Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:13 Lengsta umræðan var um veiðigjöld og stóð hún samtals yfir í um 162 klukkustundir. vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig Alþingi var sett hinn 4. febrúar eða fyrir rúmum fimm mánuðum. Á þeim tíma var haldinn 91 þingfundur og stóðu þeir samtals yfir í um 710 klukkustundir. Sá lengsti varði í átján og hálfan tíma og líkt og fram hefur komið var lengsta umræðan um veiðigjöld en rætt var um málið í um 162 klukkustundir. Það kemur því lítið á óvart að þau sem tóku virkan þátt í umræðunni tróna í efstu sætum yfir þá þingmenn sem töluðu manna mest. Ræðukóngur að þessu sinni er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem talaði í 1.548 mínútur eða tæpar 26 klukkustundir. Hann segir titilinn leggjast ágætlega í sig. Njáll Trausti Friðbertsson er ræðukóngur eftir liðinn þingvetur.Vísir/Vilhelm „Það er búið að vera mikil umræða um mörg stór mál síðan í byrjun febrúar og þetta er kannski svolítið mikið á mínum þekkingarsviðum og áhugasviðum sem umræðan hefur verið. Þannig það er bara áhugavert að lenda í þessari stöðu,“ segir Njáll Trausti. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest, eða í 1.509 mínútur og þar á eftir er Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem talaði í 1.492 mínútur. Í fjórða sæti er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem talaði í 1.399 mínútur. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest á liðnu þingi.Vísir/Ívar Fannar Njáll Trausti segir umræðuna um veiðigjöld standa upp úr þar á þinginu sem hann hafi viðrað áhyggjur sínar af áhrifum breytinganna á sjávarþorp í kringum landið. „En svo höfum líka verið að ræða varnar- og öryggismálin, búin að ræða innviði í samfélaginu, og ég hef haft mikinn áhuga á samgöngumálum og raforkumálum.“ Hann segir þingveturinn hafa verið sérstakan að mörgu leyti en bindur vondir við gott samstarf í haut. „Vonandi er skárri þingvetur fram undan en það sem við höfum verið að upplifa síðustu mánuði, sem ég held að sé alveg fordæmalaust.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Alþingi var sett hinn 4. febrúar eða fyrir rúmum fimm mánuðum. Á þeim tíma var haldinn 91 þingfundur og stóðu þeir samtals yfir í um 710 klukkustundir. Sá lengsti varði í átján og hálfan tíma og líkt og fram hefur komið var lengsta umræðan um veiðigjöld en rætt var um málið í um 162 klukkustundir. Það kemur því lítið á óvart að þau sem tóku virkan þátt í umræðunni tróna í efstu sætum yfir þá þingmenn sem töluðu manna mest. Ræðukóngur að þessu sinni er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem talaði í 1.548 mínútur eða tæpar 26 klukkustundir. Hann segir titilinn leggjast ágætlega í sig. Njáll Trausti Friðbertsson er ræðukóngur eftir liðinn þingvetur.Vísir/Vilhelm „Það er búið að vera mikil umræða um mörg stór mál síðan í byrjun febrúar og þetta er kannski svolítið mikið á mínum þekkingarsviðum og áhugasviðum sem umræðan hefur verið. Þannig það er bara áhugavert að lenda í þessari stöðu,“ segir Njáll Trausti. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest, eða í 1.509 mínútur og þar á eftir er Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem talaði í 1.492 mínútur. Í fjórða sæti er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem talaði í 1.399 mínútur. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest á liðnu þingi.Vísir/Ívar Fannar Njáll Trausti segir umræðuna um veiðigjöld standa upp úr þar á þinginu sem hann hafi viðrað áhyggjur sínar af áhrifum breytinganna á sjávarþorp í kringum landið. „En svo höfum líka verið að ræða varnar- og öryggismálin, búin að ræða innviði í samfélaginu, og ég hef haft mikinn áhuga á samgöngumálum og raforkumálum.“ Hann segir þingveturinn hafa verið sérstakan að mörgu leyti en bindur vondir við gott samstarf í haut. „Vonandi er skárri þingvetur fram undan en það sem við höfum verið að upplifa síðustu mánuði, sem ég held að sé alveg fordæmalaust.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira