Ofbeldi gegn börnum

Fréttamynd

Karl­maður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnar­firði

Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Mál leið­beinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um kynferðisbrot leiðbeinanda sem starfaði á leikskólanum Múlaborg er á lokametrunum og málið á leið til héraðssaksóknara. Lögregla kveðst ekki geta staðfest endanlega hversu mörgum börnum maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn, nú þegar rannsókn málsins er að ljúka af hálfu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sækir kraft í storminn sem systurnar upp­lifðu í forsjárdeilunni

París Anna Bergmann ólst upp við erfiðar aðstæður þar sem hún þurfti snemma að verða sterk og bera ábyrgð. Fjögurra ára löng forsjárdeila foreldra hennar einkenndist af óöryggi og vanrækslu, og mótaði hana djúpt. Nokkrum árum síðar varð hún fyrir alvarlegu slysi sem breytti lífi hennar varanlega. Í dag vinnur hún af heilum hug að því að rödd ungs fólks fái að heyrast þegar ákvarðanir eru teknar í samfélaginu.

Lífið
Fréttamynd

Ian Watkins myrtur af sam­föngum

Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, er látinn eftir að ráðist var á hann í fangelsi, þar sem hann afplánaði 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð.

Erlent
Fréttamynd

Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd

„Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd.

Innlent
Fréttamynd

Vann á öllum deildum leik­skólans

Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast

Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum.

Innlent
Fréttamynd

„Skiljan­legt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“

Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri.

Innlent
Fréttamynd

„Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitar­fé­lagi”

Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. 

Innlent
Fréttamynd

Bregðast við á­rás á barnaníðing í Fella­bæ

Sveitarfélagið Múlaþing hefur minnt íbúa sína og fleiri á að Ísland er réttarríki, vegna atviks í Fellabæ á dögunum. Atvikið varðar árás á mann sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.

Innlent
Fréttamynd

Daður við drengi sem verður kyn­ferðis­legt og endar með hótun

Barnaheill merkja aukningu í svokölluðum kynlífskúgunarmálum sem beinast gegn börnum. Fórnarlömbin eru í flestum tilfellum unglingsdrengir sem eru narraðir af óprúttnum aðilum, sem þykjast vera stúlka á þeirra aldri, til að senda af sér viðkvæmar myndir sem þeir síðan nota til að kúga fé út úr drengjunum.

Innlent
Fréttamynd

Hélt eigin­konu og fimm börnum í heljar­greipum

Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að þaga þegar stjórn­mála­menn leika sér að því að særa fram tröllin

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, segist standa við orð sín um fordómafullt fólk eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun. Það sagði hann um Snorra Másson í vikunni og sætti í kjölfarið gagnrýni frá Sigríði Á. Andersen, þingkonu Miðflokksins, í Bítinu í gær. Í viðtali í Bítinu í dag sagði Einar mikilvægt að hinsegin og trans fólki sé veittur stuðningur og þá sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu.

Innlent
Fréttamynd

Geti reynst ógn við öryggi allra barna

Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins.

Innlent
Fréttamynd

„Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrr­verandi ráð­herra

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Sósíaldemókrata í Danmörku. Sass Larsen er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna.

Erlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi vegna meintra brota gegn barni, sem mun hafa tengst honum nánum böndum, meðan það var tveggja til fimm ára gamalt. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum mikið barnaníðsefni í tækjum sínum.

Innlent