
Fleiri karlar en konur sóttu um nám í HR
Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í Háskólanum í Reykjavík en fyrir haustönn þessa árs. Heildarfjöldi umsókna, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4400 en var um 4200 síðasta vor. Um 53 prósent umsækenda voru karlar.