Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Agnar Már Másson skrifar 14. júlí 2025 23:38 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Sigurjón Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. Heitar umræður sköpuðust í Reykjavík síðdegis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ræddu þinglokin. Inga Sæland sagði að 71. þingskaparlaga, eða kjarnorkuákvæðinu, yrði tafarlaust aftur beitt skapaðist sú staða sem kom upp í umræðunni um veiðigjöld. Var Inga þar spurð út í ummæli sín í ræðustól Alþingis í síðustu viku þar sem hún spurði hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Ummælin fóru illa í stjórnarandstæðinga sem hafa gagnrýnt þetta orðalag harkalega síðan þá. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í rauninni ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðræðið í landinu?“ sagði Inga í síðustu viku. Spurð hvort ekki eigi að biðjast afsökunar svarar Inga neitandi. „Nei, það þarf ég ekki að gera,“ segir hún og benti á það væru „kannski ekki allir sem skildu þetta líkingamál“ enda hafi hún haft of stuttan tíma í ræðustól til að kryfja viðlíkinguna nánar. Í raun hafi hún verið að spyrja hvort Íslendingar vildu ofbeldisfull stjórnvöld á Alþingi. Sigmundur Davíð greip inn í. „Þú hlýtur að hafa lesið hvað þú sagðir,“ sagði Sigmundur. „Og við bætist að þú ert að hóta því að beita þessu kjarnorkuákvæði svokallaða til þess að stöðva hér aðrar umræður um það mál sem að fyrirhugað var.“ Miðflokksmaðurinn dró þá í efa að Inga væri í raun höfð með í ráðunum við borð ríkisstjórnarinnar. „En áðan sagðir þú að þú stæðir með fínum konum í ríkisstjórninni og þið væruð samhentar og hefðuð engar áhyggjur af Evrópusambandsmálunum. Ég er ekkert viss um að þú sért með í ráðum, eins og við sjáum með þessi þinglok. Þannig að þú áttir nú kannski að athuga það hvort að þær hafa eitthvað einhvern áhuga eða stuðning við málefni Flokks fólksins,“ sagði Sigmundur, sem vísaði þar til þess að afgreiðsla á fjölda áherslumála flokks Ingu hafi ekki klárast fyrir þinglok. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira
Heitar umræður sköpuðust í Reykjavík síðdegis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ræddu þinglokin. Inga Sæland sagði að 71. þingskaparlaga, eða kjarnorkuákvæðinu, yrði tafarlaust aftur beitt skapaðist sú staða sem kom upp í umræðunni um veiðigjöld. Var Inga þar spurð út í ummæli sín í ræðustól Alþingis í síðustu viku þar sem hún spurði hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Ummælin fóru illa í stjórnarandstæðinga sem hafa gagnrýnt þetta orðalag harkalega síðan þá. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í rauninni ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðræðið í landinu?“ sagði Inga í síðustu viku. Spurð hvort ekki eigi að biðjast afsökunar svarar Inga neitandi. „Nei, það þarf ég ekki að gera,“ segir hún og benti á það væru „kannski ekki allir sem skildu þetta líkingamál“ enda hafi hún haft of stuttan tíma í ræðustól til að kryfja viðlíkinguna nánar. Í raun hafi hún verið að spyrja hvort Íslendingar vildu ofbeldisfull stjórnvöld á Alþingi. Sigmundur Davíð greip inn í. „Þú hlýtur að hafa lesið hvað þú sagðir,“ sagði Sigmundur. „Og við bætist að þú ert að hóta því að beita þessu kjarnorkuákvæði svokallaða til þess að stöðva hér aðrar umræður um það mál sem að fyrirhugað var.“ Miðflokksmaðurinn dró þá í efa að Inga væri í raun höfð með í ráðunum við borð ríkisstjórnarinnar. „En áðan sagðir þú að þú stæðir með fínum konum í ríkisstjórninni og þið væruð samhentar og hefðuð engar áhyggjur af Evrópusambandsmálunum. Ég er ekkert viss um að þú sért með í ráðum, eins og við sjáum með þessi þinglok. Þannig að þú áttir nú kannski að athuga það hvort að þær hafa eitthvað einhvern áhuga eða stuðning við málefni Flokks fólksins,“ sagði Sigmundur, sem vísaði þar til þess að afgreiðsla á fjölda áherslumála flokks Ingu hafi ekki klárast fyrir þinglok.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira