Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:02 Rauði krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018, að norskri og danskri fyrirmynd. Verkefnið er afar mikilvægt framtak þar sem hættan á endurkomu í fangelsi er hæst fyrsta árið eftir lausn og því er nauðsynlegt að styðja við einstaklinga sem vilja ekki falla í sama farið. Sams konar verkefni er að finna hjá fleiri landsfélögum Rauða krossins og þau hafa skilað góðum árangri í að efla einstaklinga, bæði í afplánun og eftir hana, og þar af leiðandi fækka endurkomum í fangelsin. Einstaklingsmiðaður og lífsnauðsynlegur stuðningur Aðlögun að samfélaginu eftir lausn er oft erfið en stuðningur eftir afplánun er almennt afar takmarkaður á Íslandi. Það getur reynst einstaklingum lífsnauðsynlegt að fá viðunandi aðstoð, þar á meðal til þess að endurheimta sjálfsbjargarhæfni sína, finna atvinnu, húsnæði og einangrast ekki félagslega. Án aðstoðar eiga margir einstaklingar erfitt með að falla ekki aftur í sama farið. Sálfélagslegur stuðningur er einn af mikilvægustu þáttum verkefnisins, en þar er veittur stuðningur sem nýtist þátttakendum og reynt er að finna úrræði og virkja einstaklinga til að nýta sér aðstoðina. Þar sem þarfir þátttakenda eru mjög mismunandi aðlagar verkefnið sig að væntingum og þörfum hvers og eins. Að geta rætt við hlutlausan aðila sem sýnir raunverulegan áhuga er afar mikilvægt. Markmið okkar er að bæta félagslega stöðu og draga úr félagslegri einangrun og fordómum sem fyrrverandi fangar kunna að mæta. Verkefnið er drifið áfram af sjálfboðaliðum sem styðjast við samþætta og heildræna nálgun. Mikilvægt að skilja tengsl áfalla og afbrota Flestir, ef ekki allir einstaklingar sem fremja afbrot hafa upplifað áföll. Áföll geta haft mikil áhrif á hegðun okkar og hvernig við tökum ákvarðanir. Áföll á æskuárum eins og misnotkun, vanræksla og ofbeldi geta byggt upp tilfinningar eins og reiði, hjálparleysi og ófullnægjandi hæfni til að takast á við lífið. Ef þeim úrræðum sem eiga að grípa einstaklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli er ábótavant getur það orðið til þess að einstaklingar reyni að finna aðrar leiðir til þess að komast í gegnum tilfinningalega erfiðleika eða ná aftur stjórn á eigin lífi. Stundum hafa þessar aðferðir neikvæðar afleiðingar bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. Að skilja tengingu áfalla og afbrota er því lykilatriði í að fyrirbyggja afbrot og stuðla að endurhæfingu. Þörf á samþættri þjónusta Það eru mörg félög og stofnanir sem koma að fangelsismálum sem vilja vel og leggja sig fram um að veita góða þjónustu, en samt sem áður ríkir ákveðið úrræðaleysi í kerfinu. Það virðist vera þörf fyrir betra samstarf milli þeirra sem vinna að þessum málaflokki. Mikilvægt er að einstaklingar sem koma úr afplánun fái samþætta og einstaklingsmiðað þjónustu þar sem þeir fá tækifæri til uppbyggingar og jákvæðra breytinga. Stuðningur og endurhæfing fyrrum afbrotamanna kemur okkur öllum við. Með viðeigandi þjónustu og úrræðum erum við ekki einungis að styðja við einstaklinga sem kerfið mistókst að grípa á einhverjum tímapunkti, heldur einnig að styrkja félagslegt réttlæti, brjóta vítahring glæpa, minnka fangelsiskostnað og auka öryggi samfélagsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagsmál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018, að norskri og danskri fyrirmynd. Verkefnið er afar mikilvægt framtak þar sem hættan á endurkomu í fangelsi er hæst fyrsta árið eftir lausn og því er nauðsynlegt að styðja við einstaklinga sem vilja ekki falla í sama farið. Sams konar verkefni er að finna hjá fleiri landsfélögum Rauða krossins og þau hafa skilað góðum árangri í að efla einstaklinga, bæði í afplánun og eftir hana, og þar af leiðandi fækka endurkomum í fangelsin. Einstaklingsmiðaður og lífsnauðsynlegur stuðningur Aðlögun að samfélaginu eftir lausn er oft erfið en stuðningur eftir afplánun er almennt afar takmarkaður á Íslandi. Það getur reynst einstaklingum lífsnauðsynlegt að fá viðunandi aðstoð, þar á meðal til þess að endurheimta sjálfsbjargarhæfni sína, finna atvinnu, húsnæði og einangrast ekki félagslega. Án aðstoðar eiga margir einstaklingar erfitt með að falla ekki aftur í sama farið. Sálfélagslegur stuðningur er einn af mikilvægustu þáttum verkefnisins, en þar er veittur stuðningur sem nýtist þátttakendum og reynt er að finna úrræði og virkja einstaklinga til að nýta sér aðstoðina. Þar sem þarfir þátttakenda eru mjög mismunandi aðlagar verkefnið sig að væntingum og þörfum hvers og eins. Að geta rætt við hlutlausan aðila sem sýnir raunverulegan áhuga er afar mikilvægt. Markmið okkar er að bæta félagslega stöðu og draga úr félagslegri einangrun og fordómum sem fyrrverandi fangar kunna að mæta. Verkefnið er drifið áfram af sjálfboðaliðum sem styðjast við samþætta og heildræna nálgun. Mikilvægt að skilja tengsl áfalla og afbrota Flestir, ef ekki allir einstaklingar sem fremja afbrot hafa upplifað áföll. Áföll geta haft mikil áhrif á hegðun okkar og hvernig við tökum ákvarðanir. Áföll á æskuárum eins og misnotkun, vanræksla og ofbeldi geta byggt upp tilfinningar eins og reiði, hjálparleysi og ófullnægjandi hæfni til að takast á við lífið. Ef þeim úrræðum sem eiga að grípa einstaklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli er ábótavant getur það orðið til þess að einstaklingar reyni að finna aðrar leiðir til þess að komast í gegnum tilfinningalega erfiðleika eða ná aftur stjórn á eigin lífi. Stundum hafa þessar aðferðir neikvæðar afleiðingar bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. Að skilja tengingu áfalla og afbrota er því lykilatriði í að fyrirbyggja afbrot og stuðla að endurhæfingu. Þörf á samþættri þjónusta Það eru mörg félög og stofnanir sem koma að fangelsismálum sem vilja vel og leggja sig fram um að veita góða þjónustu, en samt sem áður ríkir ákveðið úrræðaleysi í kerfinu. Það virðist vera þörf fyrir betra samstarf milli þeirra sem vinna að þessum málaflokki. Mikilvægt er að einstaklingar sem koma úr afplánun fái samþætta og einstaklingsmiðað þjónustu þar sem þeir fá tækifæri til uppbyggingar og jákvæðra breytinga. Stuðningur og endurhæfing fyrrum afbrotamanna kemur okkur öllum við. Með viðeigandi þjónustu og úrræðum erum við ekki einungis að styðja við einstaklinga sem kerfið mistókst að grípa á einhverjum tímapunkti, heldur einnig að styrkja félagslegt réttlæti, brjóta vítahring glæpa, minnka fangelsiskostnað og auka öryggi samfélagsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun