Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 10:44 Hermann Austmar er faðir stúlku í Breiðholtsskóla. Vísir/Vilhelm Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, segir ógnarstjórnun ráða ríkjum í árgangi dóttur hennar sem er á miðstigi skólans. Hann talar um að fámennur hópur ráði ríkjum og að börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þetta kom fram í viðtali við Hermann í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Morgunblaðið fjallaði um ástandið í árganginum fyrr í vikunni. Þar sagði að börn þyrðu ekki í skólann. „Þetta er algjörlega satt. Það var foreldrafundur í desember. Það voru mjög margir foreldrar á þeim fundi sem lýstu því þannig að börnin þeirra væru logandi hrædd við að vera í skólanum, og mæta í skólann. Það er þannig að einhver börn eru ekki að mæta í skólann,“ sagði Hermann. „Þetta er ekkert nýtt“ Hann segir að það hafi legið fyrir síðan krakkarnir voru í öðrum bekk að þessum árgangi myndu fylgja vandamál. Þau hafi síðan stigmagnast á síðustu árum. „Það var ljóst strax að þetta yrði vandamál. Ég átti fund með skóla- og frístundasviði og skólastjóra, og öðru foreldri í öðrum bekk. Það hefur verið alveg auglóst í hvað stefndi. Þetta er ekkert nýtt, og þetta er búið að fara vaxandi eftir að þau eldast.“ Í Morgunblaðinu var fjallað um að börn hefðu orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hermann segir þá lýsingu rétta. „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur. Þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi. Það væri ógnarstjórn. Þau væru stanslaust hrædd um að ofbeldi gæti gerst hvenær sem er.“ Sem dæmi um ofbeldi nefnir Hermann hópárás sem átti sér stað fyrir utan skólann. Sú árás hafi verið tekin upp á myndband og send á aðra nemendur á Snapchat, sem hafi því orðið meðvituð um ofbeldið. Engin lærdómur sökum streitu Í Morgunblaðinu var haft eftir Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að það kannaðist ekki við þennan eineltis- og ofbeldisvanda. Hermann segir það ekki standast skoðun. „Þetta er augljóslega stofnun sem ekki hægt er að treysta. Ef þau fylgjast ekki betur með hvað er að gerast í skólunum hjá sér, hvernig á ég að geta treyst þeim fyrir börnunum mínum?“ spurði hann. „Starfsmaður skólans hefur sagt við mig: Það heitir ekkert kennsla sem fer fram. Það er svo mikill ófriður, það er svo mikil truflun að þau eru ekki að læra neitt. Nema þetta ógnarástand sem veldur svo mikilli streitu. Segjum að það sé friður, þá meðtaka þau ekki upplýsingar. Streitan er svo mikil.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Hermann í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Morgunblaðið fjallaði um ástandið í árganginum fyrr í vikunni. Þar sagði að börn þyrðu ekki í skólann. „Þetta er algjörlega satt. Það var foreldrafundur í desember. Það voru mjög margir foreldrar á þeim fundi sem lýstu því þannig að börnin þeirra væru logandi hrædd við að vera í skólanum, og mæta í skólann. Það er þannig að einhver börn eru ekki að mæta í skólann,“ sagði Hermann. „Þetta er ekkert nýtt“ Hann segir að það hafi legið fyrir síðan krakkarnir voru í öðrum bekk að þessum árgangi myndu fylgja vandamál. Þau hafi síðan stigmagnast á síðustu árum. „Það var ljóst strax að þetta yrði vandamál. Ég átti fund með skóla- og frístundasviði og skólastjóra, og öðru foreldri í öðrum bekk. Það hefur verið alveg auglóst í hvað stefndi. Þetta er ekkert nýtt, og þetta er búið að fara vaxandi eftir að þau eldast.“ Í Morgunblaðinu var fjallað um að börn hefðu orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hermann segir þá lýsingu rétta. „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur. Þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi. Það væri ógnarstjórn. Þau væru stanslaust hrædd um að ofbeldi gæti gerst hvenær sem er.“ Sem dæmi um ofbeldi nefnir Hermann hópárás sem átti sér stað fyrir utan skólann. Sú árás hafi verið tekin upp á myndband og send á aðra nemendur á Snapchat, sem hafi því orðið meðvituð um ofbeldið. Engin lærdómur sökum streitu Í Morgunblaðinu var haft eftir Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að það kannaðist ekki við þennan eineltis- og ofbeldisvanda. Hermann segir það ekki standast skoðun. „Þetta er augljóslega stofnun sem ekki hægt er að treysta. Ef þau fylgjast ekki betur með hvað er að gerast í skólunum hjá sér, hvernig á ég að geta treyst þeim fyrir börnunum mínum?“ spurði hann. „Starfsmaður skólans hefur sagt við mig: Það heitir ekkert kennsla sem fer fram. Það er svo mikill ófriður, það er svo mikil truflun að þau eru ekki að læra neitt. Nema þetta ógnarástand sem veldur svo mikilli streitu. Segjum að það sé friður, þá meðtaka þau ekki upplýsingar. Streitan er svo mikil.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira