Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 25. nóvember 2024 14:50 Ég þekki það af eigin raun að vera hommi í samfélagi þar sem hinsegin fyrirmyndir voru fáar og réttarstaða okkar bág. Sem betur fer hefur margt breyst til hins betra frá því ég var ungur maður. En baráttan er ekki unnin. Í mannréttindabaráttu er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að eiga gott samstarf við mannréttindasamtök og vinna með þeim að úrbótum í löggjöf og framkvæmd hennar. Það höfum við í VG einmitt gert á undanförnum árum og í krafti ráðherrasetu okkar unnið að stefnumótun í málefnum hinsegin fólks í góðu samstarfi við Samtökin '78 og fleiri samtök. Það samstarf hefur fært okkur úr 18. sæti upp í 2. sæti á Regnbogakorti ILGA á aðeins sex árum, en kortið er mælikvarði á stöðu hinsegin fólks í mismunandi löndum Evrópu. Lög um kynrænt sjálfræði eru eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í þessu sambandi. Einnig hefur skipt máli að við höfum treyst Samtökunum '78 til margvíslegra verkefna með þjónustusamningum sem ætlað er að tryggja fræðslu og ráðgjöf í skólum, á vinnustöðum og til hinsegin einstaklinga, aðstandenda og fagaðila, til dæmis í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Síðustu ár höfum við Vinstri græn verið leiðandi í því að laga réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi en málaflokkurinn hefur heyrt undir ráðuneyti undir okkar stjórn. Við höfum þannig haft forgöngu um að tryggja réttindi og atvinnuöryggi fyrir hóp fólks sem hefur átt undir högg að sækja. Það er árangur sem næst ekki af sjálfu sér. En við megum ekki stoppa þar. Enn eru mikilvæg verkefni fyrir höndum og á stefnuskrá Vinstri grænna er meðal annars að auka vernd intersex fólks, bæta þjónustu við trans börn, setja skýran lagaramma um hatursorðræðu og hatursglæpi gegn hinsegin fólki og vinna að mótun stefnu um móttöku hinsegin fólks sem leitar hér að alþjóðlegri vernd. Bakslag í hinsegin baráttunni er því miður staðreynd. Ég vil vinna áfram að því að tryggja að hinsegin fólk, bæði ungt og eldra, geti lifað öruggu lífi í opnu samfélagi þar sem við öll njótum okkar sjálfsögðu mannréttinda. Það er margt enn óunnið og mikilvægt að halda áfram vinnu við að uppræta fordóma, útskúfun og ofbeldi í garð hinsegin fólks. Í því samhengi er mikilvægt að viðbragðsaðilar geti spornað gegn hatursorðræðu og hatursglæpum í garð hinsegin fólks á grundvelli skýrra laga og viðbragðsáætlana. Saman þurfum við að vinna áfram að jöfnum réttindum hinsegin fólks á við önnur í samfélaginu samhliða því að efla fræðslu og samkennd í samfélaginu. Munum að aukin réttindi eins hóps til jafns við aðra minnkar ekki réttindi hinna síðarnefndu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja og óska eftir stuðningi ykkar til að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum hinsegin fólks á Alþingi Íslendinga. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Hinsegin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mannréttindi Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Sjá meira
Ég þekki það af eigin raun að vera hommi í samfélagi þar sem hinsegin fyrirmyndir voru fáar og réttarstaða okkar bág. Sem betur fer hefur margt breyst til hins betra frá því ég var ungur maður. En baráttan er ekki unnin. Í mannréttindabaráttu er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að eiga gott samstarf við mannréttindasamtök og vinna með þeim að úrbótum í löggjöf og framkvæmd hennar. Það höfum við í VG einmitt gert á undanförnum árum og í krafti ráðherrasetu okkar unnið að stefnumótun í málefnum hinsegin fólks í góðu samstarfi við Samtökin '78 og fleiri samtök. Það samstarf hefur fært okkur úr 18. sæti upp í 2. sæti á Regnbogakorti ILGA á aðeins sex árum, en kortið er mælikvarði á stöðu hinsegin fólks í mismunandi löndum Evrópu. Lög um kynrænt sjálfræði eru eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í þessu sambandi. Einnig hefur skipt máli að við höfum treyst Samtökunum '78 til margvíslegra verkefna með þjónustusamningum sem ætlað er að tryggja fræðslu og ráðgjöf í skólum, á vinnustöðum og til hinsegin einstaklinga, aðstandenda og fagaðila, til dæmis í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Síðustu ár höfum við Vinstri græn verið leiðandi í því að laga réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi en málaflokkurinn hefur heyrt undir ráðuneyti undir okkar stjórn. Við höfum þannig haft forgöngu um að tryggja réttindi og atvinnuöryggi fyrir hóp fólks sem hefur átt undir högg að sækja. Það er árangur sem næst ekki af sjálfu sér. En við megum ekki stoppa þar. Enn eru mikilvæg verkefni fyrir höndum og á stefnuskrá Vinstri grænna er meðal annars að auka vernd intersex fólks, bæta þjónustu við trans börn, setja skýran lagaramma um hatursorðræðu og hatursglæpi gegn hinsegin fólki og vinna að mótun stefnu um móttöku hinsegin fólks sem leitar hér að alþjóðlegri vernd. Bakslag í hinsegin baráttunni er því miður staðreynd. Ég vil vinna áfram að því að tryggja að hinsegin fólk, bæði ungt og eldra, geti lifað öruggu lífi í opnu samfélagi þar sem við öll njótum okkar sjálfsögðu mannréttinda. Það er margt enn óunnið og mikilvægt að halda áfram vinnu við að uppræta fordóma, útskúfun og ofbeldi í garð hinsegin fólks. Í því samhengi er mikilvægt að viðbragðsaðilar geti spornað gegn hatursorðræðu og hatursglæpum í garð hinsegin fólks á grundvelli skýrra laga og viðbragðsáætlana. Saman þurfum við að vinna áfram að jöfnum réttindum hinsegin fólks á við önnur í samfélaginu samhliða því að efla fræðslu og samkennd í samfélaginu. Munum að aukin réttindi eins hóps til jafns við aðra minnkar ekki réttindi hinna síðarnefndu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja og óska eftir stuðningi ykkar til að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum hinsegin fólks á Alþingi Íslendinga. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun