Kurteislegar „kappræður“ Bragi Skúlason skrifar 26. janúar 2022 10:32 Þær stóðu e.t.v. ekki undir nafni þessar fyrirhugðu „kappræður“ okkar formannsefnanna í Fræðagarði í hádeginu í gær. Til þess voru þær einfaldlega of kurteislegar og málefnalegar miðað við þá orðræðu og átök sem við eigum svo oft að venjast þessa dagana þegar tekist er á um leiðir og lausnir. Vonandi voru þær samt skemmtilegar á að hlýða fyrir þá sem fylgdust með útsendingunni - sem reyndar máttu vera fleiri. Fundurinn er víða ínáanlegur á netinu og það geta áhugasamir nýtt sér þar til kjörfundi lýkur n.k. sunnudagskvöld. Mér fannst kappræðurnar endurspegla það að formannskjörið snýst ekki um stórar stefnubreytingar Í Fræðagarði og í rauninni ekki heldur miklar áherslubreytingar. Ég lít á það sem staðfestingu þess að Fræðagarður hefur verið á farsælli vegferð allar götur frá stofnun félagsins. Ég er hreykinn af því að hafa leitt þá vinnu og ég vona að ég fái tækifæri til þess að gera það í eitt kjörtímabil enn. Við höfum í sameiningu byggt upp félag sem ekki einasta er orðið það stærsta innan BHM heldur vafalítið eitt af þeim áhrifameiri á íslenskum vinnumarkaði. Ástæða þess er fjölbreytnin sem Fræðagarði er í blóð borin. Við eigum allskonar erindi við allskonar viðsemjendur fyrir félagsfólk okkar og komum því vafalítið víðar við í samningamálum en nokkurt annað stéttarfélag á landinu. Fyrir vikið hefur safnast upp í Fræðagarði skýr heildarmynd sem auðveldar okkur alla vinnu við einstök verkefni til muna. Það eru margir á meðal viðsemjenda Fræðagarðs í varðstöðu og hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn sína. Okkar fólk er starfandi við 141 opinbera stofnun ríkisins og hjá 58 af sveitarfélögum landsins. Til viðbótar eigum við svo starfsfólk innan veggja 439 fyrirtækja í einkarekstri. Alls rekum við erindi fyrir fjórar fagdeildir innan félagsins og með óteljandi mismunandi áherslur eftir því hverjir vinnuveitendurnir eru og jafnvel á hvaða stað. Sveitarfélögin eru t.d. langt í frá einsleit hjörð þegar kjör og aðbúnaður okkar fólks er annars vegar. Við höfum í gegnum rafræna upplýsingasöfnun að undanförnu náð góðri mynd af þeirri mismunun sem þar er í gangi. Hún nær því miður í fyrsta lagi til lakari kjara miðað við t.d. starfsfólk ríkisins og einkaframtaksins. Hún nær til óþolandi mismununar í launakjörum karla og kvenna með hundakúnstum sveitarfélaganna og hún nær einnig til ýmissa annarra réttinda okkar fólks. Leiðrétting gagnvart sveitarfélögunum er í mínum huga skýrt forgangsverkefni í þeim kjarasamningum sem eru í gangi og bíða okkar á næstu misserum. Í viðræðum við hina fjölmörgu viðsemjendur okkar mun mikið reyna á uppsafnaða þekkingu og reynslu innan Fræðagarðs. Eflaust meira en nokkru sinni fyrr. Við stöndum frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum og um leið nýjum tækifærum. Við erum stór, sterkur og samheldinn hópur og höfum náð því hingað til að koma fram sem öflugur kór enda þótt raddir hans séu mismunandi eins og vera ber. Það er gott fyrir lýðræðið okkar að tekist sé á um formannsstólinn af þeim drengskap sem raun ber vitni. Þannig verður umræðan okkar innbyrðis um félagið og verkefni þess vafalaust gott vegarnesti inn í þá mikilvægu hagsmunagæslu sem bíður okkar. Ég hvet félagsfólk í Fræðagarði til þess að taka þátt í formannskjörinu og setja þannig forystufólk sitt til verka með öflugan stuðning að baki sér. Höfundur er formannsframbjóðandi í Fræðagarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þær stóðu e.t.v. ekki undir nafni þessar fyrirhugðu „kappræður“ okkar formannsefnanna í Fræðagarði í hádeginu í gær. Til þess voru þær einfaldlega of kurteislegar og málefnalegar miðað við þá orðræðu og átök sem við eigum svo oft að venjast þessa dagana þegar tekist er á um leiðir og lausnir. Vonandi voru þær samt skemmtilegar á að hlýða fyrir þá sem fylgdust með útsendingunni - sem reyndar máttu vera fleiri. Fundurinn er víða ínáanlegur á netinu og það geta áhugasamir nýtt sér þar til kjörfundi lýkur n.k. sunnudagskvöld. Mér fannst kappræðurnar endurspegla það að formannskjörið snýst ekki um stórar stefnubreytingar Í Fræðagarði og í rauninni ekki heldur miklar áherslubreytingar. Ég lít á það sem staðfestingu þess að Fræðagarður hefur verið á farsælli vegferð allar götur frá stofnun félagsins. Ég er hreykinn af því að hafa leitt þá vinnu og ég vona að ég fái tækifæri til þess að gera það í eitt kjörtímabil enn. Við höfum í sameiningu byggt upp félag sem ekki einasta er orðið það stærsta innan BHM heldur vafalítið eitt af þeim áhrifameiri á íslenskum vinnumarkaði. Ástæða þess er fjölbreytnin sem Fræðagarði er í blóð borin. Við eigum allskonar erindi við allskonar viðsemjendur fyrir félagsfólk okkar og komum því vafalítið víðar við í samningamálum en nokkurt annað stéttarfélag á landinu. Fyrir vikið hefur safnast upp í Fræðagarði skýr heildarmynd sem auðveldar okkur alla vinnu við einstök verkefni til muna. Það eru margir á meðal viðsemjenda Fræðagarðs í varðstöðu og hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn sína. Okkar fólk er starfandi við 141 opinbera stofnun ríkisins og hjá 58 af sveitarfélögum landsins. Til viðbótar eigum við svo starfsfólk innan veggja 439 fyrirtækja í einkarekstri. Alls rekum við erindi fyrir fjórar fagdeildir innan félagsins og með óteljandi mismunandi áherslur eftir því hverjir vinnuveitendurnir eru og jafnvel á hvaða stað. Sveitarfélögin eru t.d. langt í frá einsleit hjörð þegar kjör og aðbúnaður okkar fólks er annars vegar. Við höfum í gegnum rafræna upplýsingasöfnun að undanförnu náð góðri mynd af þeirri mismunun sem þar er í gangi. Hún nær því miður í fyrsta lagi til lakari kjara miðað við t.d. starfsfólk ríkisins og einkaframtaksins. Hún nær til óþolandi mismununar í launakjörum karla og kvenna með hundakúnstum sveitarfélaganna og hún nær einnig til ýmissa annarra réttinda okkar fólks. Leiðrétting gagnvart sveitarfélögunum er í mínum huga skýrt forgangsverkefni í þeim kjarasamningum sem eru í gangi og bíða okkar á næstu misserum. Í viðræðum við hina fjölmörgu viðsemjendur okkar mun mikið reyna á uppsafnaða þekkingu og reynslu innan Fræðagarðs. Eflaust meira en nokkru sinni fyrr. Við stöndum frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum og um leið nýjum tækifærum. Við erum stór, sterkur og samheldinn hópur og höfum náð því hingað til að koma fram sem öflugur kór enda þótt raddir hans séu mismunandi eins og vera ber. Það er gott fyrir lýðræðið okkar að tekist sé á um formannsstólinn af þeim drengskap sem raun ber vitni. Þannig verður umræðan okkar innbyrðis um félagið og verkefni þess vafalaust gott vegarnesti inn í þá mikilvægu hagsmunagæslu sem bíður okkar. Ég hvet félagsfólk í Fræðagarði til þess að taka þátt í formannskjörinu og setja þannig forystufólk sitt til verka með öflugan stuðning að baki sér. Höfundur er formannsframbjóðandi í Fræðagarði.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar