Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2024 13:20 Álfhildur Leifsdóttir, formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, og Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Orð Einars hafa farið illa ofan í kennarastéttina og fjölmargir þaðan hjólað í borgarstjórann á samfélagsmiðlum. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, var á ráðstefnunni. „Það var svona að mér fannst mikið virðingarleysi þessa ráðafólks í garð þessarar stéttar sem sér um menntun og uppeldi barna í okkar samfélagi. Mér er svolítið spurn bara, ráða sveitarfélögin þá við þetta verkefni? Ef við erum svona mikill vandi á höndum sveitarfélaganna,“ segir Álfhildur. Starf kennara sé fjölbreytt og krefjandi. „Við erum að vinna gríðarlega flókna, gefandi, skemmtilega en líka oft erfiða vinnu inni í kennslustofunni. Ef við eigum að gera það vel, þá þurfum við stuðning. Við þurfum stuðning inn í stofuna og við þurfum stuðning okkar ráðamanna og yfirmanna við það flókna verkefni sem við erum að skila,“ segir Álfhildur. Kennarasamband Íslands deildi myndbandi af ræðu Einars og fjölmargir hafa skrifað ummæli þar undir. „Dapurlegt þegar æðsti yfirmaður Reykjavíkurborgar talar af svo miklum hroka, þekkingarleysi og lítilsvirðingu á störfum kennara og væntingum þeirra. Hann veit greinilega ekkert! Hafi hann skömm fyrir!“ skrifar ein. „Takk Einar Þorsteinsson fyrir hlýleg orð og skilning (kaldhæðni) Fer að sofa í kvöld með sorg í hjarta,“ bætir önnur við. Þá hafa fleiri deilt klippunni á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jónína Einarsdóttir leikskólastjóri á Stakkaborg. Hún segir Einari að drífa í að semja við kennara sem gætu verið á leið í verkfall á næstunni. Orð hans séu ekkert nema olía á eldinn. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
„Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Orð Einars hafa farið illa ofan í kennarastéttina og fjölmargir þaðan hjólað í borgarstjórann á samfélagsmiðlum. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, var á ráðstefnunni. „Það var svona að mér fannst mikið virðingarleysi þessa ráðafólks í garð þessarar stéttar sem sér um menntun og uppeldi barna í okkar samfélagi. Mér er svolítið spurn bara, ráða sveitarfélögin þá við þetta verkefni? Ef við erum svona mikill vandi á höndum sveitarfélaganna,“ segir Álfhildur. Starf kennara sé fjölbreytt og krefjandi. „Við erum að vinna gríðarlega flókna, gefandi, skemmtilega en líka oft erfiða vinnu inni í kennslustofunni. Ef við eigum að gera það vel, þá þurfum við stuðning. Við þurfum stuðning inn í stofuna og við þurfum stuðning okkar ráðamanna og yfirmanna við það flókna verkefni sem við erum að skila,“ segir Álfhildur. Kennarasamband Íslands deildi myndbandi af ræðu Einars og fjölmargir hafa skrifað ummæli þar undir. „Dapurlegt þegar æðsti yfirmaður Reykjavíkurborgar talar af svo miklum hroka, þekkingarleysi og lítilsvirðingu á störfum kennara og væntingum þeirra. Hann veit greinilega ekkert! Hafi hann skömm fyrir!“ skrifar ein. „Takk Einar Þorsteinsson fyrir hlýleg orð og skilning (kaldhæðni) Fer að sofa í kvöld með sorg í hjarta,“ bætir önnur við. Þá hafa fleiri deilt klippunni á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jónína Einarsdóttir leikskólastjóri á Stakkaborg. Hún segir Einari að drífa í að semja við kennara sem gætu verið á leið í verkfall á næstunni. Orð hans séu ekkert nema olía á eldinn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira