um flótta úr kirkjunni áhugaverðar. Fréttir um minnkandi hlutfall landsmanna sem skráðir eru í kirkjuna haldist til dæmis í hendur við fjölgun erlendra ríkisborgara á landinu, sem séu margir í öðrum trúfélögum. Pólverjar séu til dæmis kaþólskir. Þá hafi lögum verið breytt fyrir einhverjum árum á þann veg að börn séu ekki skráð sjálfkrafa í þjóðkirkjuna þegar þau fæðast, nema báðir foreldrar séu skráðir. Nú beri talsvert á því að fólk sem heldur að þau séu í þjóðkirkjunni leiti til hennar vegna athafna, en við athugun kemur í ljós að þau eru ekki skráð. „Það var alveg langt tímabil þar sem kirkjan var ekkert endilega að fylgjast með þessu. En í Þjóðkirkjunni eru eftir sem áður 225 þúsund manns, og þetta eru langlangstærstu félagssamtök á Íslandi,“ segir Guðrún.
Þjóðkirkjan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira