„Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2024 13:56 Úr verkinu Mánasteinn í uppsetningu tékkneska leikhússins. Studio Hrdinu Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi. Í umfjöllun slóvakska miðilsins Spectator kemur fram að nýskipaður þjóðleikhússtjóri Zuzana Ťapáková hafi neitað að skrifa undir samstarfssamning við tékkneska leikhúsið Studio Hrdinu á ögurstundu. Stjórnandi hátíðarinnar segir þá ekkert annað í stöðunni en að hætta við sýninguna. Fram kemur að Zuzana hafi borið það fyrir sig að of seint væri að skrifa undir samninginn. Leikhúsið skipuleggi viðburði hálfu ári, ári jafnvel tveimur árum fyrir fram. Spectator hefur eftir öðrum stjórnanda innan leikhússins að það hafi þvert á móti verið nægur tími til stefnu, meira en fjórar vikur fyrir uppsetningu leikrits væri meira en nægur tími. Bókin eftir Sjón heitir Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til. Hún kom út árið 2013 og gerist árið 1918. Aðalpersóna bókarinnar er samkynhneigði drengurinn Máni Steinn sem býr í Reykjavík þegar spænska veikin nemur land. Segir ákvörðunina byggða á fordómum Þess er getið í umfjölluninni að þjóðleikhússtjórinn hafi verið skipaður í starfið í lok ágúst síðastliðnum af umdeildum menntamálaráðherra Martina Šimkovičová. Ráðherrann hafi látið hafa eftir sér niðrandi ummæli um hinsegin fólk. „Ég persónulega lít á þetta sem ritskoðun, þetta virðast vera fordómar og það sem verra er að þetta er alþjóðlegur skandall,“ segir stjórnandi hátíðarinnar Róbert Pakan. „Þetta er móðgun gegn Íslandi, enda er verkið byggt á texta íslenska skáldsins og rithöfundarins Sjón sem hefur samið fyrir listafólk eins og Björk.“ Miðillinn hefur eftir Jan Horák stjórnanda tékkneska leikhússins að það væri alveg ljóst að samkynhneigð hafi orðið til þess að verkið verði ekki sýnt á hátíðinni. Hann segir að sér finnist það skjóta skökku við, raunar vera galið. Menning Slóvakía Hinsegin Leikhús Íslendingar erlendis Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í umfjöllun slóvakska miðilsins Spectator kemur fram að nýskipaður þjóðleikhússtjóri Zuzana Ťapáková hafi neitað að skrifa undir samstarfssamning við tékkneska leikhúsið Studio Hrdinu á ögurstundu. Stjórnandi hátíðarinnar segir þá ekkert annað í stöðunni en að hætta við sýninguna. Fram kemur að Zuzana hafi borið það fyrir sig að of seint væri að skrifa undir samninginn. Leikhúsið skipuleggi viðburði hálfu ári, ári jafnvel tveimur árum fyrir fram. Spectator hefur eftir öðrum stjórnanda innan leikhússins að það hafi þvert á móti verið nægur tími til stefnu, meira en fjórar vikur fyrir uppsetningu leikrits væri meira en nægur tími. Bókin eftir Sjón heitir Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til. Hún kom út árið 2013 og gerist árið 1918. Aðalpersóna bókarinnar er samkynhneigði drengurinn Máni Steinn sem býr í Reykjavík þegar spænska veikin nemur land. Segir ákvörðunina byggða á fordómum Þess er getið í umfjölluninni að þjóðleikhússtjórinn hafi verið skipaður í starfið í lok ágúst síðastliðnum af umdeildum menntamálaráðherra Martina Šimkovičová. Ráðherrann hafi látið hafa eftir sér niðrandi ummæli um hinsegin fólk. „Ég persónulega lít á þetta sem ritskoðun, þetta virðast vera fordómar og það sem verra er að þetta er alþjóðlegur skandall,“ segir stjórnandi hátíðarinnar Róbert Pakan. „Þetta er móðgun gegn Íslandi, enda er verkið byggt á texta íslenska skáldsins og rithöfundarins Sjón sem hefur samið fyrir listafólk eins og Björk.“ Miðillinn hefur eftir Jan Horák stjórnanda tékkneska leikhússins að það væri alveg ljóst að samkynhneigð hafi orðið til þess að verkið verði ekki sýnt á hátíðinni. Hann segir að sér finnist það skjóta skökku við, raunar vera galið.
Menning Slóvakía Hinsegin Leikhús Íslendingar erlendis Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira