Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:18 Sarah McBride og Nancy Mace. Getty Sarah McBride, fyrsta trans manneskjan til að vera kjörin á bandaríska þingið, sætir nú aðför af hálfu kollega sinna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Nancy Mace frá Suður-Karólínu hyggst leggja fram tillögur að reglum um að banna trans konum að nota baðherbergi og skiptiklefa þinghússins fyrir konur. Samkvæmt New York Times hefur Mace, sem er Repúblikani, verið afar opin með það að tillögur hennar beinist bókstaflega gegn Demókratamnum McBride. „Sarah McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði hún við blaðamenn á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Mace sagði McBride ekki eiga heim í rýmum fyrir konur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sem sjálfur er Repúblikani, hefur átt í mestu vandræðum með að svara því hvernig hann hyggst taka á málinu og hvorki svarað því af eða á hvort hann hyggst leggja tillögur Mace fram. I never thought we would need a sign for this, but women's restrooms are for BIOLOGICAL women. Not men. pic.twitter.com/42lOMhqHFT— Rep. Nancy Mace (@RepNancyMace) November 19, 2024 „Ég ætla ekki að taka þátt í kjánalegum umræðum um þetta,“ svaraði Johnson aðspurður á blaðamannafundi. Hann sagði nýja stöðu komna upp sem taka þyrfti á. Seinna sagði hann við blaðamenn: „Maður er maður og kona er kona. Og maður getur ekki orðið kona. Að því sögðu þá er það mín trú að við eigum að koma fram við alla af virðingu. Við getum gert bæði á sama tíma.“ McBride hefur ekki viljað svara spurningum um málið en sagðist á samfélagsmiðlum vonast til þess að kollegar hennar gætu fundið það hjá sér að gera eins og aðrir Bandaríkjamenn og starfa við hlið annarra hvers saga væri ólík þeirra eigin. Aðrir þingmenn Repúblikana hafa tekið undir með Mace en félagar McBride í Demókrataflokknum komið henni til varna. Þingmaðurinn Melanie Stansbury frá Nýju-Mexíkó komst við þegar hún sagði framgöngu Repúblikana hafa áhrif á milljónir hinsegin fólks sem væri uggandi um stöðu sína eftir kosningarnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Samkvæmt New York Times hefur Mace, sem er Repúblikani, verið afar opin með það að tillögur hennar beinist bókstaflega gegn Demókratamnum McBride. „Sarah McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði hún við blaðamenn á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Mace sagði McBride ekki eiga heim í rýmum fyrir konur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sem sjálfur er Repúblikani, hefur átt í mestu vandræðum með að svara því hvernig hann hyggst taka á málinu og hvorki svarað því af eða á hvort hann hyggst leggja tillögur Mace fram. I never thought we would need a sign for this, but women's restrooms are for BIOLOGICAL women. Not men. pic.twitter.com/42lOMhqHFT— Rep. Nancy Mace (@RepNancyMace) November 19, 2024 „Ég ætla ekki að taka þátt í kjánalegum umræðum um þetta,“ svaraði Johnson aðspurður á blaðamannafundi. Hann sagði nýja stöðu komna upp sem taka þyrfti á. Seinna sagði hann við blaðamenn: „Maður er maður og kona er kona. Og maður getur ekki orðið kona. Að því sögðu þá er það mín trú að við eigum að koma fram við alla af virðingu. Við getum gert bæði á sama tíma.“ McBride hefur ekki viljað svara spurningum um málið en sagðist á samfélagsmiðlum vonast til þess að kollegar hennar gætu fundið það hjá sér að gera eins og aðrir Bandaríkjamenn og starfa við hlið annarra hvers saga væri ólík þeirra eigin. Aðrir þingmenn Repúblikana hafa tekið undir með Mace en félagar McBride í Demókrataflokknum komið henni til varna. Þingmaðurinn Melanie Stansbury frá Nýju-Mexíkó komst við þegar hún sagði framgöngu Repúblikana hafa áhrif á milljónir hinsegin fólks sem væri uggandi um stöðu sína eftir kosningarnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira