Dæmdur fyrir hatursorðræðu gegn Samtökunum '78 Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 14:29 Maðurinn hlaut dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hatursorðræðu gagnvart Samtökunum '78 og félagsmönnum þeirra. „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT,“ er meðal þess sem hann sagði. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi höfðað mál á hendur manninum fyrir að hafa opinberlega smánað og ógnað Samtökunum 78, félagsmönnum samtakanna og fólki sem styður samtökin, með ummælum sem hann birti á facebook aðgangi sínum. Síðan hafi verið opin fyrir alla sem vildu skoða hana. Ummælin hafi hann viðhaft vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar félagsmanna í samtökunum. Hótaði að sprengja, afhausa og hengja fólk Ummælin hafi verið eftirfarandi og sett fram á síðunni 2. október 2023: „Þessi frásögn nægir til að fara í S78 samtökin og sprengja upp liðið og þau sem sleppa verða afhausuð eða hengd. FÓLK SEM ER Á VEGUM EÐA STYÐUR SAMTÖKIN 78 EÐA LGBQT ER HÉR MEÐ SJÁLFKRAFA DÆMD TIL DAUÐA. ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA ÞAÐ VIÐ YKKUR Í S78 AÐ ÞIÐ VERÐIÐ DREPIN.“ „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT.“ „HÉR MEÐ LÝSI ÉG YFIR STRÍÐI VIÐ SAMTÖKIN 78 OG LGBQT HVER OG EITT EINASTA SKÍTADRASL INNANUM S78 VERÐA DREGIN ÚT Á HÁRINU OG HENGD.“ „Þið öll sem eruð á vegum S78 og LGBQT er hér með dæmd til dauða.“ Nauðsynlegt að takmarka slíka tjáningu Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað háttsemi sína. Því teldist málið sannað og dómur lagður á það án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn hafi viðhaft orðræðu sem feli í sér fordómafulla og hatursfulla tjáningu, sem sé í senn ógnandi og hvetji til ofbeldis í garð hópa vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. Verði að telja nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum í skilningi stjórnarskrárinnar að takmarka í þessu tilviki tjáningarfrelsi mannsins samkvæmt stjórnarskránni, með því að sakfella hann fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Lýsti iðrun og eftirsjá Loks segir í dóminum að maðurinn hafi töluverðan sakaferil allt frá árinu 1997, en hann hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar yrði litið til framangreindra atriða en einnig til þess að maðurinn hefði lýst iðrun og eftirsjá. Refsing hans væri ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið. Hinsegin Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi höfðað mál á hendur manninum fyrir að hafa opinberlega smánað og ógnað Samtökunum 78, félagsmönnum samtakanna og fólki sem styður samtökin, með ummælum sem hann birti á facebook aðgangi sínum. Síðan hafi verið opin fyrir alla sem vildu skoða hana. Ummælin hafi hann viðhaft vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar félagsmanna í samtökunum. Hótaði að sprengja, afhausa og hengja fólk Ummælin hafi verið eftirfarandi og sett fram á síðunni 2. október 2023: „Þessi frásögn nægir til að fara í S78 samtökin og sprengja upp liðið og þau sem sleppa verða afhausuð eða hengd. FÓLK SEM ER Á VEGUM EÐA STYÐUR SAMTÖKIN 78 EÐA LGBQT ER HÉR MEÐ SJÁLFKRAFA DÆMD TIL DAUÐA. ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA ÞAÐ VIÐ YKKUR Í S78 AÐ ÞIÐ VERÐIÐ DREPIN.“ „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT.“ „HÉR MEÐ LÝSI ÉG YFIR STRÍÐI VIÐ SAMTÖKIN 78 OG LGBQT HVER OG EITT EINASTA SKÍTADRASL INNANUM S78 VERÐA DREGIN ÚT Á HÁRINU OG HENGD.“ „Þið öll sem eruð á vegum S78 og LGBQT er hér með dæmd til dauða.“ Nauðsynlegt að takmarka slíka tjáningu Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað háttsemi sína. Því teldist málið sannað og dómur lagður á það án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn hafi viðhaft orðræðu sem feli í sér fordómafulla og hatursfulla tjáningu, sem sé í senn ógnandi og hvetji til ofbeldis í garð hópa vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. Verði að telja nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum í skilningi stjórnarskrárinnar að takmarka í þessu tilviki tjáningarfrelsi mannsins samkvæmt stjórnarskránni, með því að sakfella hann fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Lýsti iðrun og eftirsjá Loks segir í dóminum að maðurinn hafi töluverðan sakaferil allt frá árinu 1997, en hann hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar yrði litið til framangreindra atriða en einnig til þess að maðurinn hefði lýst iðrun og eftirsjá. Refsing hans væri ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið.
Hinsegin Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira