„Sorgleg þróun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 12:30 Bæði Elísabet Reynis og Kristján eru hugsi yfir matnum sem börnin okkar fá að borða. Á dögunum var fjallað um næringargildi í skólamat í grunnskólanum landsins í Íslandi í dag. En þar ræddi Vala Matt við Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur sem sendir börnin sín einfaldlega í skólann með mat, í stað þess að borða það sem er á boðstólum. Um er að ræða mat sem fyrirtækið Skólamatur skaffar en forsvarsmenn fyrirtækisins veittu Íslandi í dag ekki viðtal vegna málsins. En í innslagi gærkvöldsins heldur Vala Matt áfram að fjalla um málið og ræðir þar við heimilislækninn Kristján Þór Gunnarsson og næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur. Kristján er sjálfur í lýðheilsuráði læknafélags Íslands. „Börn á Íslandi er að borða of mikinn gjörunninn mat og það er bara þannig, þetta er ekki bara einhver tilfinning sem ég hef. Við vitum það út frá nýjustu könnunum um mataræði Íslendinga,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við sem heild, Íslendingar, erum að borða að meðaltali fjörutíu prósent af okkar mat sem er gjörunninn en börn og unglingar alveg upp í sextíu prósent,“ segir Kristján sem útskýrir gjörunninn mat út frá því að í honum séu þá fimm eða fleiri aukaefni. „En í raun er þetta kannski ekki alveg svo einfalt. En eftir því sem aukaefnin eru fleiri því líklegra er að maturinn sé gjörunninn.“ Aftur til fortíðar En svo er mikill munur á því hvort matvælin séu unnin eða gjörunnin. „Þar er mikill munur á. Við þurfum unnin matvæli og snýst það út frá fæðuöryggi. Við höfum séð það í gegnum þróunina. Þorramaturinn er súrsaður svo að hann geymist og það þarf að vinna mat að einhverju leyti. Það er hægt að niðursjóða mat án þess að bæta nokkru í hann og þá er búið að vinna hann. En það er þetta lokastig í vinnslunni sem er kallað gjörunnið.“ Elísabet Reynisdóttir hefur skoðað innihaldsefnin í skólamat í borginni og víðar. „Þegar ég skoðaði þetta þá hugsaði ég að við erum komin langt frá uppruna matarins. Þetta er orðinn unninn matur og það sem mér finnst, og ég hef skoðað undanfarin ár, er að við þurfum að fara aftur til fortíðar. Að maturinn sé eldaður frá grunni. Mér finnst þetta sorgleg þróun en ég er búin að fylgjast með henni í nokkur ár,“ segir Elísabet sem gerði sjálf úttekt á skólamötuneyti á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. „Þar sá ég að við erum að fara inn í hraða og farin að kaupa vörur sem er auðvelt að hita og bera fram. Þar að leiðandi eru vörurnar unnar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Matur Ísland í dag Grunnskólar Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
En þar ræddi Vala Matt við Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur sem sendir börnin sín einfaldlega í skólann með mat, í stað þess að borða það sem er á boðstólum. Um er að ræða mat sem fyrirtækið Skólamatur skaffar en forsvarsmenn fyrirtækisins veittu Íslandi í dag ekki viðtal vegna málsins. En í innslagi gærkvöldsins heldur Vala Matt áfram að fjalla um málið og ræðir þar við heimilislækninn Kristján Þór Gunnarsson og næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur. Kristján er sjálfur í lýðheilsuráði læknafélags Íslands. „Börn á Íslandi er að borða of mikinn gjörunninn mat og það er bara þannig, þetta er ekki bara einhver tilfinning sem ég hef. Við vitum það út frá nýjustu könnunum um mataræði Íslendinga,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við sem heild, Íslendingar, erum að borða að meðaltali fjörutíu prósent af okkar mat sem er gjörunninn en börn og unglingar alveg upp í sextíu prósent,“ segir Kristján sem útskýrir gjörunninn mat út frá því að í honum séu þá fimm eða fleiri aukaefni. „En í raun er þetta kannski ekki alveg svo einfalt. En eftir því sem aukaefnin eru fleiri því líklegra er að maturinn sé gjörunninn.“ Aftur til fortíðar En svo er mikill munur á því hvort matvælin séu unnin eða gjörunnin. „Þar er mikill munur á. Við þurfum unnin matvæli og snýst það út frá fæðuöryggi. Við höfum séð það í gegnum þróunina. Þorramaturinn er súrsaður svo að hann geymist og það þarf að vinna mat að einhverju leyti. Það er hægt að niðursjóða mat án þess að bæta nokkru í hann og þá er búið að vinna hann. En það er þetta lokastig í vinnslunni sem er kallað gjörunnið.“ Elísabet Reynisdóttir hefur skoðað innihaldsefnin í skólamat í borginni og víðar. „Þegar ég skoðaði þetta þá hugsaði ég að við erum komin langt frá uppruna matarins. Þetta er orðinn unninn matur og það sem mér finnst, og ég hef skoðað undanfarin ár, er að við þurfum að fara aftur til fortíðar. Að maturinn sé eldaður frá grunni. Mér finnst þetta sorgleg þróun en ég er búin að fylgjast með henni í nokkur ár,“ segir Elísabet sem gerði sjálf úttekt á skólamötuneyti á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. „Þar sá ég að við erum að fara inn í hraða og farin að kaupa vörur sem er auðvelt að hita og bera fram. Þar að leiðandi eru vörurnar unnar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Matur Ísland í dag Grunnskólar Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira