Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Ynda Eldborg skrifa 25. nóvember 2024 16:51 Öll börn eiga að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig þau skilgreina sig. Ofbeldi, útskúfun og áreitni í garð barna á aldrei að líðast. Við þurfum samhent þjóðarátak til að uppræta fordóma, og ofbeldi í garð hinsegin fólks, sérstaklega trans fólks í okkar samfélagi. Ísland státar sig af því á alþjóðavettvangi að vera regnbogaparadís. Þó svo að það sé ákveðinn stuðningur fólginn í því að mála regnbogagötur og mæta með fána í Pride göngur þá þarf það jafnframt að vera metnaðarmál almennings og stjórnvalda hverju sinni að ráðast í nauðsynlegar kerfislegar og samfélagslegar breytingar sem bæta líf og tilveru allra. Það á vera pláss fyrir öll börn og ungmenni í okkar samfélagi. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að bæta stöðu trans fólks t.d. með lögum um kynrænt sjálfræði og lögum um atvinnuöryggi trans fólks en mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í stjórnartíð Vinstri grænna. Lög um kynrænt sjálfræði eru mikilvæg réttarbót sem við verðum að standa vörð um. Þó svo að reglugerð um sérklefa hafi verið sett fyrr á þessu ári þá er mikilvægt að ganga enn lengra þannig að ákvæði um sérklefa nái lika til skólahúsnæðis, allra opinberra stofnana sem og eldri íþróttamannvirkja. Staðan í dag er óboðleg og það er ekki í lagi að börn séu látin nýta skúringakompur sem skiptiklefa. Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, ekki síst trans fólks undanfarin ár. Það er sorglegt að heyra málflutning stjórnmála fólks og flokka sem vilja afnema lögin um kynrænt sjálfræði og útiloka skilning á málefnum trans fólks úr allri fræðslu og samfélagslegri umræðu. Mikilvægt er því að tryggja fullnægjandi aðgang að kynstaðfestandi meðferð s.s. hormóna blokkerum og kross hormónum fyrir börn og ungmenni. Einnig er mikilvægt að styðja betur við aðstandendur trans barna og ungmenna en nú er gert. Aukin hatursorðræða, áreitni og ofbeldi í gegn trans börnum og ungmennum á ekki að líðast í okkar samfélagi. Mikilvægt er að setja skýran lagaramma utan um hatursorðræðu og hatursglæpi. Grundvallaratriði er að bæta alla þjónustu við trans börn og ungmenni, foreldra þeirra og forsjáraðila. Langir biðlistar hjá transteymi barna og ójafnt aðgengi vegna búsetu er áhyggjuefni. Stöndum með trans börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra í komandi Alþingiskosningum, kjósum Vinstri græn sem hafa sýnt það í verki að þau láta sig varða málefni allra barna. Velferð trans barna er í húfi! Höfundar eru baráttukonur fyrir réttindum og öryggi transbarna og eru í framboði fyrir Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæmum Norður og Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Hinsegin Málefni trans fólks Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eiga að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig þau skilgreina sig. Ofbeldi, útskúfun og áreitni í garð barna á aldrei að líðast. Við þurfum samhent þjóðarátak til að uppræta fordóma, og ofbeldi í garð hinsegin fólks, sérstaklega trans fólks í okkar samfélagi. Ísland státar sig af því á alþjóðavettvangi að vera regnbogaparadís. Þó svo að það sé ákveðinn stuðningur fólginn í því að mála regnbogagötur og mæta með fána í Pride göngur þá þarf það jafnframt að vera metnaðarmál almennings og stjórnvalda hverju sinni að ráðast í nauðsynlegar kerfislegar og samfélagslegar breytingar sem bæta líf og tilveru allra. Það á vera pláss fyrir öll börn og ungmenni í okkar samfélagi. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að bæta stöðu trans fólks t.d. með lögum um kynrænt sjálfræði og lögum um atvinnuöryggi trans fólks en mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í stjórnartíð Vinstri grænna. Lög um kynrænt sjálfræði eru mikilvæg réttarbót sem við verðum að standa vörð um. Þó svo að reglugerð um sérklefa hafi verið sett fyrr á þessu ári þá er mikilvægt að ganga enn lengra þannig að ákvæði um sérklefa nái lika til skólahúsnæðis, allra opinberra stofnana sem og eldri íþróttamannvirkja. Staðan í dag er óboðleg og það er ekki í lagi að börn séu látin nýta skúringakompur sem skiptiklefa. Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, ekki síst trans fólks undanfarin ár. Það er sorglegt að heyra málflutning stjórnmála fólks og flokka sem vilja afnema lögin um kynrænt sjálfræði og útiloka skilning á málefnum trans fólks úr allri fræðslu og samfélagslegri umræðu. Mikilvægt er því að tryggja fullnægjandi aðgang að kynstaðfestandi meðferð s.s. hormóna blokkerum og kross hormónum fyrir börn og ungmenni. Einnig er mikilvægt að styðja betur við aðstandendur trans barna og ungmenna en nú er gert. Aukin hatursorðræða, áreitni og ofbeldi í gegn trans börnum og ungmennum á ekki að líðast í okkar samfélagi. Mikilvægt er að setja skýran lagaramma utan um hatursorðræðu og hatursglæpi. Grundvallaratriði er að bæta alla þjónustu við trans börn og ungmenni, foreldra þeirra og forsjáraðila. Langir biðlistar hjá transteymi barna og ójafnt aðgengi vegna búsetu er áhyggjuefni. Stöndum með trans börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra í komandi Alþingiskosningum, kjósum Vinstri græn sem hafa sýnt það í verki að þau láta sig varða málefni allra barna. Velferð trans barna er í húfi! Höfundar eru baráttukonur fyrir réttindum og öryggi transbarna og eru í framboði fyrir Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæmum Norður og Suður.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun