„Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:58 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Vísir Formaður Kennarasambandsins segir sömu kröfur uppi í öllum kjaraviðræðum kennara. Verið sé að horfa á hvernig nýtt virðismat á kennarastarfinu geti skilað því að sérfræðingar í opinbera geiranum séu á sömu launum og á almenna markaðnum. Góðir áfangar hafi náðst en nú þurfi aðilar að þora að fara yfir brúna saman. Framhaldsskólakennarar og ríkið funda á ný hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands segir viðræðum miða nokkuð vel áfram. „Framhaldsskólinn er í samtali við ríki sem vonandi skilar árangri og hjálpar okkur við að komast yfir brúna öll saman. Virðismat skili jöfnun launa Ekki hefur verið boðað til sameiginlegs fundar hjá ríkissáttasemjara milli samninganefndar ríkis og sveitarfélaga og grunn, leik og tónlistarkennara. Aðspurður um hvort framhaldsskólaviðræðurnar gangi betur þar svarar Magnús: „Nei, nei. Við erum að horfa til þess að virðimatsvegferðin gefi okkur möguleika á því að nálgast betur það markmið að sérfræðingar á opinbera geiranum verði á sömu launum og sérfræðingar á almennum markaði. Það er verkefnið sem verið er að vinna á báðum stöðum.“ Þurfi að þora Allir kennarar séu þar af leiðandi á sömu vegferð. Nú sé fundað í sitt hvoru lagi með ríkissáttasemjara því framhaldsskólakennarar semji við ríkið en grunn- leik, og tónlistarskólakennarar semji bæði við ríki og sveitarfélög. Hann telur að sama staða sé í báðum viðræðunum. „Staðan er sú sama í báðum tilvikum. Við höfum unnið vel og átt mjög góð samtöl við hið opinbera um ólíka þætti en í öllum tilvikum þarf traustið að koma. Við þurfum að þora að labba yfir brúna og gera það vonandi öll saman. Það er stefnan,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann búist við tíðindum í dag svarar Magnús: „Við eigum ekki mikið verk óunnið, en það er þetta traust og vissa um sameiginlega sýn sem við þurfum að ramma inn núna. Takist það held ég að við getum lokið samningi.“ Hann segir að þrátt fyrir að enginn sameiginlegur fundur hafi verið boðaður í deilu grunn, leikskóla og tónlistarskólakennara sé vinna í gangi með ríkissáttasemjara. „Við erum að fara yfir þætti í innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Við höfum farið ofan í virðismatið og hvernig við getum unnið það áfram,“ segir Magnús. Ekki sé búið að taka afstöðu til áframhaldandi aðgerða eftir dóm Félagsdóms. „Það mun bara koma í ljós hvaða leið verður farin í ljósi dóms Félagsdóms frá síðustu helgi. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur í dag,“ segir Magnús. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira
Framhaldsskólakennarar og ríkið funda á ný hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands segir viðræðum miða nokkuð vel áfram. „Framhaldsskólinn er í samtali við ríki sem vonandi skilar árangri og hjálpar okkur við að komast yfir brúna öll saman. Virðismat skili jöfnun launa Ekki hefur verið boðað til sameiginlegs fundar hjá ríkissáttasemjara milli samninganefndar ríkis og sveitarfélaga og grunn, leik og tónlistarkennara. Aðspurður um hvort framhaldsskólaviðræðurnar gangi betur þar svarar Magnús: „Nei, nei. Við erum að horfa til þess að virðimatsvegferðin gefi okkur möguleika á því að nálgast betur það markmið að sérfræðingar á opinbera geiranum verði á sömu launum og sérfræðingar á almennum markaði. Það er verkefnið sem verið er að vinna á báðum stöðum.“ Þurfi að þora Allir kennarar séu þar af leiðandi á sömu vegferð. Nú sé fundað í sitt hvoru lagi með ríkissáttasemjara því framhaldsskólakennarar semji við ríkið en grunn- leik, og tónlistarskólakennarar semji bæði við ríki og sveitarfélög. Hann telur að sama staða sé í báðum viðræðunum. „Staðan er sú sama í báðum tilvikum. Við höfum unnið vel og átt mjög góð samtöl við hið opinbera um ólíka þætti en í öllum tilvikum þarf traustið að koma. Við þurfum að þora að labba yfir brúna og gera það vonandi öll saman. Það er stefnan,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann búist við tíðindum í dag svarar Magnús: „Við eigum ekki mikið verk óunnið, en það er þetta traust og vissa um sameiginlega sýn sem við þurfum að ramma inn núna. Takist það held ég að við getum lokið samningi.“ Hann segir að þrátt fyrir að enginn sameiginlegur fundur hafi verið boðaður í deilu grunn, leikskóla og tónlistarskólakennara sé vinna í gangi með ríkissáttasemjara. „Við erum að fara yfir þætti í innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Við höfum farið ofan í virðismatið og hvernig við getum unnið það áfram,“ segir Magnús. Ekki sé búið að taka afstöðu til áframhaldandi aðgerða eftir dóm Félagsdóms. „Það mun bara koma í ljós hvaða leið verður farin í ljósi dóms Félagsdóms frá síðustu helgi. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur í dag,“ segir Magnús.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira