Leikskólar Hefur þú heyrt þetta áður? Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Skoðun 7.10.2025 15:01 „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Elva Björk Haraldsdóttir, foreldri barns á Múlaborg, gagnrýnir verklag, upplýsingaflæði og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda vegna rannsóknar lögreglu á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans. Hún kallar eftir skýrara verklagi og að einhver taki skýra ábyrgð. Innlent 6.10.2025 13:33 Óttast áhrifin á vinnandi mæður Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Innlent 5.10.2025 16:01 Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. Innlent 4.10.2025 12:13 Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að Reykjavíkurborg sé með útspili sínu í leikskólamálum að taka upp „Kópavogsmódelið“ í meginatriðum. Með þessu taki borgin skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. Innlent 4.10.2025 09:15 Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Nýverið hafa nokkur sveitarfélög lagst í breytingar á rekstrarfyrirkomulagi leikskóla og eins og gefur að skilja hefur það leitt af sér þó nokkra opinbera umræðu og sýnist sitt hverjum. Höfundar hafa fylgt breytingunum eftir með rannsókn í tveimur þessara sveitarfélaga og tvisvar í ferlinu sent út spurningalista á þrjá hópa innan 17 skóla; skólastjórnendur, deildarstjóra og annað starfsfólk og fengið ágæta svörun. Skoðun 4.10.2025 09:02 Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Skoðun 4.10.2025 07:00 Vann á öllum deildum leikskólans Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum. Innlent 3.10.2025 18:48 „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023. Innlent 3.10.2025 15:48 Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Leikskólastarfsmaður sem var handtekinn í síðustu viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni er starfsmaður á leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hafa verið boðaðir til fundar með fulltrúum lögreglu síðdegis. Innlent 3.10.2025 14:37 Leikskólar eru ekki munaður Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Skoðun 3.10.2025 13:30 Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík er grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan um miðjan ágúst. Innlent 3.10.2025 12:28 Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Þó það sé ástæða til þess að fagna því að Reykjavíkurborg sé að gera eitthvað í leikskólamálum er ástæða til þess að staldra við. Í tillögudrögum frá borgarráði í vikunni eru kynntar hugmyndir til þess að bæta náms- og starfsumhverfi leikskóla. Skoðun 3.10.2025 12:02 Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. Innlent 3.10.2025 11:48 Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Skoðun 3.10.2025 11:32 Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. Innlent 3.10.2025 10:59 Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Skoðun 3.10.2025 10:47 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Stöðvarfirði verður að öllu óbreyttu lokað vegna mönnunarvanda. Foreldrar barnanna þurfa að keyra börnin sín á leikskóladeild skólans á Breiðdalsvík. Innlent 2.10.2025 21:39 Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýjar tillögur um breytta leið Reykjavíkurborgar í leikskólamálum. Hún segir hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldra. Innlent 2.10.2025 20:17 „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, gefur ekki mikið fyrir niðurstöður rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins. Hún segir alrangt að það hafi verið innleið sem sparnaðarleið og setur stórt spurningamerki við það hversu lítið úrtakið er. Innlent 2.10.2025 16:24 Betri mönnun er lykillinn Miklar áskoranir varðandi mönnun hafa mætt leikskólum um land allt undanfarin ár og áratugi.Ljóst er að vanhugsaðar ákvarðanir Alþingis um lengingu kennaranáms árið 2008 höfðu þau óæskilegu en að mörgu leyti fyrirsjáanlegu áhrif að aðsókn ungs fólks í kennaranám hrundi og verulegur skortur á leikskólakennurum fylgdi í kjölfarið sem enn hefur ekki tekist að vinna til baka þrátt fyrir batamerki hin síðari ár. Skoðun 2.10.2025 16:02 Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin. Innlent 2.10.2025 15:35 Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna mikla óánægju meðal foreldra í Kópavogi með svokallað Kópavogsmódel. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum. Innlent 2.10.2025 14:22 Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Foreldrar leikskólabarna í Brisbane í Ástralíu efndu til mótmæla á dögunum, þegar leikskólastjórnendur kröfðust 163 þúsund króna fyrir „listaverk“ barnanna. Erlent 25.9.2025 07:12 Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Formaður félags kynjafræðikennara hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins um að í kynjafræði felist innræting hugmyndafræði. Mynd af þingmanninum úr skólastofu sýni að kynjafræðikennarar nýti dæmi úr veruleikanum. Innlent 24.9.2025 20:55 Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október næstkomandi, á grundvelli almannahagsmuna. Þá mun hann hafa mátt dúsa í varðhaldi í tíu vikur. Innlent 24.9.2025 12:10 „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. Innlent 18.9.2025 06:48 Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segir ötullega unnið að því að manna leikskóla bæjarins svo hægt sé að taka inn ný börn. Enn á eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir leikskólans. Frá því í apríl hafa verið gerðir 15 starfsmannasamningar. Innlent 17.9.2025 20:32 Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Innlent 16.9.2025 22:06 Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Innlent 12.9.2025 10:09 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 29 ›
Hefur þú heyrt þetta áður? Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Skoðun 7.10.2025 15:01
„Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Elva Björk Haraldsdóttir, foreldri barns á Múlaborg, gagnrýnir verklag, upplýsingaflæði og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda vegna rannsóknar lögreglu á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans. Hún kallar eftir skýrara verklagi og að einhver taki skýra ábyrgð. Innlent 6.10.2025 13:33
Óttast áhrifin á vinnandi mæður Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Innlent 5.10.2025 16:01
Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. Innlent 4.10.2025 12:13
Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að Reykjavíkurborg sé með útspili sínu í leikskólamálum að taka upp „Kópavogsmódelið“ í meginatriðum. Með þessu taki borgin skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. Innlent 4.10.2025 09:15
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Nýverið hafa nokkur sveitarfélög lagst í breytingar á rekstrarfyrirkomulagi leikskóla og eins og gefur að skilja hefur það leitt af sér þó nokkra opinbera umræðu og sýnist sitt hverjum. Höfundar hafa fylgt breytingunum eftir með rannsókn í tveimur þessara sveitarfélaga og tvisvar í ferlinu sent út spurningalista á þrjá hópa innan 17 skóla; skólastjórnendur, deildarstjóra og annað starfsfólk og fengið ágæta svörun. Skoðun 4.10.2025 09:02
Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Skoðun 4.10.2025 07:00
Vann á öllum deildum leikskólans Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum. Innlent 3.10.2025 18:48
„Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023. Innlent 3.10.2025 15:48
Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Leikskólastarfsmaður sem var handtekinn í síðustu viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni er starfsmaður á leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hafa verið boðaðir til fundar með fulltrúum lögreglu síðdegis. Innlent 3.10.2025 14:37
Leikskólar eru ekki munaður Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Skoðun 3.10.2025 13:30
Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík er grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan um miðjan ágúst. Innlent 3.10.2025 12:28
Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Þó það sé ástæða til þess að fagna því að Reykjavíkurborg sé að gera eitthvað í leikskólamálum er ástæða til þess að staldra við. Í tillögudrögum frá borgarráði í vikunni eru kynntar hugmyndir til þess að bæta náms- og starfsumhverfi leikskóla. Skoðun 3.10.2025 12:02
Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. Innlent 3.10.2025 11:48
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Skoðun 3.10.2025 11:32
Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. Innlent 3.10.2025 10:59
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Skoðun 3.10.2025 10:47
Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Stöðvarfirði verður að öllu óbreyttu lokað vegna mönnunarvanda. Foreldrar barnanna þurfa að keyra börnin sín á leikskóladeild skólans á Breiðdalsvík. Innlent 2.10.2025 21:39
Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýjar tillögur um breytta leið Reykjavíkurborgar í leikskólamálum. Hún segir hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldra. Innlent 2.10.2025 20:17
„Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, gefur ekki mikið fyrir niðurstöður rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins. Hún segir alrangt að það hafi verið innleið sem sparnaðarleið og setur stórt spurningamerki við það hversu lítið úrtakið er. Innlent 2.10.2025 16:24
Betri mönnun er lykillinn Miklar áskoranir varðandi mönnun hafa mætt leikskólum um land allt undanfarin ár og áratugi.Ljóst er að vanhugsaðar ákvarðanir Alþingis um lengingu kennaranáms árið 2008 höfðu þau óæskilegu en að mörgu leyti fyrirsjáanlegu áhrif að aðsókn ungs fólks í kennaranám hrundi og verulegur skortur á leikskólakennurum fylgdi í kjölfarið sem enn hefur ekki tekist að vinna til baka þrátt fyrir batamerki hin síðari ár. Skoðun 2.10.2025 16:02
Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin. Innlent 2.10.2025 15:35
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna mikla óánægju meðal foreldra í Kópavogi með svokallað Kópavogsmódel. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum. Innlent 2.10.2025 14:22
Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Foreldrar leikskólabarna í Brisbane í Ástralíu efndu til mótmæla á dögunum, þegar leikskólastjórnendur kröfðust 163 þúsund króna fyrir „listaverk“ barnanna. Erlent 25.9.2025 07:12
Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Formaður félags kynjafræðikennara hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins um að í kynjafræði felist innræting hugmyndafræði. Mynd af þingmanninum úr skólastofu sýni að kynjafræðikennarar nýti dæmi úr veruleikanum. Innlent 24.9.2025 20:55
Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október næstkomandi, á grundvelli almannahagsmuna. Þá mun hann hafa mátt dúsa í varðhaldi í tíu vikur. Innlent 24.9.2025 12:10
„Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. Innlent 18.9.2025 06:48
Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segir ötullega unnið að því að manna leikskóla bæjarins svo hægt sé að taka inn ný börn. Enn á eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir leikskólans. Frá því í apríl hafa verið gerðir 15 starfsmannasamningar. Innlent 17.9.2025 20:32
Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Innlent 16.9.2025 22:06
Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Innlent 12.9.2025 10:09