Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:32 Nú hafa verkföll verið boðuð frá 21. febrúar nk. í fimm framhaldsskólum og veita þessar fréttir mér miklu hugarangri þar sem Menntaskólinn á Akureyri er einn þessara skóla. Munu verkfallsaðgerðir hafa bein áhrif á mína fjölskyldu í þetta sinn. Sonur minn stundar sitt framhaldsnám þar og voru ýmsar ástæður fyrir þessu skólavali og vó þar bekkjakerfi, námsbraut, gott orðspor og heimavist allnokkru. Ég ætla ekki að setja mat mitt á deilumál á milli aðila. Ég vil aðeins tjá hugleiðingar mínar varðandi yfirvofandi verkföll framhaldsskólanna sem foreldri og hvaða mögulegar afleiðingar þetta getur haft fyrir þessa nemendur. Framhaldsskólar á Íslandi eru rúmlega 35 talsins. Langflestir þeirra eru opinberir skólar í eigu íslenska ríkisins og eru verkföll boðuð í fimm þeirra þegar þetta er ritað. Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu þar sem ekki ríkir skólaskylda og eru yfirvofandi verkfallsaðgerðir í aðeins fimm framhaldsskólum að mínu mati gífurleg mismunun. Það er nemandans að ákveða að stunda framhaldsnám í skóla að eigin vali, greiða þar skólagjöld ásamt ýmsum auka gjöldum eins og húsaleigu, matar- og ferðakostnaði. Ég lít svo á að yfirvofandi verkfallsaðgerðir framhaldsskólana sé óréttlátt miðað við hvaða framhaldsskóla einstaklingur hefur valið að stunda nám sitt í. Þá finnst mér líklegt að gæði náms sé að veði og óvissa með afleiðingar andlega og félagslega á nemendur þessara skóla. Ég sem móðir drengs í framhaldsskóla hef miklar áhyggjur af hvaða áhrif svona ótímabundið verkfall hefur á son minn. Eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskólum í Evrópu er á Íslandi (Stjórnarráðið, 2024). Þá er brottfall úr framhaldsskóla mun hærra meðal drengja og var nógu alvarleg staða meðal þeirra í menntakerfinu fyrir. Þetta verkfall verður ekki til þess að stuðla að bættri líðan, virkni, áhuga, skýrari tilgangi og betri námsárangri hjá nemendum þessara fimm skóla. Það getur verið ansi snúið fyrir foreldra á landsbyggðinni að hvetja börn sín til frekara náms og sýna þeim aðhald í framhaldsnámi sérstaklega þegar þessir nemendur þurfa að stunda nám fjarri foreldrum og heimahögum. Framhaldsskólarnir á Akureyri eru heimavistarskólar og er því talsvert fjárhagslegt tjón sem nemendur á heimavist hljóta ef af verkfalli verður. Fæðisgjald og húsaleigu þarf að greiða áfram þrátt fyrir að barnið fái ekki að stunda nám á meðan verkfalli stendur og finnst mér ekki boðlegt að hafa son minn aðgerðalausan rúmum 300 km í burtu um óákveðinn tíma. Þá hvílir andleg byrði á nemendum og foreldrum að vita ekki hversu lengi verkfall muni vara og erfitt er að gera aðrar ráðstafanir. Ekki er auðvelt að fá vinnu eða önnur verkefni við hæfi fyrir ungmenni tímabundið með slíkri óvissu sem yfirvofandi og ótímabundið verkfall er. Ég tel því óásættanlegt að framhaldsskólanemum þessara fimm framhaldsskóla verði mismunað á þennan hátt. Höfundur er foreldri framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa verkföll verið boðuð frá 21. febrúar nk. í fimm framhaldsskólum og veita þessar fréttir mér miklu hugarangri þar sem Menntaskólinn á Akureyri er einn þessara skóla. Munu verkfallsaðgerðir hafa bein áhrif á mína fjölskyldu í þetta sinn. Sonur minn stundar sitt framhaldsnám þar og voru ýmsar ástæður fyrir þessu skólavali og vó þar bekkjakerfi, námsbraut, gott orðspor og heimavist allnokkru. Ég ætla ekki að setja mat mitt á deilumál á milli aðila. Ég vil aðeins tjá hugleiðingar mínar varðandi yfirvofandi verkföll framhaldsskólanna sem foreldri og hvaða mögulegar afleiðingar þetta getur haft fyrir þessa nemendur. Framhaldsskólar á Íslandi eru rúmlega 35 talsins. Langflestir þeirra eru opinberir skólar í eigu íslenska ríkisins og eru verkföll boðuð í fimm þeirra þegar þetta er ritað. Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu þar sem ekki ríkir skólaskylda og eru yfirvofandi verkfallsaðgerðir í aðeins fimm framhaldsskólum að mínu mati gífurleg mismunun. Það er nemandans að ákveða að stunda framhaldsnám í skóla að eigin vali, greiða þar skólagjöld ásamt ýmsum auka gjöldum eins og húsaleigu, matar- og ferðakostnaði. Ég lít svo á að yfirvofandi verkfallsaðgerðir framhaldsskólana sé óréttlátt miðað við hvaða framhaldsskóla einstaklingur hefur valið að stunda nám sitt í. Þá finnst mér líklegt að gæði náms sé að veði og óvissa með afleiðingar andlega og félagslega á nemendur þessara skóla. Ég sem móðir drengs í framhaldsskóla hef miklar áhyggjur af hvaða áhrif svona ótímabundið verkfall hefur á son minn. Eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskólum í Evrópu er á Íslandi (Stjórnarráðið, 2024). Þá er brottfall úr framhaldsskóla mun hærra meðal drengja og var nógu alvarleg staða meðal þeirra í menntakerfinu fyrir. Þetta verkfall verður ekki til þess að stuðla að bættri líðan, virkni, áhuga, skýrari tilgangi og betri námsárangri hjá nemendum þessara fimm skóla. Það getur verið ansi snúið fyrir foreldra á landsbyggðinni að hvetja börn sín til frekara náms og sýna þeim aðhald í framhaldsnámi sérstaklega þegar þessir nemendur þurfa að stunda nám fjarri foreldrum og heimahögum. Framhaldsskólarnir á Akureyri eru heimavistarskólar og er því talsvert fjárhagslegt tjón sem nemendur á heimavist hljóta ef af verkfalli verður. Fæðisgjald og húsaleigu þarf að greiða áfram þrátt fyrir að barnið fái ekki að stunda nám á meðan verkfalli stendur og finnst mér ekki boðlegt að hafa son minn aðgerðalausan rúmum 300 km í burtu um óákveðinn tíma. Þá hvílir andleg byrði á nemendum og foreldrum að vita ekki hversu lengi verkfall muni vara og erfitt er að gera aðrar ráðstafanir. Ekki er auðvelt að fá vinnu eða önnur verkefni við hæfi fyrir ungmenni tímabundið með slíkri óvissu sem yfirvofandi og ótímabundið verkfall er. Ég tel því óásættanlegt að framhaldsskólanemum þessara fimm framhaldsskóla verði mismunað á þennan hátt. Höfundur er foreldri framhaldsskólanema.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun