Kennarar klæðast svörtu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:02 Sigríður og samstarfskona hennar Ingibjörg Jónasardóttir, sem báðar eru leikskólakennarar á Rauðhóli. Bítið Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. Samninganefndir komu saman að nýju hjá ríkissáttasemjara í morgun eftir helgarfrí. Kennarar mættu allir aftur til vinnu í morgun eftir að Félagsdómur dæmdi verkföll þeirra í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélagas hjá sama vinnuveitanda. Margir syrgja þessa niðurstöðu Félagsdóms. „Þessi hugmynd kom að vera klædd svörtu. Ætli það lýsi ekki okkar líðan í dag, þetta er svo skrítið. Það eru mjög blendnar tilfinningar í stéttinni okkar núna,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli í Reykjavík. Sigríður ræddi stöðuna í kjaradeilunni nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kennarar á Rauðhóli fóru í verkfall fyrir viku síðan. Hún segir gott að mæta aftur og hitta krakkana en sárt á sama tíma. „Við erum í góðri trú í þessari baráttu, eins og er margoft búið að tala um að það sé búið að svíkja okkur síðan 2016. Við erum í góðri trú í verkfalli og svo fer þetta í þennan dóm þannig að skiljanlega eru margar tilfinningar í gangi.“ Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Austurvöll í kvöld, á sama tíma og forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína. „Ég á von á því að fólk mæti, til að sýna samstöðu í hringiðunni sem við erum í núna. Ég held það sé fyrst og fremst gott fyrir fólk að hittast,“ segir Sigríður. Kennarar viti ekkert hvernig gangi við samningaborðið og því erfitt að leggja mat á hvort grípa eigi til allsherjarverkfalls. „Maður vill auðvitað forðast það í lengstu lög að fara í verkfall. Maður vill bara að það sé hægt að semja.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33 Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21 Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Samninganefndir komu saman að nýju hjá ríkissáttasemjara í morgun eftir helgarfrí. Kennarar mættu allir aftur til vinnu í morgun eftir að Félagsdómur dæmdi verkföll þeirra í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélagas hjá sama vinnuveitanda. Margir syrgja þessa niðurstöðu Félagsdóms. „Þessi hugmynd kom að vera klædd svörtu. Ætli það lýsi ekki okkar líðan í dag, þetta er svo skrítið. Það eru mjög blendnar tilfinningar í stéttinni okkar núna,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli í Reykjavík. Sigríður ræddi stöðuna í kjaradeilunni nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kennarar á Rauðhóli fóru í verkfall fyrir viku síðan. Hún segir gott að mæta aftur og hitta krakkana en sárt á sama tíma. „Við erum í góðri trú í þessari baráttu, eins og er margoft búið að tala um að það sé búið að svíkja okkur síðan 2016. Við erum í góðri trú í verkfalli og svo fer þetta í þennan dóm þannig að skiljanlega eru margar tilfinningar í gangi.“ Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Austurvöll í kvöld, á sama tíma og forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína. „Ég á von á því að fólk mæti, til að sýna samstöðu í hringiðunni sem við erum í núna. Ég held það sé fyrst og fremst gott fyrir fólk að hittast,“ segir Sigríður. Kennarar viti ekkert hvernig gangi við samningaborðið og því erfitt að leggja mat á hvort grípa eigi til allsherjarverkfalls. „Maður vill auðvitað forðast það í lengstu lög að fara í verkfall. Maður vill bara að það sé hægt að semja.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33 Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21 Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33
Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17
Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21
Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33