Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. október 2024 13:02 Shawn Mendes ræddi af mikilli einlægni við aðdáendur sína á tónleikum á dögunum. Wagner Meier/Getty Images Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes opnaði sig á dögunum um innri ferðalag sitt í átt að því að skilja betur hver hann er. Mendes skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum og hefur verið í samböndum með stórstjörnum á borð við Camilu Cabello og Hailey Bieber. Stjarnan opnaði sig við aðdáendur sína á dögunum á tónleikum í Colorado þar sem hann sagðist enn vera að finna út úr kynhneigð sinni. Í kjölfarið flutti hann nýja lagið sitt The Mountain þar sem hann syngur um þessar pælingar annarra um kynhneigð hans. „Ég var mjög ungur þegar ferilinn minn fór á flug. Í fullri hreinskilni þá fékk ég ekki að gera mikið af hlutum sem fimmtán ára krakkar gera venjulega og ég fékk ekki að uppgötva ýmsar hliðar á mér sem margir unglingar ná að gera.“ View this post on Instagram A post shared by Shawn Mendes (@shawnmendes) Mendes sagði sömuleiðis að kynhneigð hans hafi gjarnan verið umræðuefni hjá almenningi í gegnum árin. „Fólk hefur verið að ræða um þetta í svo langan tíma. Mér finnst það hálf kjánalegt því mér finnst kynhneigð svo fallega marglaga fyrirbæri sem er mjög erfitt að setja í afmarkað box. Þá bætir hann við að umræðan hafi oft verið yfirþyrmandi og farið yfir hans persónulegu mörk og sagði að hann væri sjálfur enn í dag að reyna að skilja eigin tilfinningar. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að skilja betur og ég á enn í dag eftir að átta mig betur á þessu. Það var því ótrúlega mikilvægt fyrir mér að geta skrifað þetta lag The Mountain því það var eins og ég fengi tækifæri til þess að ræða þetta á minn einlæga hátt. Ég held að ég sé bara að tala opinskátt um þetta núna því mig langar að komast nær öllum og einfaldlega bara fá að sitja í mínum sannleika. Og sannleikurinn um líf mitt og kynhneigð er að ég er bara að reyna að finna út úr því eins og allir aðrir. Ég skil sjálfan mig ekki stundum en stundum veit ég nákvæmlega hver ég er. Það getur verið mjög óhugnanlegt því við lifum í samfélagi sem hefur miklar skoðanir á persónulegu lífi fólks. Ég er bara að reyna að vera hugrakkur, að leyfa mér að vera mennskur og finna fyrir tilfinningunum. Það er í raun það eina sem ég vil segja um þetta núna.“ Hér má heyra lagið The Mountain með Shawn Mendes: Hollywood Hinsegin Tónlist Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Í kjölfarið flutti hann nýja lagið sitt The Mountain þar sem hann syngur um þessar pælingar annarra um kynhneigð hans. „Ég var mjög ungur þegar ferilinn minn fór á flug. Í fullri hreinskilni þá fékk ég ekki að gera mikið af hlutum sem fimmtán ára krakkar gera venjulega og ég fékk ekki að uppgötva ýmsar hliðar á mér sem margir unglingar ná að gera.“ View this post on Instagram A post shared by Shawn Mendes (@shawnmendes) Mendes sagði sömuleiðis að kynhneigð hans hafi gjarnan verið umræðuefni hjá almenningi í gegnum árin. „Fólk hefur verið að ræða um þetta í svo langan tíma. Mér finnst það hálf kjánalegt því mér finnst kynhneigð svo fallega marglaga fyrirbæri sem er mjög erfitt að setja í afmarkað box. Þá bætir hann við að umræðan hafi oft verið yfirþyrmandi og farið yfir hans persónulegu mörk og sagði að hann væri sjálfur enn í dag að reyna að skilja eigin tilfinningar. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að skilja betur og ég á enn í dag eftir að átta mig betur á þessu. Það var því ótrúlega mikilvægt fyrir mér að geta skrifað þetta lag The Mountain því það var eins og ég fengi tækifæri til þess að ræða þetta á minn einlæga hátt. Ég held að ég sé bara að tala opinskátt um þetta núna því mig langar að komast nær öllum og einfaldlega bara fá að sitja í mínum sannleika. Og sannleikurinn um líf mitt og kynhneigð er að ég er bara að reyna að finna út úr því eins og allir aðrir. Ég skil sjálfan mig ekki stundum en stundum veit ég nákvæmlega hver ég er. Það getur verið mjög óhugnanlegt því við lifum í samfélagi sem hefur miklar skoðanir á persónulegu lífi fólks. Ég er bara að reyna að vera hugrakkur, að leyfa mér að vera mennskur og finna fyrir tilfinningunum. Það er í raun það eina sem ég vil segja um þetta núna.“ Hér má heyra lagið The Mountain með Shawn Mendes:
Hollywood Hinsegin Tónlist Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira