Svifryki slegið í augu Reykvíkinga Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 13. janúar 2023 08:00 Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur. Ástæða loftmenguninnar núna er sú að allur sá útblástur sem er venjulega vegna bruna jarðefnaeldsneyta í bensín og díselbílunum, skipanna í höfninni o.s.frv. hefur ekki fokið í burtu heldur legið yfir borginni í logninu. Þetta ætti borgarstjóri að vita, nema honum hafi láðst að kynna sér málið og lét það ekkert stoppa sig nú frekar en fyrri daginn. Staðreyndin er sú að uppskriftin af svifryki er mismunandi eftir veðri og umferð. Til dæmis má vænta hærra hlufalls vegryks og jarðvegs á þurrum dögum, en að sót vegna bruna jarðefnaeldsneyta og salt sé meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu. Ef við tökum nagladekkinn sérstaklega út fyrir sviga að þá mældist til dæmis engin verulegur munur á malbiksryki á nagladekkjatímabilinu fyrir 15. apríl og eftir í mælingum Eflu frá 2015. Þetta segir okkur að það er erfitt að tilgreina hversu mikið af malbiksryki í svifrykinu megi rekja til nagladekkjana eingöngu. Því er ekki gefið að dekkjaskiptin ein og sér hafi haldbær áhrif á loftmengun í Reykjavík, þótt nagladekkin slíti sannarlega meira malbiki en venjuleg dekk, því framlag nagladekkjanna til loftmenguninnar er svo mörgu háð t.d. veðri, gæðum dekkjanna og gerð malbiksins. Aðra sögu er að segja um sótið sem er stór uppspretta svifryks. Þannig ef markmiðið er að koma varanlegu höggi á loftmengun í borginni þarf fyrst og fremst að styðja við rafvæðingu bílaflotans. Hin áhrifaríkasta leiðin til að draga strax úr loftmengun er einfaldlega að þrífa göturnar oft og rykbinda, það er vel staðfest, og þar sem orkuskiptin gerast ekki á einni nóttu ættum við að setja fullan þunga í þrifin. Hvers vegna tönnlast borgarstjóri þá á nagladekkjunum? Mögulega er það vegna þess að á meðan umræðan snýst um nagladekk snýst hún ekki um það að meirihlutinn í borgarstjórn hefur fengið algjöra falleinkunn í götuþrifum og rykbindingu. Þarna fannst þeim mikilvægt að spara en tókst þó að koma borgarsjóði í 400 milljarða króna skuld og viti menn nú kallar borgarstjóri eftir fleiri gjaldtökum á Reykvíkinga, berandi nagladekkin fyrir sig. Þannig hefur Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar starfað síðast liðinn 15 ár. Eyða um efni fram og finna sér svo grýlu til að réttlæta auka gjaldtöku í nafni einhverra óljósra framfaravona, en það eina sem gerist er að við borgum öll meira fyrir minna. Öfugmælin eru algjör. Í stað þess að efla götuþrifin og rykbindingu ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að byrja árið á því að fækka hvötum þess að skipta yfir á rafmagnsbíl og hefja aftur gjaldtöku á rafbílastæðum sem áður voru gjaldfrjáls. Svona vinnubrögð eru ágætis leið til að uppskera brostnar væntingar í baráttunni við loftmengun. Við gætum verið að beina tíma starfsfólks og skattfé í mun kröftugri aðgerðir en þess í stað er svifrykinu bara slegið í augu Reykvíkinga svo borgarstjóri geti fjölgað gjaldstofnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Umhverfismál Umferð Loftgæði Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur. Ástæða loftmenguninnar núna er sú að allur sá útblástur sem er venjulega vegna bruna jarðefnaeldsneyta í bensín og díselbílunum, skipanna í höfninni o.s.frv. hefur ekki fokið í burtu heldur legið yfir borginni í logninu. Þetta ætti borgarstjóri að vita, nema honum hafi láðst að kynna sér málið og lét það ekkert stoppa sig nú frekar en fyrri daginn. Staðreyndin er sú að uppskriftin af svifryki er mismunandi eftir veðri og umferð. Til dæmis má vænta hærra hlufalls vegryks og jarðvegs á þurrum dögum, en að sót vegna bruna jarðefnaeldsneyta og salt sé meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu. Ef við tökum nagladekkinn sérstaklega út fyrir sviga að þá mældist til dæmis engin verulegur munur á malbiksryki á nagladekkjatímabilinu fyrir 15. apríl og eftir í mælingum Eflu frá 2015. Þetta segir okkur að það er erfitt að tilgreina hversu mikið af malbiksryki í svifrykinu megi rekja til nagladekkjana eingöngu. Því er ekki gefið að dekkjaskiptin ein og sér hafi haldbær áhrif á loftmengun í Reykjavík, þótt nagladekkin slíti sannarlega meira malbiki en venjuleg dekk, því framlag nagladekkjanna til loftmenguninnar er svo mörgu háð t.d. veðri, gæðum dekkjanna og gerð malbiksins. Aðra sögu er að segja um sótið sem er stór uppspretta svifryks. Þannig ef markmiðið er að koma varanlegu höggi á loftmengun í borginni þarf fyrst og fremst að styðja við rafvæðingu bílaflotans. Hin áhrifaríkasta leiðin til að draga strax úr loftmengun er einfaldlega að þrífa göturnar oft og rykbinda, það er vel staðfest, og þar sem orkuskiptin gerast ekki á einni nóttu ættum við að setja fullan þunga í þrifin. Hvers vegna tönnlast borgarstjóri þá á nagladekkjunum? Mögulega er það vegna þess að á meðan umræðan snýst um nagladekk snýst hún ekki um það að meirihlutinn í borgarstjórn hefur fengið algjöra falleinkunn í götuþrifum og rykbindingu. Þarna fannst þeim mikilvægt að spara en tókst þó að koma borgarsjóði í 400 milljarða króna skuld og viti menn nú kallar borgarstjóri eftir fleiri gjaldtökum á Reykvíkinga, berandi nagladekkin fyrir sig. Þannig hefur Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar starfað síðast liðinn 15 ár. Eyða um efni fram og finna sér svo grýlu til að réttlæta auka gjaldtöku í nafni einhverra óljósra framfaravona, en það eina sem gerist er að við borgum öll meira fyrir minna. Öfugmælin eru algjör. Í stað þess að efla götuþrifin og rykbindingu ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að byrja árið á því að fækka hvötum þess að skipta yfir á rafmagnsbíl og hefja aftur gjaldtöku á rafbílastæðum sem áður voru gjaldfrjáls. Svona vinnubrögð eru ágætis leið til að uppskera brostnar væntingar í baráttunni við loftmengun. Við gætum verið að beina tíma starfsfólks og skattfé í mun kröftugri aðgerðir en þess í stað er svifrykinu bara slegið í augu Reykvíkinga svo borgarstjóri geti fjölgað gjaldstofnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun