Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar 14. febrúar 2025 10:02 „Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Sexan er nú haldin í þriðja sinn en hún á rætur að rekja til fræðsluátaks sem var meðal aðgerða í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 (Forvarnaráæltlun). Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Samskipti fara í æ ríkari mæli fram með rafrænum hætti og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar samskiptaleiðir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og jafnvel fullorðnu fólki virðist oft vefjast fingur um tönn þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Ör þróun og aukið aðgengi að forritum sem nota gervigreind hefur auk þess gert það að verkum að hver sem er getur skapað og birt sannfærandi myndefni þar sem einstaklingar birtast naktir eða í aðstæðum sem valdið geta þeim ómældum skaða. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til þeirrar háttsemi, eða hótunar um, að útbúa, afla sér eða öðrum, dreifa eða birta myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi einhvers án samþykkis viðkomandi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Hugmyndin með Sexunni er að ungt fólk, undir styrkri leiðsögn fullorðinna, fræði ungt fólk á tungumáli sem þau skilja. Þau sjálf eru best til þess fallin að varpa ljósi á þeirra eigin veruleika og hvar helstu áskoranirnar leynast í þeirra lífi. Verðlaunamyndirnar verða sendar í alla grunnskóla landsins sem fræðsluefni um stafrænt ofbeldi og nýtast þannig þeim skólum sem ekki taka þátt sem og komandi kynslóðum. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 3. febrúar til 8. apríl 2025. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina og dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og fulltrúa kvikmyndagerðar munu svo velja þrjár bestu myndirnar sem verða kynntar á vef UngRÚV. Sexan er að festa sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem nemendur 7. bekkja grunnskóla landsins sjá um að skapa fræðsluefni fyrir önnur börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa. Sigurvegari Sexunnar 2023 var Selásskóli með stuttmyndina „Friend Request“ og sigurvegari Sexunnar 2024 var Smáraskóli með myndina „Vinir í raun“. Þær myndir sem hlutu 1.-3. verðlaun í fyrri keppnum má finna bæði á Youtube rás Neyðarlínunnar og á vef Neyðarlínunnar 112.is/sexan. Þar má einnig finna frekari fræðslu um viðfangsefnin, innsendingargáttina, góð ráð fyrir stuttmyndagerð og leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara. Við skorum á foreldra og kennara barna í 7. bekkjum grunnskóla landsins til að hvetja börnin til þátttöku í Sexunni 2025. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Kynbundið ofbeldi Skóla- og menntamál Jafnréttismál Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Mest lesið Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
„Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Sexan er nú haldin í þriðja sinn en hún á rætur að rekja til fræðsluátaks sem var meðal aðgerða í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 (Forvarnaráæltlun). Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Samskipti fara í æ ríkari mæli fram með rafrænum hætti og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar samskiptaleiðir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og jafnvel fullorðnu fólki virðist oft vefjast fingur um tönn þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Ör þróun og aukið aðgengi að forritum sem nota gervigreind hefur auk þess gert það að verkum að hver sem er getur skapað og birt sannfærandi myndefni þar sem einstaklingar birtast naktir eða í aðstæðum sem valdið geta þeim ómældum skaða. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til þeirrar háttsemi, eða hótunar um, að útbúa, afla sér eða öðrum, dreifa eða birta myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi einhvers án samþykkis viðkomandi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Hugmyndin með Sexunni er að ungt fólk, undir styrkri leiðsögn fullorðinna, fræði ungt fólk á tungumáli sem þau skilja. Þau sjálf eru best til þess fallin að varpa ljósi á þeirra eigin veruleika og hvar helstu áskoranirnar leynast í þeirra lífi. Verðlaunamyndirnar verða sendar í alla grunnskóla landsins sem fræðsluefni um stafrænt ofbeldi og nýtast þannig þeim skólum sem ekki taka þátt sem og komandi kynslóðum. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 3. febrúar til 8. apríl 2025. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina og dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og fulltrúa kvikmyndagerðar munu svo velja þrjár bestu myndirnar sem verða kynntar á vef UngRÚV. Sexan er að festa sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem nemendur 7. bekkja grunnskóla landsins sjá um að skapa fræðsluefni fyrir önnur börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa. Sigurvegari Sexunnar 2023 var Selásskóli með stuttmyndina „Friend Request“ og sigurvegari Sexunnar 2024 var Smáraskóli með myndina „Vinir í raun“. Þær myndir sem hlutu 1.-3. verðlaun í fyrri keppnum má finna bæði á Youtube rás Neyðarlínunnar og á vef Neyðarlínunnar 112.is/sexan. Þar má einnig finna frekari fræðslu um viðfangsefnin, innsendingargáttina, góð ráð fyrir stuttmyndagerð og leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara. Við skorum á foreldra og kennara barna í 7. bekkjum grunnskóla landsins til að hvetja börnin til þátttöku í Sexunni 2025. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun