Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar 10. febrúar 2025 07:33 Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. Leikskólarnir fjórir voru þeir einu sem völdust í fyrstu hrinu verkfallsins, en hún stóð í fimm vikur. Þegar verkföllin hófust aftur nú í byrjun febrúar bættist sjötta vikan við hjá börnunum í þessum leikskólum og sú sjöunda hefði verið að byrja ef Félagsdómur hefði fallist á þessa sérstöku kröfu Kennarasambandsins. Kennarasambandið mátti vita að annað hvort yrðu öll verkföllin dæmd lögmæt eða ólögmæt. Þessi tilraun til að undanskilja verkföllin í leikskólunum fjórum er því ekkert annað en hefnaraðgerð gegn foreldrunum sem fóru í mál við Kennarasambandið og Félag leikskólakennara þar sem þau töldu verkföllin ólögleg. Héraðsdómur vísaði málinu frá og taldi að Félagsdómur ætti frekar að skera úr um lögmætið. Sem hann hefur nú gert, verkföllin eru ólögmæt. Foreldrarnir höfðu því rétt fyrir sér. Forsvarsmenn kennara fóru í mikla fýlu út af þessari málssókn og átöldu foreldra fyrir að vera að skipta sér af kjarabaráttu þeirra. Með því að reyna að undanskilja leikskóla barna þessara foreldra í ákvörðun Félagsdóms afhjúpar kennaraforystan smásálarlegan hefndarhug sem henni er ekki sæmandi. Ef Kennarasambandinu hefði orðið að ósk sinni um að halda áfram verkföllum í leikskólunum fjórum, þá væri staðan sú að þeir væru einir í verkföllum, ásamt leikskólanum í Snæfellsbæ. Þá væru 3% leikskólabarna að byrja sjöundu viku verkfalla í þeim tilgangi að knýja á um kjarabætur fyrir alla leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara landsins. Hvernig getur forystufólk kennara horft í augun á foreldrum og viðsemjendum sínum og haldið því fram að eitthvað geti réttlætt þessa lítilmótlegu en þó misheppnuðu tilraun til að refsa foreldrunum fyrir að standa með börnum sínum? Höfundur er afi leikskólabarns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. Leikskólarnir fjórir voru þeir einu sem völdust í fyrstu hrinu verkfallsins, en hún stóð í fimm vikur. Þegar verkföllin hófust aftur nú í byrjun febrúar bættist sjötta vikan við hjá börnunum í þessum leikskólum og sú sjöunda hefði verið að byrja ef Félagsdómur hefði fallist á þessa sérstöku kröfu Kennarasambandsins. Kennarasambandið mátti vita að annað hvort yrðu öll verkföllin dæmd lögmæt eða ólögmæt. Þessi tilraun til að undanskilja verkföllin í leikskólunum fjórum er því ekkert annað en hefnaraðgerð gegn foreldrunum sem fóru í mál við Kennarasambandið og Félag leikskólakennara þar sem þau töldu verkföllin ólögleg. Héraðsdómur vísaði málinu frá og taldi að Félagsdómur ætti frekar að skera úr um lögmætið. Sem hann hefur nú gert, verkföllin eru ólögmæt. Foreldrarnir höfðu því rétt fyrir sér. Forsvarsmenn kennara fóru í mikla fýlu út af þessari málssókn og átöldu foreldra fyrir að vera að skipta sér af kjarabaráttu þeirra. Með því að reyna að undanskilja leikskóla barna þessara foreldra í ákvörðun Félagsdóms afhjúpar kennaraforystan smásálarlegan hefndarhug sem henni er ekki sæmandi. Ef Kennarasambandinu hefði orðið að ósk sinni um að halda áfram verkföllum í leikskólunum fjórum, þá væri staðan sú að þeir væru einir í verkföllum, ásamt leikskólanum í Snæfellsbæ. Þá væru 3% leikskólabarna að byrja sjöundu viku verkfalla í þeim tilgangi að knýja á um kjarabætur fyrir alla leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara landsins. Hvernig getur forystufólk kennara horft í augun á foreldrum og viðsemjendum sínum og haldið því fram að eitthvað geti réttlætt þessa lítilmótlegu en þó misheppnuðu tilraun til að refsa foreldrunum fyrir að standa með börnum sínum? Höfundur er afi leikskólabarns
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun