Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir og Kári Garðarsson skrifa 19. desember 2024 13:32 Það er tjáningarfrelsi á Íslandi. Þetta er staðreynd - og sem betur fer. Lýðræðislegt samfélag á allt sitt undir því að tjáningarfrelsi sé tryggt og virt, það þekkjum við hinsegin fólk vel. Hins vegar eru tjáningarfrelsinu settar ákveðnar skorður, bæði í almennum hegningarlögum og í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar segir: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þetta eru æðstu lögin í landinu, mörkin sem við höfum sett okkur sem samfélag. Mörk frelsis hvers einstaklings til tjáningar eru þannig almennt dregin við frelsi annarrar manneskju til þess að fá að vera til í friði. Rétt eins og ferðafrelsi okkar takmarkast almennt af þröskuldi næsta manns, þá eru skorður settar á tjáningarfrelsi okkar. Snorri Másson, nýkjörinn alþingismaður Miðflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag og á Facebook-síðu sína. Þar fjallar hann um tjáningarfrelsið og leggur út af kæru Samtakanna ‘78 á hendur Eldi Smára Kristinssyni fyrir hatursorðræðu. Í grein sinni velur Snorri ein kærð ummæli af sjö til þess að taka sérstaklega fyrir, væntanlega þau sem hann telur fela í sér minnstan grófleika. Ljóst er að honum finnst kæran ekki eiga rétt á sér. Síðar í greininni tekur hann þó fram að í kærunni séu einnig „ummæli [...] sem lýsa heift og fyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi í siðgæddri umræðu“. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að félag hinsegin fólks á Íslandi láti reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Snorri kallar eftir ábyrgð Samtakanna ‘78, sem hann segir ranglega að séu alfarið fjármögnuð af hinu opinbera, en óljóst er hvort hann á bara við þessi einu ummæli eða kæruna í heild sinni. Rétt er að taka fram að það er á endanum ákæruvaldið og dómstólar sem taka afstöðu til þess hvað telst stangast á við lög og hvað ekki, Samtökin ‘78 ráða því ekki og Snorri svo sannarlega ekki heldur. Í allri umræðu um tjáningarfrelsi virðist stundum hafa gleymst að orð og gjörðir hafa yfirleitt afleiðingar. Það þarf ákveðna tegund af veruleikafirringu að halda að fólk sem þú kallar öllum illum nöfnum og lýgur upp á muni ekki gera þig ábyrgan fyrir orðum þínum. Við búum í samfélagi - og í samfélagi hefur það einfaldlega afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Með öðrum orðum: Fólki er fullkomlega frjálst að segja ljóta hluti. Öðru fólki er frjálst að láta í ljós óánægju sína með framgöngu þeirra og leita réttar síns ef á þau er ráðist. Öllu frelsi fylgir ábyrgð, það ætti alþingismaður að vita. Snorri heldur því einnig fram, þvert á staðreyndir máls, að Samtökin ‘78 hafi einsett sér að ráðast að frambjóðanda til Alþingis. Hið rétta er að kæran á hendur Eldi Smára var lögð fram í júní, löngu áður en hann fór í framboð. Hann var kallaður í skýrslutöku daginn fyrir kosningar og sagði frá því alveg einn og óstuddur. Samtökin ‘78 hafa aldrei haft frumkvæði að því að um þennan mann sé fjallað. Eldur Smári sætir nú sakamálarannsókn fyrir hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki vegna þess að lögregla metur það sem svo að líkur séu á því að hann hafi brotið lög með málflutningi sínum. Samtökin ‘78 hafa á undanförnum misserum kært til lögreglu fjóra aðila sem hafa kallað okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrt að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi. Það eru alvarlegar lygar sem vega að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus. Við hvetjum Snorra Másson til þess að sýna ábyrgð í opinberri umræðu. Fyrsta mál á dagskrá í þeim efnum er líklega að sannreyna heimildir sínar. Einnig bjóðum við hann velkominn á skrifstofuna okkar, í samtal um þessi málefni þar sem við getum svarað öllum hans spurningum. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarndís Helga Tómasdóttir Kári Garðarsson Hinsegin Tjáningarfrelsi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er tjáningarfrelsi á Íslandi. Þetta er staðreynd - og sem betur fer. Lýðræðislegt samfélag á allt sitt undir því að tjáningarfrelsi sé tryggt og virt, það þekkjum við hinsegin fólk vel. Hins vegar eru tjáningarfrelsinu settar ákveðnar skorður, bæði í almennum hegningarlögum og í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar segir: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þetta eru æðstu lögin í landinu, mörkin sem við höfum sett okkur sem samfélag. Mörk frelsis hvers einstaklings til tjáningar eru þannig almennt dregin við frelsi annarrar manneskju til þess að fá að vera til í friði. Rétt eins og ferðafrelsi okkar takmarkast almennt af þröskuldi næsta manns, þá eru skorður settar á tjáningarfrelsi okkar. Snorri Másson, nýkjörinn alþingismaður Miðflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag og á Facebook-síðu sína. Þar fjallar hann um tjáningarfrelsið og leggur út af kæru Samtakanna ‘78 á hendur Eldi Smára Kristinssyni fyrir hatursorðræðu. Í grein sinni velur Snorri ein kærð ummæli af sjö til þess að taka sérstaklega fyrir, væntanlega þau sem hann telur fela í sér minnstan grófleika. Ljóst er að honum finnst kæran ekki eiga rétt á sér. Síðar í greininni tekur hann þó fram að í kærunni séu einnig „ummæli [...] sem lýsa heift og fyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi í siðgæddri umræðu“. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að félag hinsegin fólks á Íslandi láti reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Snorri kallar eftir ábyrgð Samtakanna ‘78, sem hann segir ranglega að séu alfarið fjármögnuð af hinu opinbera, en óljóst er hvort hann á bara við þessi einu ummæli eða kæruna í heild sinni. Rétt er að taka fram að það er á endanum ákæruvaldið og dómstólar sem taka afstöðu til þess hvað telst stangast á við lög og hvað ekki, Samtökin ‘78 ráða því ekki og Snorri svo sannarlega ekki heldur. Í allri umræðu um tjáningarfrelsi virðist stundum hafa gleymst að orð og gjörðir hafa yfirleitt afleiðingar. Það þarf ákveðna tegund af veruleikafirringu að halda að fólk sem þú kallar öllum illum nöfnum og lýgur upp á muni ekki gera þig ábyrgan fyrir orðum þínum. Við búum í samfélagi - og í samfélagi hefur það einfaldlega afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Með öðrum orðum: Fólki er fullkomlega frjálst að segja ljóta hluti. Öðru fólki er frjálst að láta í ljós óánægju sína með framgöngu þeirra og leita réttar síns ef á þau er ráðist. Öllu frelsi fylgir ábyrgð, það ætti alþingismaður að vita. Snorri heldur því einnig fram, þvert á staðreyndir máls, að Samtökin ‘78 hafi einsett sér að ráðast að frambjóðanda til Alþingis. Hið rétta er að kæran á hendur Eldi Smára var lögð fram í júní, löngu áður en hann fór í framboð. Hann var kallaður í skýrslutöku daginn fyrir kosningar og sagði frá því alveg einn og óstuddur. Samtökin ‘78 hafa aldrei haft frumkvæði að því að um þennan mann sé fjallað. Eldur Smári sætir nú sakamálarannsókn fyrir hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki vegna þess að lögregla metur það sem svo að líkur séu á því að hann hafi brotið lög með málflutningi sínum. Samtökin ‘78 hafa á undanförnum misserum kært til lögreglu fjóra aðila sem hafa kallað okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrt að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi. Það eru alvarlegar lygar sem vega að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus. Við hvetjum Snorra Másson til þess að sýna ábyrgð í opinberri umræðu. Fyrsta mál á dagskrá í þeim efnum er líklega að sannreyna heimildir sínar. Einnig bjóðum við hann velkominn á skrifstofuna okkar, í samtal um þessi málefni þar sem við getum svarað öllum hans spurningum. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun