Ísland í dag

Fréttamynd

Svona heldur Rakel sér ung­legri

Frumkvöðullinn og athafnakonan Rakel Halldórsdóttir er með þrjár háskólagráður og meðal annars gráður frá Harvard í Bandaríkjunum og einnig frá Milano á Ítalíu. Rakel vakti mikla athygli og aðdáun þegar hún stofnaði einn af fyrstu bændamörkuðunum í Reykjavík, markaðinn og heilsuverslunina Frú Laugu.

Lífið
Fréttamynd

„Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“

Dagmar Öder er ung og upprennandi söngkona. Það má segja að tónlistin hafi bankað upp á sem leið til að vinna úr mikilli sorg. En faðir Dagmarar lést úr krabbameini árið 2015, aðeins 52 ára gamall. Þá var Dagmar 17 ára. Faðir hennar, Einar Öder, var einn færasti knapi landsins og ólst Dagmar upp á hestabúgarði fjölskyldunnar, Halakoti, rétt fyrir utan Selfoss.

Lífið
Fréttamynd

Svona sjá Pétur og Heiða leikskóla­vandann

Nýtt ár, ný tækifæri sagði skáldið og það á svo sannarlega við í ráðhúsinu því það styttist óðfluga í sveitastjórnarkosningar. Það má segja að kosningabaráttan sé í þann mund að fara á flug enda er pískrað um samgöngumál og prófkjör á öllum kaffistofum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Skóli við rætur Vatna­jökuls

Svanhvít Jóhannsdóttir og Íris Ragnarsdóttir Pedersen, ásamt fleirum, stofnuðu fjallaskóla í Öræfum undir Vatnajökli. Þar gefst nemendum kostur á að læra leiðsögn og margt fleira spennandi sem allt tengist því að starfa úti í náttúru landsins. Ísland í dag kíkti á þær Svanhvíti og Írisi við Svínafellsjökul þar sem þær sögðu frá öllu um námið og fleira.

Lífið
Fréttamynd

Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein

Linda Baldvinsdóttir segir aldrei of seint að finna ástina. Linda er 65 ára og nýgift eftir að hafa verið ein meira og minna í tólf ár með stuttum ástarævintýrum inn á milli. Linda kynntist núverandi manni sínum Björgvini Gunnarssyni framkvæmdastjóra fyrir þremur árum. Í dag búa þau saman sem hjón og eru yfir sig ástfangin.

Lífið
Fréttamynd

Snorri Más­son leggi hornin á hilluna

Nýja árið fer ágætlega af stað og ýmislegt spennandi í vændum, þá sér í lagi í pólitíkinni. Ísland í dag bankaði því uppá hjá Valgerði Bachmann, spámiðil og bað hana að lesa í árið 2026. Það gerir Valgerður með því að lesa í spil, stjörnumerki og skilaboð að handan.

Lífið
Fréttamynd

Gugga fer yfir ein­eltið, frægðina og eftirpartýið með Drake

Liðið ár hefur verið viðburðaríkt hér á landi og margir Íslendingar gert það gott á árinu. Það eru þó fáir sem hafa átt jafn viðburðaríkt ár og áhrifavaldurinn og fjölmiðlakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn og fest sig í sessi sem ein efnilegasta fjölmiðlakona landsins.

Lífið
Fréttamynd

Eftir­minni­legasta augna­blikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“

Það líður varla mánuður án þess að fólk nálgist Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna, og rifji upp með honum bráðfyndið augnablik í Kryddsíldinni árið 2002 þegar þeim Össuri og Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, lenti saman og ásakanir um að vera dóni gengu á víxl við mikla kátínu hinna við háborðið.

Innlent
Fréttamynd

Þar sem vin­sælustu lög landsins verða til

Íslenskt tónlistarlíf er afar sterkt og fjölbreytt um þessar mundir. Níu af tíu vinsælustu lögum landsins á streymisveitunni Spotify, þau voru íslensk á þessu ári, sem er það mesta síðan streymisveitan fór að taka saman lista þess efnis. Stór hluti þessarar tónlistar fer í gegnum klasann.

Lífið
Fréttamynd

Dúnninn bakaður í fjóra sólar­hringa til að drepa allt í honum

Árni Rúnar Örvarsson er yngsti æðadúnsbóndi landsins. Fyrirtækið hans, Icelandic Eider, hefur verið að gera gott mót í útivistarklæðnaði sem reiðir sig á æðadúninn. Garpur Ingason Elísabetarson kíkti í heimsókn í þessa merkilegu framleiðslu í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“

Hildur Oddsdóttir er upphafskona góðgerðarverkefnisins Hjálparkokkar sem hjálpar foreldrum sem eiga lítið á milli handanna að gefa börnum sínum jólagjafir og smágjafir á aðventu. Þetta eru foreldrar sem búa við sára fátækt, eitthvað sem Hildur þekkir á eigin skinni sem og flestir þeir sjálfboðaliðar sem koma að verkefninu.

Lífið
Fréttamynd

Inn­lit í glæ­nýja mathöll í Smára­lindinni

Glæný mjög flott mathöll er komin í Smáralindina og er staðsett á því svæði sem áður gekk undir nafninu Vetrargarðurinn og er meðal annars í nýrri viðbyggingu. Og þar eru veitingastaðir allt frá því að vera skyndibitastaðir og upp í meiri matarupplifun.

Lífið
Fréttamynd

„Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heim­sókn í mosku“

Þjóðkirkjan kynnti á dögunum nýtt merki og nýja vefsíðu. Biskup Íslands segir markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri. En ljóst er að kostnaðurinn hleypur á milljónum. Hið nýja merki kirkjunnar er einfaldur kross á einlitum grunni. Og kemur það í stað merkisins sem kynnt var árið 2003.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er þér að kenna“

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lítið talað opinberlega um það hvernig síðustu dagar hennar í ríkisstjórn voru, hvernig samstarfsfólk hennar kom fram við hana, eða hvernig henni leið þegar hún var síðan ekki kosin forseti Íslands.

Lífið