Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins – Sannir vinir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. febrúar 2021 07:00 Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Eða reyndar hringdi síminn aftur rétt eftir kvöldmatinn. Ekkert einkennilegt við það, bara yfirmaðurinn að spyrja aðeins frekar um þessa verkferla. Er þetta ekki dæmigerður aðfangadagur hjá flestum eða kannski bara hjá Höllu lögreglustjóra? Hér er ég vitanlega að setja í samhengi hvað það er einkennilegt að dómsmálaráðherra hringi tvö símtöl í lögreglustjóra á aðfangadegi, sama degi og dagbókarfærsla lögreglunnar hafði orðið til þess að upp komst um brot fjármálaráðherra á sóttvarnarreglum þegar hann var í partíi á Þorláksmessu. Að eigin sögn var dómsmálaráðherra ekki að hafa nein afskipti af rannsókninni á sóttvarnarbrotinu heldur bara að afla upplýsinga um verklagsreglur. Nú er ég ekki að fullyrða að dómsmálaráðherra sé ekki að segja rétt frá en það vakna samt upp spurningar. Af hverju að hringja í undirmann tvisvar til að spyrja um reglur sem voru ekki að taka breytingum. Og ekki bara á einhverjum vinnudegi heldur á aðfangadegi. Og það örskömmu eftir að embætti þessa sama undirmanns var að taka upp mál sem varðar brot samflokksmanns þíns og eins nánasta samstarfsmanns. Jafnvel ef dómsmálaráðherra var ekki að gera neitt rangt þá lítur málið illa út og er alls ekki traustvekjandi. En reglan í íslenskum stjórnmálum er ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig heldur að gera það sem hentar viðkomandi og vinum hans svo lengi sem það eru ekki bein, sannanleg lögbrot. En það er nú reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað nefnilega að taka sínar eigin ákvarðanir, aðeins að aðstoða vini sína, sem var lögbrot. Heldur dýrt lögbrot. Kostaði skattgreiðendur 141 milljón króna. Það er svona á pari við einar ævitekjur. Heilu ævistarfi eytt til þess að gera vel við vini sína fremur en að fylgja reglunum. Þessi mál eru þó langt í frá öll spillingar- eða hneykslismálin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að. Sá listi er langur. Nei þetta eru bara málin sem eru í fjölmiðlum akkurat þessa stundina. En Sjálfstæðisflokkurinn starfar ekki einn. Hann starfar í samstarfi við hina stjórnarflokkana sem virðast vera tilbúnir til þess að líta framhjá flest öllu sem kemur upp til þess að rugga ekki bátnum. Til þess að halda völdum. Ætli það segi ekki allt sem segja þarf að traust á Alþingi hefur verið að meðaltali verið 26,4% frá aldarmótum en er nú óvenju mikið, heil 34%. Íslenska þjóðin á skilið að æðstu ráðamenn hugsi um hagsmuni þjóðarinnar fremur en vina sinna. Við þurfum stjórnmálamenningu þar sem stjórnmálamenn starfa ekki á gráu eða svörtu svæði heldur á kristaltæru svæði. Því spilling er rándýr. Hún er marg milljarða dýr á hverju ári. Einn stjórnmálaflokkur fremar öðrum hefur verið í forsvari fyrir gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstri, kallað eftir að valdi fylgi ábyrgð í stjórnmálum og verið óhræddur við að láta heyra í sér : Píratar! Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Eða reyndar hringdi síminn aftur rétt eftir kvöldmatinn. Ekkert einkennilegt við það, bara yfirmaðurinn að spyrja aðeins frekar um þessa verkferla. Er þetta ekki dæmigerður aðfangadagur hjá flestum eða kannski bara hjá Höllu lögreglustjóra? Hér er ég vitanlega að setja í samhengi hvað það er einkennilegt að dómsmálaráðherra hringi tvö símtöl í lögreglustjóra á aðfangadegi, sama degi og dagbókarfærsla lögreglunnar hafði orðið til þess að upp komst um brot fjármálaráðherra á sóttvarnarreglum þegar hann var í partíi á Þorláksmessu. Að eigin sögn var dómsmálaráðherra ekki að hafa nein afskipti af rannsókninni á sóttvarnarbrotinu heldur bara að afla upplýsinga um verklagsreglur. Nú er ég ekki að fullyrða að dómsmálaráðherra sé ekki að segja rétt frá en það vakna samt upp spurningar. Af hverju að hringja í undirmann tvisvar til að spyrja um reglur sem voru ekki að taka breytingum. Og ekki bara á einhverjum vinnudegi heldur á aðfangadegi. Og það örskömmu eftir að embætti þessa sama undirmanns var að taka upp mál sem varðar brot samflokksmanns þíns og eins nánasta samstarfsmanns. Jafnvel ef dómsmálaráðherra var ekki að gera neitt rangt þá lítur málið illa út og er alls ekki traustvekjandi. En reglan í íslenskum stjórnmálum er ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig heldur að gera það sem hentar viðkomandi og vinum hans svo lengi sem það eru ekki bein, sannanleg lögbrot. En það er nú reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað nefnilega að taka sínar eigin ákvarðanir, aðeins að aðstoða vini sína, sem var lögbrot. Heldur dýrt lögbrot. Kostaði skattgreiðendur 141 milljón króna. Það er svona á pari við einar ævitekjur. Heilu ævistarfi eytt til þess að gera vel við vini sína fremur en að fylgja reglunum. Þessi mál eru þó langt í frá öll spillingar- eða hneykslismálin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að. Sá listi er langur. Nei þetta eru bara málin sem eru í fjölmiðlum akkurat þessa stundina. En Sjálfstæðisflokkurinn starfar ekki einn. Hann starfar í samstarfi við hina stjórnarflokkana sem virðast vera tilbúnir til þess að líta framhjá flest öllu sem kemur upp til þess að rugga ekki bátnum. Til þess að halda völdum. Ætli það segi ekki allt sem segja þarf að traust á Alþingi hefur verið að meðaltali verið 26,4% frá aldarmótum en er nú óvenju mikið, heil 34%. Íslenska þjóðin á skilið að æðstu ráðamenn hugsi um hagsmuni þjóðarinnar fremur en vina sinna. Við þurfum stjórnmálamenningu þar sem stjórnmálamenn starfa ekki á gráu eða svörtu svæði heldur á kristaltæru svæði. Því spilling er rándýr. Hún er marg milljarða dýr á hverju ári. Einn stjórnmálaflokkur fremar öðrum hefur verið í forsvari fyrir gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstri, kallað eftir að valdi fylgi ábyrgð í stjórnmálum og verið óhræddur við að láta heyra í sér : Píratar! Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun