Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins – Sannir vinir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. febrúar 2021 07:00 Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Eða reyndar hringdi síminn aftur rétt eftir kvöldmatinn. Ekkert einkennilegt við það, bara yfirmaðurinn að spyrja aðeins frekar um þessa verkferla. Er þetta ekki dæmigerður aðfangadagur hjá flestum eða kannski bara hjá Höllu lögreglustjóra? Hér er ég vitanlega að setja í samhengi hvað það er einkennilegt að dómsmálaráðherra hringi tvö símtöl í lögreglustjóra á aðfangadegi, sama degi og dagbókarfærsla lögreglunnar hafði orðið til þess að upp komst um brot fjármálaráðherra á sóttvarnarreglum þegar hann var í partíi á Þorláksmessu. Að eigin sögn var dómsmálaráðherra ekki að hafa nein afskipti af rannsókninni á sóttvarnarbrotinu heldur bara að afla upplýsinga um verklagsreglur. Nú er ég ekki að fullyrða að dómsmálaráðherra sé ekki að segja rétt frá en það vakna samt upp spurningar. Af hverju að hringja í undirmann tvisvar til að spyrja um reglur sem voru ekki að taka breytingum. Og ekki bara á einhverjum vinnudegi heldur á aðfangadegi. Og það örskömmu eftir að embætti þessa sama undirmanns var að taka upp mál sem varðar brot samflokksmanns þíns og eins nánasta samstarfsmanns. Jafnvel ef dómsmálaráðherra var ekki að gera neitt rangt þá lítur málið illa út og er alls ekki traustvekjandi. En reglan í íslenskum stjórnmálum er ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig heldur að gera það sem hentar viðkomandi og vinum hans svo lengi sem það eru ekki bein, sannanleg lögbrot. En það er nú reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað nefnilega að taka sínar eigin ákvarðanir, aðeins að aðstoða vini sína, sem var lögbrot. Heldur dýrt lögbrot. Kostaði skattgreiðendur 141 milljón króna. Það er svona á pari við einar ævitekjur. Heilu ævistarfi eytt til þess að gera vel við vini sína fremur en að fylgja reglunum. Þessi mál eru þó langt í frá öll spillingar- eða hneykslismálin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að. Sá listi er langur. Nei þetta eru bara málin sem eru í fjölmiðlum akkurat þessa stundina. En Sjálfstæðisflokkurinn starfar ekki einn. Hann starfar í samstarfi við hina stjórnarflokkana sem virðast vera tilbúnir til þess að líta framhjá flest öllu sem kemur upp til þess að rugga ekki bátnum. Til þess að halda völdum. Ætli það segi ekki allt sem segja þarf að traust á Alþingi hefur verið að meðaltali verið 26,4% frá aldarmótum en er nú óvenju mikið, heil 34%. Íslenska þjóðin á skilið að æðstu ráðamenn hugsi um hagsmuni þjóðarinnar fremur en vina sinna. Við þurfum stjórnmálamenningu þar sem stjórnmálamenn starfa ekki á gráu eða svörtu svæði heldur á kristaltæru svæði. Því spilling er rándýr. Hún er marg milljarða dýr á hverju ári. Einn stjórnmálaflokkur fremar öðrum hefur verið í forsvari fyrir gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstri, kallað eftir að valdi fylgi ábyrgð í stjórnmálum og verið óhræddur við að láta heyra í sér : Píratar! Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Eða reyndar hringdi síminn aftur rétt eftir kvöldmatinn. Ekkert einkennilegt við það, bara yfirmaðurinn að spyrja aðeins frekar um þessa verkferla. Er þetta ekki dæmigerður aðfangadagur hjá flestum eða kannski bara hjá Höllu lögreglustjóra? Hér er ég vitanlega að setja í samhengi hvað það er einkennilegt að dómsmálaráðherra hringi tvö símtöl í lögreglustjóra á aðfangadegi, sama degi og dagbókarfærsla lögreglunnar hafði orðið til þess að upp komst um brot fjármálaráðherra á sóttvarnarreglum þegar hann var í partíi á Þorláksmessu. Að eigin sögn var dómsmálaráðherra ekki að hafa nein afskipti af rannsókninni á sóttvarnarbrotinu heldur bara að afla upplýsinga um verklagsreglur. Nú er ég ekki að fullyrða að dómsmálaráðherra sé ekki að segja rétt frá en það vakna samt upp spurningar. Af hverju að hringja í undirmann tvisvar til að spyrja um reglur sem voru ekki að taka breytingum. Og ekki bara á einhverjum vinnudegi heldur á aðfangadegi. Og það örskömmu eftir að embætti þessa sama undirmanns var að taka upp mál sem varðar brot samflokksmanns þíns og eins nánasta samstarfsmanns. Jafnvel ef dómsmálaráðherra var ekki að gera neitt rangt þá lítur málið illa út og er alls ekki traustvekjandi. En reglan í íslenskum stjórnmálum er ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig heldur að gera það sem hentar viðkomandi og vinum hans svo lengi sem það eru ekki bein, sannanleg lögbrot. En það er nú reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað nefnilega að taka sínar eigin ákvarðanir, aðeins að aðstoða vini sína, sem var lögbrot. Heldur dýrt lögbrot. Kostaði skattgreiðendur 141 milljón króna. Það er svona á pari við einar ævitekjur. Heilu ævistarfi eytt til þess að gera vel við vini sína fremur en að fylgja reglunum. Þessi mál eru þó langt í frá öll spillingar- eða hneykslismálin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að. Sá listi er langur. Nei þetta eru bara málin sem eru í fjölmiðlum akkurat þessa stundina. En Sjálfstæðisflokkurinn starfar ekki einn. Hann starfar í samstarfi við hina stjórnarflokkana sem virðast vera tilbúnir til þess að líta framhjá flest öllu sem kemur upp til þess að rugga ekki bátnum. Til þess að halda völdum. Ætli það segi ekki allt sem segja þarf að traust á Alþingi hefur verið að meðaltali verið 26,4% frá aldarmótum en er nú óvenju mikið, heil 34%. Íslenska þjóðin á skilið að æðstu ráðamenn hugsi um hagsmuni þjóðarinnar fremur en vina sinna. Við þurfum stjórnmálamenningu þar sem stjórnmálamenn starfa ekki á gráu eða svörtu svæði heldur á kristaltæru svæði. Því spilling er rándýr. Hún er marg milljarða dýr á hverju ári. Einn stjórnmálaflokkur fremar öðrum hefur verið í forsvari fyrir gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstri, kallað eftir að valdi fylgi ábyrgð í stjórnmálum og verið óhræddur við að láta heyra í sér : Píratar! Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun