Ærin verkefni vetrarins Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. september 2023 12:01 Þingveturinn er hafinn. Þingmenn hafa að frá þingsetningu keppst við að leggja fram þau mál sem þeir hafa unnið að í sumar og strax hefur fjöldi þingmannamála verið lagður fyrir þingið. Ráðherrar mæta jafnframt með þingmálaskrár sínar og eru þessa daganna að kynna þær fyrir viðkomandi þingnefndum. Ljóst er að metnaður ráðherra er mikill, en reynslan sínir okkur að ekki koma öll mál fram til þingsins og þaðan af síður næst að afgreiða þau öll. Almenningur telur eðlilega að þingsalurinn sem sýnt er svo reglulega frá í fréttum sé þungamiðja þingstarfanna en svo er alls ekki. Raunverulega vinnan fer öll fram í þingnefndunum þar sem þingmenn kynna sér málin til hlítar, fjöldi umsagna berst um málin og margir gestir koma og fylgja umsögnum sínum eftir. Í nefndunum á sér stað fagleg og pólitísk vinna, sem svo birtist í þingsal þegar málin koma aftur til umræðu og atkvæðagreiðslu. Þegar fréttamenn hafa spurt mig hver ég telji stóru málin verða á þessum þingvetri þá hef ég sagt að efnahagsmálin séu allt umlykjandi. Mikilvægast núna fyrir alla, bæði heimilin og atvinnulífið, er að ná niður verðbólgu. Á þinginu birtist það helst í fjárlagafrumvarpinu þar sem gerð er rík krafa til aðhalds í ríkisrekstrinum. Ráðherrar þurfa að vera duglegir að forgangsraða í sínum málaflokkum og þingið verður að veita raunverulegt aðhald, bæði ráðherrum og undirstofnunum ráðuneytanna. Festa, raunsæi og mannúð í málefnum fólks á flótta En án efa munu mörg mál verða afgreidd á yfirstandandi þingi sem hafa veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Okkar sem sitjum í allsherjar- og menntmálanefnd bíður fjöldi mála frá dómsmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, ráðherra háskólamála, forsætisráðherra og menningarráðherra. Segja má að málefni dómsmálaráðherra hafi verið allt um lykjandi á síðasta þingvetri í nefndinni og báru þar hæst mikilvægar breytingar á útlendingalögum sem loksins fengu afgreiðslu þingsins. Breytingarnar eiga að auka skilvirkni í kerfinu og koma í veg fyrir misnotkun. Þær breytingar sem gerðar voru á lögunum eru nú að koma fram í kerfinu og sitt sýnist hverjum um það eins og gengur. Það er einörð skoðun mín að það sé mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að læra af reynslu nágrannaþjóðanna og eðlilegt að kerfið sé sambærilegt því sem þar þekkist. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum og við munum takast á við þennan málaflokk af festu og mannúð. Fjöldi fólks hefur leitað til Íslands á síðustu misserum og flestir fengið hér skjól. Nú er mikilvægt að við einbeitum okkar að því að hugsa vel um það fólk sem þegar hefur fengið vernd og aðstoða það fólk tilþátttöku í íslensku samfélagi. Setjum menntamálin á oddinn Menntakerfið spilar risastórt hlutverk í þegar kemur að góðri aðlögun að íslensku samfélagi. Rúmlega 10 þúsund börn á grunnskólaaldri eru af erlendum uppruna. Framtíð þeirra og tækifæri hér á landi eru að stórum hluta undir því komin hvernig okkur tekst til við menntun þeirra. Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega krefjandi verkefni fyrir skólana okkar, sérstaklega þar sem verkefni skólanna eru ærin fyrir. Almennt eru íslenskir grunnskólar að vinna þrekvirki á hverjum degi, en þrátt fyrir það er námsárangur íslenskra barna ekki nægjanlega góður í alþjóðlegum samanburði. Grunnskólarnir eru vel fjármagnaðir í alþjóðlegum samanburði og því er lausnin ekki fólgin í auknu fjármagni. Nauðsynlegt er að bæta árangur grunnskólanema námslega, en einnig eru vísbendingar um að andlegri líðan ungmenna sé ábótavant. Vitað er að drengir eiga sérstaklega erfitt uppdráttar í skólakerfinu og við verðum að finna leiðir til þess að koma betur til móts við þá. Á sama tíma er kvíði ungra stúlkna í hæstu hæðum. Að mínu viti eru þetta mikilvægustu verkefni okkar á næstu misserum, að hlúa að börnunum okkar og að við finnum leiðir til að bjóða þeim upp á framúrskarandi menntakerfi. Það er von mín að þingheimur geti sameinast um að setja þessi mikilvægu mál á oddinn á komandi þingvetri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bryndís Haraldsdóttir Flóttafólk á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þingveturinn er hafinn. Þingmenn hafa að frá þingsetningu keppst við að leggja fram þau mál sem þeir hafa unnið að í sumar og strax hefur fjöldi þingmannamála verið lagður fyrir þingið. Ráðherrar mæta jafnframt með þingmálaskrár sínar og eru þessa daganna að kynna þær fyrir viðkomandi þingnefndum. Ljóst er að metnaður ráðherra er mikill, en reynslan sínir okkur að ekki koma öll mál fram til þingsins og þaðan af síður næst að afgreiða þau öll. Almenningur telur eðlilega að þingsalurinn sem sýnt er svo reglulega frá í fréttum sé þungamiðja þingstarfanna en svo er alls ekki. Raunverulega vinnan fer öll fram í þingnefndunum þar sem þingmenn kynna sér málin til hlítar, fjöldi umsagna berst um málin og margir gestir koma og fylgja umsögnum sínum eftir. Í nefndunum á sér stað fagleg og pólitísk vinna, sem svo birtist í þingsal þegar málin koma aftur til umræðu og atkvæðagreiðslu. Þegar fréttamenn hafa spurt mig hver ég telji stóru málin verða á þessum þingvetri þá hef ég sagt að efnahagsmálin séu allt umlykjandi. Mikilvægast núna fyrir alla, bæði heimilin og atvinnulífið, er að ná niður verðbólgu. Á þinginu birtist það helst í fjárlagafrumvarpinu þar sem gerð er rík krafa til aðhalds í ríkisrekstrinum. Ráðherrar þurfa að vera duglegir að forgangsraða í sínum málaflokkum og þingið verður að veita raunverulegt aðhald, bæði ráðherrum og undirstofnunum ráðuneytanna. Festa, raunsæi og mannúð í málefnum fólks á flótta En án efa munu mörg mál verða afgreidd á yfirstandandi þingi sem hafa veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Okkar sem sitjum í allsherjar- og menntmálanefnd bíður fjöldi mála frá dómsmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, ráðherra háskólamála, forsætisráðherra og menningarráðherra. Segja má að málefni dómsmálaráðherra hafi verið allt um lykjandi á síðasta þingvetri í nefndinni og báru þar hæst mikilvægar breytingar á útlendingalögum sem loksins fengu afgreiðslu þingsins. Breytingarnar eiga að auka skilvirkni í kerfinu og koma í veg fyrir misnotkun. Þær breytingar sem gerðar voru á lögunum eru nú að koma fram í kerfinu og sitt sýnist hverjum um það eins og gengur. Það er einörð skoðun mín að það sé mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að læra af reynslu nágrannaþjóðanna og eðlilegt að kerfið sé sambærilegt því sem þar þekkist. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum og við munum takast á við þennan málaflokk af festu og mannúð. Fjöldi fólks hefur leitað til Íslands á síðustu misserum og flestir fengið hér skjól. Nú er mikilvægt að við einbeitum okkar að því að hugsa vel um það fólk sem þegar hefur fengið vernd og aðstoða það fólk tilþátttöku í íslensku samfélagi. Setjum menntamálin á oddinn Menntakerfið spilar risastórt hlutverk í þegar kemur að góðri aðlögun að íslensku samfélagi. Rúmlega 10 þúsund börn á grunnskólaaldri eru af erlendum uppruna. Framtíð þeirra og tækifæri hér á landi eru að stórum hluta undir því komin hvernig okkur tekst til við menntun þeirra. Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega krefjandi verkefni fyrir skólana okkar, sérstaklega þar sem verkefni skólanna eru ærin fyrir. Almennt eru íslenskir grunnskólar að vinna þrekvirki á hverjum degi, en þrátt fyrir það er námsárangur íslenskra barna ekki nægjanlega góður í alþjóðlegum samanburði. Grunnskólarnir eru vel fjármagnaðir í alþjóðlegum samanburði og því er lausnin ekki fólgin í auknu fjármagni. Nauðsynlegt er að bæta árangur grunnskólanema námslega, en einnig eru vísbendingar um að andlegri líðan ungmenna sé ábótavant. Vitað er að drengir eiga sérstaklega erfitt uppdráttar í skólakerfinu og við verðum að finna leiðir til þess að koma betur til móts við þá. Á sama tíma er kvíði ungra stúlkna í hæstu hæðum. Að mínu viti eru þetta mikilvægustu verkefni okkar á næstu misserum, að hlúa að börnunum okkar og að við finnum leiðir til að bjóða þeim upp á framúrskarandi menntakerfi. Það er von mín að þingheimur geti sameinast um að setja þessi mikilvægu mál á oddinn á komandi þingvetri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun