Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 19:30 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands hittast á ný í Karphúsinu á morgun. Vísir Samninganefnd Kennarasambands Íslands fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd sveitarfélaga hefur ekki verið boðuð á sama fund. Formaður samningsnefndar sveitarfélaga segir enn eigi eftir að semja um nokkur atriði en vonar að samningar náist. Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara til fundar eftir hádegi í morgun. Félagsdómur dæmdi verkföll í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum ólögmæt á sunnudag. Á þeim forsendum að þau tækju ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá sama sveitarfélagi. Vilja að samkomulag frá 2016 verði virt Fram hefur komið að kennarar vilja jafna laun milli hins almenna og opinberra vinnumarkaðar. Vísað hefur til samkomulags sem gert var við ríkið árið 2016 um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Þær miðuðu að því að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þar kom jafnframt fram að unnið yrði markvisst að því að jafna kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði eins og kostur væri. Kennarar segja að þetta samkomulag hafi ekki verið virt. Úr samkomulagi sem gert var við kennara árið 2016.Vísir Þurfi að leysa nokkur atriði Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vonar að ekki komi til frekari verkfalla hjá kennurum. „Það er mikið áhyggjuefni að þau grípi til aðgerða að nýju og við höldum í vonina að við náum að semja,“ segir Inga. Hún segir að leysa þurfi nokkur atriði í kjaradeilunni áður en samningar náist. Aðspurð um hvort pólitík hafi haft afskipti af deilunni þegar kennarar héldu að þeir væru við það að skrifa undir kjarasamning svarar Inga: „Ég get ekki tjáð mig um neitt sem aðrir bera ábyrgð á. Við höfum reynt að standa okkar vakt og unnið okkar vinnu. Aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að samninganefnir kennara og sveitarfélaga hefðu verið boðaðar á fund en það er ekki rétt. Ríkissáttasemjari hefur aðeins boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara á sinn fund. Leiðrétt og uppfært klukkan 20:13 þann 12.2.2025. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara til fundar eftir hádegi í morgun. Félagsdómur dæmdi verkföll í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum ólögmæt á sunnudag. Á þeim forsendum að þau tækju ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá sama sveitarfélagi. Vilja að samkomulag frá 2016 verði virt Fram hefur komið að kennarar vilja jafna laun milli hins almenna og opinberra vinnumarkaðar. Vísað hefur til samkomulags sem gert var við ríkið árið 2016 um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Þær miðuðu að því að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þar kom jafnframt fram að unnið yrði markvisst að því að jafna kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði eins og kostur væri. Kennarar segja að þetta samkomulag hafi ekki verið virt. Úr samkomulagi sem gert var við kennara árið 2016.Vísir Þurfi að leysa nokkur atriði Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vonar að ekki komi til frekari verkfalla hjá kennurum. „Það er mikið áhyggjuefni að þau grípi til aðgerða að nýju og við höldum í vonina að við náum að semja,“ segir Inga. Hún segir að leysa þurfi nokkur atriði í kjaradeilunni áður en samningar náist. Aðspurð um hvort pólitík hafi haft afskipti af deilunni þegar kennarar héldu að þeir væru við það að skrifa undir kjarasamning svarar Inga: „Ég get ekki tjáð mig um neitt sem aðrir bera ábyrgð á. Við höfum reynt að standa okkar vakt og unnið okkar vinnu. Aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að samninganefnir kennara og sveitarfélaga hefðu verið boðaðar á fund en það er ekki rétt. Ríkissáttasemjari hefur aðeins boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara á sinn fund. Leiðrétt og uppfært klukkan 20:13 þann 12.2.2025.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira