Leikskólar

Fréttamynd

Meiri­hluti vill lög­festa rétt til leikskóla­pláss

Ísland er áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur með leikskóla eða dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Mörg sveitarfélög hafa ekki tryggt úrræði fyrir börn, og foreldrar, oftast mæður, standa frammi fyrir mánuðum eða jafnvel heilu ári þar sem þau hafa ekki aðgang að vistun.

Skoðun
Fréttamynd

Styttum nám lækna

Nú ríða um sveitir pólitískir knapar sem vilja bjóða sig fram til að leiða borgar- og sveitastjórnir í landinu. Eitt af því sem nokkrir þeirra leggja til er að stytta nám heimilislækna til að fjölga þeim hraðar og banna þeim með lögum að starfa annars staðar en á heilsugæslustöðvum sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Munu skoða hvort til­efni sé til að hægja á inn­töku nýrra barna

Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku.

Innlent
Fréttamynd

Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku

Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Mikill meiri­hluti vill lög­festa rétt barna til leikskólavistar

Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum.

Innlent
Fréttamynd

Skýrsla ráð­herra svari ekki mikil­vægum spurningum um brúun bilsins

Samtök atvinnulífsins, SA, telja nýja skýrslu aðgerðahóps forsætisráðherra um brúun umönnunarbilsins ekki svara mikilvægum spurningum sem varða helstu ástæður þess að sveitarfélögum hefur ekki tekist að veita leikskólaþjónustu að fæðingarorlofi loknu þrátt fyrir vilja og yfirlýsingar þar um. Því sé ekki tímabært að ræða lögfestingu leikskólastigsins. 

Innlent
Fréttamynd

Allt að helmingur barna heima vegna veikinda

Allt að helmingur barna sem eru á leikskólum í borginni hefur verið fjarverandi síðustu vikur vegna veikinda. Leikskólastjóri segist ekki muna eftir öðru eins á rúmlega þrjátíu ára starfsferli.

Innlent
Fréttamynd

Kynna breytta Reykja­víkur­leið eftir ára­mót

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Hver á að kenna börnunum í Kópa­vogi í fram­tíðinni?

Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð við Grand Designs. Þar hengja þeir yfirhafnir sínar á snaga sem kosta meira en flestir nenna að lesa verðið á.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingar­or­lofi

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að því að Reykjavíkurborg braut ekki jafnréttislög með því að segja upp matráði við leikskóla í september 2023 á meðan hún var í fæðingarorlofi. Ákveðið var að útvista mötuneytisþjónustu til einkaaðila. Tvö stöðugildi voru lögð niður við breytingarnar en annar starfsmaðurinn var færður til í starfi. Konan vildi ekki þiggja annað starf hjá leikskólanum við breytingarnar eða hjá fyrirtækinu sem tók við mötuneytinu. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi málumhverfis í leik­skólum

Eins og fram kom í frétt á Vísi í gær ná um 10 prósent stöðugilda starfsfólks á leikskólum landsins ekki viðmiðum um meðalhæfni í íslensku. Þá eru rúmlega 20 prósent starfsmanna innflytjendur.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra niður­stöðu lög­reglu að loka rann­sókn á meintu of­beldi

Deildarstjóri á leikskólanum Múlaborg er komin í veikindaleyfi vegna streitu og álags meðal annars í tengslum við meint kynferðisbrot starfsmanns á deildinni. Foreldrar eins barns hafa kært niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi starfsmannsins gegn barninu þeirra. Móðir stúlku sem greindi frá því fyrir rúmu ári að hana grunaði að brotið hefði verið á dóttur sinni segir allt kerfið hafa brugðist. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Auka sýni­leika milli rýma í leik­skólum

Borgarráð hefur samþykkt tillögur um úrbætur í leikskólum Reykjavíkur, sem óskað var eftir í kjölfar þess að Múlaborgarmálið kom fyrst upp. Reynt verður að komast hjá því að starfsfólk geti verið eitt með barni og leikskólastjórar fá aðstoð í ráðningarferlinu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir hvað stöndum við?

Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna?

Skoðun
Fréttamynd

Skrifin séu ekki til komin vegna fram­boðs í borginni

Nýleg skrif leikarans Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar um skólamál og þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík hafa vakið spurningar um hvort leikarinn góðkunni sé á leið í framboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur verið nefndur sem mögulega efnilegur framboðskostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en sjálfur segist leikarinn ekki vera að stefna á framboð.

Innlent
Fréttamynd

Níu af hverjum tíu for­eldrum leikskólabarna í Reykja­vík á­nægðir en mælingin ekki saman­burðar­hæf

Í framhaldi af nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem birt var í morgun hefur Reykjavíkurborg bent á að yfirgnæfandi meirihluti foreldra leikskólabarna í borginni séu ánægðir með þjónustuna. Í úttekt Viðskiptaráðs, sem fjallar um lokunardaga á leikskólum í stærstu sveitarfélögum landsins, er ekki tekið mið af þeirri ánægjukönnun sem Reykjavíkurborg lætur sjálf framkvæma. Ástæðan er sú að gögnin eru ekki samanburðarhæf við önnur sveitarfélög og hafa almennt ekki verið eins aðgengileg á vef borgarinnar að sögn hagfræðings ráðsins.

Innlent