Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2025 10:23 Jenna mælir með spf 50 á andlit, bringu, hendur og handabök og spf 30 á aðra hluta líkamans í sólinni. Hvað ljósabekkina varðar vill hún banna þá alfarið. Vísir/Vilhelm/Getty Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. Jenna var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún var meðal annars spurð út í fullyrðingar sem ganga nú villt og galið um samfélagsmiðla, þess efnis að sólarvörn sé ekki síður skaðleg en sólin sjálf og jafnvel krabbameinsvaldandi. „Það er náttúrulega algjört rugl,“ svaraði Jenna um hæl. „Og margar stórar og góðar rannsóknir búnar að sýna það að þetta ver okkur gegn krabbameinum. Og við eigum algjörlega að nota sólarvörn.“ Mikil aukning hafi verið á greiningum húðkrabbameina síðustu áratugi og þá ekki síst vegna breyttrar „sólarhegðunar“, það er að segja sólarlandaferða þar sem fólk bókstaflega baðar sig í sólinni. „Þetta eru líka vissar atvinnustéttir,“ bætir Jenna við. „Þeir sem eru með krónískar, eða langvinnar, sólarskemmdir eru mikið til golfarar og svo náttúrulega bændur og þeir sem vinna úti við og eru útsettir fyrir sólinni.“ Að sögn Jennu geta neytendur vel treyst allri CE-merktri sólarvörn frá stórum framleiðendum en hún minnti líka á að sólarvörnin væri ekki bara fyrir sólríkustu og heitustu dagana, heldur líka fyrir daga þar sem sólin væri ekki alveg jafn áberandi. „Hér á Íslandi myndi ég segja alveg frá apríl, þegar sólin verður orkuríkari og fer að fara meira inn um gluggana og allt þetta, þá byrjar maður alveg að bera á sig sólarvörn daglega,“ segir hún. Jenna sparar ekki stóru orðin þegar kemur að ljósabekkjum. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá. Ástralía og Brasilía eru búin að banna þá og svo er eitt land sem mér finnst eiginlega mjög skemmtilegt að sé búið að banna þá og það er Íran,“ segir Jenna. „Mér finnst að við hér á Íslandi ættum að gera það. Ljósabekkir valda fleiri krabbameinum en sígarettur,“ bætir hún við. Gjöld séu lögð á sígarettur en ljósabekkir séu út um allt og ekkert gert við því. Jenna segir það hafa verið mikið heillaspor að banna einstaklingum undir 18 ára að nota ljósabekki. „Því ef þú færð sólbruna eða brennur undir tvítugu, þá ertu búin að auka áhættuna á sortuæxlum um 75 prósent.“ Þá stórauki ljósabekkjanotkun fyrir 35 ára einnig áhættuna. Að sögn Jennu greinast yfir 50 manns með sortuæxli á hverju ári. Konur greinist yfirleitt um fimmtugt en karlar um sextugt. Dánartíðnin sé um tíu á ári. „Það er ekkert grín að fá sortuæxli,“ segir hún. Jenna segir ekki vanþörf á vitundarvakningu líkt og ráðist var í um aldamótin, eftir mikla aukningu húðkrabbameina meðal ungra kvenna. Það átak hafi skilað árangri og krabbameinum fækkað í einhver ár. Sortuæxli getur bæði birt sem nýr, óvenjulegur blettur og sem breyting á fæðingablett sem var fyrir. Hér má finna svar Vísindavefs HÍ um húðkrabbamein. Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Bítið Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Jenna var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún var meðal annars spurð út í fullyrðingar sem ganga nú villt og galið um samfélagsmiðla, þess efnis að sólarvörn sé ekki síður skaðleg en sólin sjálf og jafnvel krabbameinsvaldandi. „Það er náttúrulega algjört rugl,“ svaraði Jenna um hæl. „Og margar stórar og góðar rannsóknir búnar að sýna það að þetta ver okkur gegn krabbameinum. Og við eigum algjörlega að nota sólarvörn.“ Mikil aukning hafi verið á greiningum húðkrabbameina síðustu áratugi og þá ekki síst vegna breyttrar „sólarhegðunar“, það er að segja sólarlandaferða þar sem fólk bókstaflega baðar sig í sólinni. „Þetta eru líka vissar atvinnustéttir,“ bætir Jenna við. „Þeir sem eru með krónískar, eða langvinnar, sólarskemmdir eru mikið til golfarar og svo náttúrulega bændur og þeir sem vinna úti við og eru útsettir fyrir sólinni.“ Að sögn Jennu geta neytendur vel treyst allri CE-merktri sólarvörn frá stórum framleiðendum en hún minnti líka á að sólarvörnin væri ekki bara fyrir sólríkustu og heitustu dagana, heldur líka fyrir daga þar sem sólin væri ekki alveg jafn áberandi. „Hér á Íslandi myndi ég segja alveg frá apríl, þegar sólin verður orkuríkari og fer að fara meira inn um gluggana og allt þetta, þá byrjar maður alveg að bera á sig sólarvörn daglega,“ segir hún. Jenna sparar ekki stóru orðin þegar kemur að ljósabekkjum. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá. Ástralía og Brasilía eru búin að banna þá og svo er eitt land sem mér finnst eiginlega mjög skemmtilegt að sé búið að banna þá og það er Íran,“ segir Jenna. „Mér finnst að við hér á Íslandi ættum að gera það. Ljósabekkir valda fleiri krabbameinum en sígarettur,“ bætir hún við. Gjöld séu lögð á sígarettur en ljósabekkir séu út um allt og ekkert gert við því. Jenna segir það hafa verið mikið heillaspor að banna einstaklingum undir 18 ára að nota ljósabekki. „Því ef þú færð sólbruna eða brennur undir tvítugu, þá ertu búin að auka áhættuna á sortuæxlum um 75 prósent.“ Þá stórauki ljósabekkjanotkun fyrir 35 ára einnig áhættuna. Að sögn Jennu greinast yfir 50 manns með sortuæxli á hverju ári. Konur greinist yfirleitt um fimmtugt en karlar um sextugt. Dánartíðnin sé um tíu á ári. „Það er ekkert grín að fá sortuæxli,“ segir hún. Jenna segir ekki vanþörf á vitundarvakningu líkt og ráðist var í um aldamótin, eftir mikla aukningu húðkrabbameina meðal ungra kvenna. Það átak hafi skilað árangri og krabbameinum fækkað í einhver ár. Sortuæxli getur bæði birt sem nýr, óvenjulegur blettur og sem breyting á fæðingablett sem var fyrir. Hér má finna svar Vísindavefs HÍ um húðkrabbamein.
Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Bítið Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira