Þegar samfélagið þagnar Benóný Valur Jakobsson skrifar 4. júní 2025 16:32 Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni. Það var að mæta í jarðarför og kveðja ekki bara manneskjuna sem féll frá, heldur þátttöku hennar í lífi bæjarins. Það var að vera hluti af einhverju sem var stærra en maður sjálfur, en samt hlýtt og aðgengilegt. Fólk fann að það tilheyrði samfélagi. Á Húsavík var sterkt samfélag og það eru enn leifar af því. En eitthvað hefur breyst. Við eigum það til að leita skýringa og greina breytingar á atvinnulífi, tækni eða stjórnmálum, því sannarlega hafa þær áhrif. En stundum er það tíðarandinn sjálfur sem læðist inn og breytir því hvernig við hugsum. Við erum sífellt í samskiptum, en síður í tengslum. Við vitum meira um fólk í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Kaliforníu en við vitum um fólkið sem býr í húsinu við hliðina. Þegar samfélagið þagnar gerist það hægt. Við hættum að mæta. Fyrst í félagsheimilin, svo á þorrablótið, svo á Mærudaga. Við byrjum að panta hluti á netinu því það er aðeins auðveldara og hættum að styðja verslunina sem hefur haldið hurðinni opinni í áratugi. Við förum í leikhús eða á tónleika annars staðar en hér heima, af því að „þar er meira í boði“. En því sem við gleymum er að við erum lykillinn að því sem er í boði. Ef fólkið í samfélaginu mætir ekki, þá þurrkast þjónustan út. Samfélag er ekki eitthvað sem er alltaf til staðar. Það er eitthvað sem verður til. Það myndast þegar fólk kemur saman, horfir hvert á annað, hlær saman, syrgir saman, klappar, skammar og knúsar. Þegar við mætum í leikhús – ekki bara til að sjá leikritið, heldur til að vera með fólkinu í sal og sviði sem saman býr til töfra leikhússins. Þegar við klæðum okkur upp fyrir þorrablót, ekki af því að við höfum alltaf elskað sviðasultu, heldur af því að það skiptir máli að við hittumst og nærum samfélagið. Þegar við tökum þátt í Mærudögum og leyfum bænum að verða vettvangur gleði, hláturs og ævilangra minninga. Samfélag byggist ekki á viðburðunum einum – heldur á því að við sýnum hvert öðru að við séum til. Að við eigum þetta saman. Það er auðvelt að halda því fram að samfélag hverfi af sjálfu sér – að það sé hluti af þróuninni, af nútímanum. En það sem hverfur, ef við pössum ekki upp á það, er ekki bara samveran heldur tilfinningin að við séum ekki ein. Samfélag er móteitrið við einmanaleika, við að vera týnd í tóminu þó að það sé fullt af fólki í kringum þig. Við höfum enn möguleika á að spyrna við. Ef samfélagið er að þagna, getum við svarað með sterkri rödd. Með mætingu. Með nærveru. Með því að velja að versla hér. Mæta hér. Vera hér. Samfélag er ekki hugtak sem tilheyrir fortíðinni. Það er ákvörðun fólks á hverjum einasta degi að velja að tilheyra samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðurþingi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Norðurþing Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni. Það var að mæta í jarðarför og kveðja ekki bara manneskjuna sem féll frá, heldur þátttöku hennar í lífi bæjarins. Það var að vera hluti af einhverju sem var stærra en maður sjálfur, en samt hlýtt og aðgengilegt. Fólk fann að það tilheyrði samfélagi. Á Húsavík var sterkt samfélag og það eru enn leifar af því. En eitthvað hefur breyst. Við eigum það til að leita skýringa og greina breytingar á atvinnulífi, tækni eða stjórnmálum, því sannarlega hafa þær áhrif. En stundum er það tíðarandinn sjálfur sem læðist inn og breytir því hvernig við hugsum. Við erum sífellt í samskiptum, en síður í tengslum. Við vitum meira um fólk í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Kaliforníu en við vitum um fólkið sem býr í húsinu við hliðina. Þegar samfélagið þagnar gerist það hægt. Við hættum að mæta. Fyrst í félagsheimilin, svo á þorrablótið, svo á Mærudaga. Við byrjum að panta hluti á netinu því það er aðeins auðveldara og hættum að styðja verslunina sem hefur haldið hurðinni opinni í áratugi. Við förum í leikhús eða á tónleika annars staðar en hér heima, af því að „þar er meira í boði“. En því sem við gleymum er að við erum lykillinn að því sem er í boði. Ef fólkið í samfélaginu mætir ekki, þá þurrkast þjónustan út. Samfélag er ekki eitthvað sem er alltaf til staðar. Það er eitthvað sem verður til. Það myndast þegar fólk kemur saman, horfir hvert á annað, hlær saman, syrgir saman, klappar, skammar og knúsar. Þegar við mætum í leikhús – ekki bara til að sjá leikritið, heldur til að vera með fólkinu í sal og sviði sem saman býr til töfra leikhússins. Þegar við klæðum okkur upp fyrir þorrablót, ekki af því að við höfum alltaf elskað sviðasultu, heldur af því að það skiptir máli að við hittumst og nærum samfélagið. Þegar við tökum þátt í Mærudögum og leyfum bænum að verða vettvangur gleði, hláturs og ævilangra minninga. Samfélag byggist ekki á viðburðunum einum – heldur á því að við sýnum hvert öðru að við séum til. Að við eigum þetta saman. Það er auðvelt að halda því fram að samfélag hverfi af sjálfu sér – að það sé hluti af þróuninni, af nútímanum. En það sem hverfur, ef við pössum ekki upp á það, er ekki bara samveran heldur tilfinningin að við séum ekki ein. Samfélag er móteitrið við einmanaleika, við að vera týnd í tóminu þó að það sé fullt af fólki í kringum þig. Við höfum enn möguleika á að spyrna við. Ef samfélagið er að þagna, getum við svarað með sterkri rödd. Með mætingu. Með nærveru. Með því að velja að versla hér. Mæta hér. Vera hér. Samfélag er ekki hugtak sem tilheyrir fortíðinni. Það er ákvörðun fólks á hverjum einasta degi að velja að tilheyra samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðurþingi
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun