„Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2025 22:04 Notkun hugvíkkandi efna sem hluti af áfallameðferð hefur verið í umræðunni síðustu misserin. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að einstaklingar hafi þurft að leita á bráðamóttöku í geðrofsástandi eftir notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni. Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir um sömu efni að ræða og seld eru sem vímugjafar í partýum. Þegar talað er um hugvíkkandi efni er til dæmis átt við MDMA, ólöglegt efni sem hefur verið rannsakað síðustu árin í því skyni að nota það sem hluta af meðferð vegna áfallastreituröskunar. Lyfið er ekki komið með markaðsleyfi en virðist engu að síður vera notað af meðferðaraðilum utan heilbrigðisgeirans. Pétur Maack er formaður félags Sálfræðingafélags Íslands. „Það sem við vitum raunverulega ekki er hversu algengt það er að fólk sé að prufa sig áfram með svona efni sem hafa verið flokkuð saman, líkt og MDMA og psilocybin.“ „Við höfum enga yfirsýn yfir hverjir eru að leiða þessar meðferðir eða athafnir,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Í gær birtist viðtal við Hödd Vilhjálmsdóttur á Vísi sem ræddi reynslu sína af því að hafa undir handleiðslu meðferðaraðila notað MDMA í áfallavinnu og þurfti í framhaldinu að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Pétur segir að upp komi 15-20 slík mál á ári. „Það er mjög alvarlegt að fólk [meðferðaraðilar] sem ekki hefur grunn í það að stunda þetta, hefur ekki þekkingu á þessum efnum eða afleiðingum þeirra, sé að fikta við þetta. Kannski ekki síst útaf því að fólki er mishætt við geðrofi,“ segir Pétur og bætir við að nauðsynlegt sé að sá sem geri tilraunir með svona meðferðir þekki mjög vel til bakgrunns meðferðaþegans og til geðrofssjúklinga. „Við vitum ekkert hvað er í þessu“ Pétur segir að í dæmi Haddar hafi verið óvanalegt að hún var í meðferð hjá heilbrigðisstarfsemi því þar gildi lög og reglugerðir. Umræddur sálfræðingur missti starfsleyfið sem Pétur segir dæmi um að kerfið hafi virkað. Einnig sé sá vinkill áhugaverður að starfandi heilbrigðisstarfsmenn séu með sjúklingatrygging sem sé ábyrðgartrygging gagnvart því sem gæti komið upp í meðferð sjúklinga. „Ef þú ert forvitinn um þetta og kýst að fara í athöfn uppi í fjalli eða úti í sveit, þá er það auðvitað ekki þannig að sá sem stýrir athöfninni sé með sjúkingatryggingu ef eitthvað kemur upp á. Það er áhætta og fólk þyrfti svolítið að hugleiða hana áður en það stekkur á þetta.“ Erlendis standa yfir opinberar tilraunameðferðir þar sem meðal annars er verið að búa til leiðbeiningar um hvernig á að veita viðtalsmeðferð þeim sem eru undir áhrifum MDMA. Ef af því verður að lyfið fái markaðsleyfi þá telur Pétur að það verði ekki notað nema að vel athuguðu máli og þá í teymisvinnu sérfræðinga. Svo er ekki nú. „Þarna eru þau seld sem einhverskonar lækningaefni eða lyf eða í lækningaskyni en þetta kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ sem vímugjafi. Við vitum ekkert hvað er í þessu.“ Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þegar talað er um hugvíkkandi efni er til dæmis átt við MDMA, ólöglegt efni sem hefur verið rannsakað síðustu árin í því skyni að nota það sem hluta af meðferð vegna áfallastreituröskunar. Lyfið er ekki komið með markaðsleyfi en virðist engu að síður vera notað af meðferðaraðilum utan heilbrigðisgeirans. Pétur Maack er formaður félags Sálfræðingafélags Íslands. „Það sem við vitum raunverulega ekki er hversu algengt það er að fólk sé að prufa sig áfram með svona efni sem hafa verið flokkuð saman, líkt og MDMA og psilocybin.“ „Við höfum enga yfirsýn yfir hverjir eru að leiða þessar meðferðir eða athafnir,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Í gær birtist viðtal við Hödd Vilhjálmsdóttur á Vísi sem ræddi reynslu sína af því að hafa undir handleiðslu meðferðaraðila notað MDMA í áfallavinnu og þurfti í framhaldinu að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Pétur segir að upp komi 15-20 slík mál á ári. „Það er mjög alvarlegt að fólk [meðferðaraðilar] sem ekki hefur grunn í það að stunda þetta, hefur ekki þekkingu á þessum efnum eða afleiðingum þeirra, sé að fikta við þetta. Kannski ekki síst útaf því að fólki er mishætt við geðrofi,“ segir Pétur og bætir við að nauðsynlegt sé að sá sem geri tilraunir með svona meðferðir þekki mjög vel til bakgrunns meðferðaþegans og til geðrofssjúklinga. „Við vitum ekkert hvað er í þessu“ Pétur segir að í dæmi Haddar hafi verið óvanalegt að hún var í meðferð hjá heilbrigðisstarfsemi því þar gildi lög og reglugerðir. Umræddur sálfræðingur missti starfsleyfið sem Pétur segir dæmi um að kerfið hafi virkað. Einnig sé sá vinkill áhugaverður að starfandi heilbrigðisstarfsmenn séu með sjúklingatrygging sem sé ábyrðgartrygging gagnvart því sem gæti komið upp í meðferð sjúklinga. „Ef þú ert forvitinn um þetta og kýst að fara í athöfn uppi í fjalli eða úti í sveit, þá er það auðvitað ekki þannig að sá sem stýrir athöfninni sé með sjúkingatryggingu ef eitthvað kemur upp á. Það er áhætta og fólk þyrfti svolítið að hugleiða hana áður en það stekkur á þetta.“ Erlendis standa yfir opinberar tilraunameðferðir þar sem meðal annars er verið að búa til leiðbeiningar um hvernig á að veita viðtalsmeðferð þeim sem eru undir áhrifum MDMA. Ef af því verður að lyfið fái markaðsleyfi þá telur Pétur að það verði ekki notað nema að vel athuguðu máli og þá í teymisvinnu sérfræðinga. Svo er ekki nú. „Þarna eru þau seld sem einhverskonar lækningaefni eða lyf eða í lækningaskyni en þetta kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ sem vímugjafi. Við vitum ekkert hvað er í þessu.“
Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira