Öflugt Samkeppniseftirlit Lárus Sigurður Lárusson skrifar 24. október 2019 09:30 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt ný frumvarpsdrög um breytingu á samkeppnislögum. Breytingarnar lúta helst að því að takmarka heimildir Samkeppniseftirlitsins og er tilgangur þeirra sagður vera að einfalda framkvæmd laganna og auka skilvirkni. Virk samkeppni er hagsmunamál allra enda er hún neytendum og almenningi til hagsbóta og eykur samkeppnishæfni atvinnulífs. Þannig var t.d. opnun markaða og afnám samkeppnishindranna stór liður í endurreisn atvinnulífsins eftir efnahagshrunið og gengdi Samkeppniseftirlitið þar lykilhlutverki. Með frumvarpsdrögum þessum eru mikilvægar heimildir teknar af Samkeppniseftirlitinu og staða þess veikt verulega. Sú aðgerð, að taka tækin úr höndum eftirlitsaðilans, mun ekki einfalda regluverk eða leiða til einföldunar efnisregla samkeppnisréttarins. Þær reglur eru óbreyttar, t.d. efnisreglur um hvað geti fallið undir ólögmætt samráð eða samstilltar aðgerðir, sem í gegnum tíðina hafa verið taldar flóknustu reglurnar enda háðar mati á heildaraðstæðum hverju sinni. Víst stjórnvöldum er umhugað að einfalda regluverk og framkvæmd samkeppnislaga þá ættu þau að beita sér fyrir því að ryðja úr vegi samkeppnishömlum sem finnast á ýmsum mörkuðum. Hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað bent á fjölda aðgerða í þessu samhengi á yfir hundrað mörkuðum hér á landi, allt frá útgáfu skýrslu Eftirlitsins nr. 2/2008 og fleiri skýrslum í kjölfar hennar. Þetta staðfesti einnig hin svokallaða Mackinsey skýrsla og var sömu aðferðafræði beitt í fleiri ríkjum eftir hrun. Verði frumvarpsdrögin að veruleika er alveg ljóst að það er gert á kostnað neytenda og alþýðu þessa lands. Með þeim verða tennurnar dregnar úr Samkeppniseftirlitinu og það veikt til muna. Það yrði mikil afturför. Því er oft haldið fram að strangar reglur á þessu sviði séu atvinnulífinu mjög til vansa. Þetta er rangt. Öflugt eftirlit á þessum vettvangi er aðeins þeim til trafala sem best þrífast í fákeppnisumhverfi. Öflugt eftirlit er ekki síður til hagsbóta litlum og meðalstórum fyrirtækjum enda eru það þau fyrirtæki sem oftast þurfa að leita til Samkeppniseftirlitsins til að ryðja úr vegi hindrunum á mörkuðum. Þar að auki hefur það sýnt sig að virk og heilbrigð samkeppni skilar fyrirtækjum á markaði miklu meiru en fákeppnin. Það er því beinlínis atvinnulífinu til bóta að hafa öflugt Samkeppniseftirlit en ekki öfugt.Höfundur er lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt ný frumvarpsdrög um breytingu á samkeppnislögum. Breytingarnar lúta helst að því að takmarka heimildir Samkeppniseftirlitsins og er tilgangur þeirra sagður vera að einfalda framkvæmd laganna og auka skilvirkni. Virk samkeppni er hagsmunamál allra enda er hún neytendum og almenningi til hagsbóta og eykur samkeppnishæfni atvinnulífs. Þannig var t.d. opnun markaða og afnám samkeppnishindranna stór liður í endurreisn atvinnulífsins eftir efnahagshrunið og gengdi Samkeppniseftirlitið þar lykilhlutverki. Með frumvarpsdrögum þessum eru mikilvægar heimildir teknar af Samkeppniseftirlitinu og staða þess veikt verulega. Sú aðgerð, að taka tækin úr höndum eftirlitsaðilans, mun ekki einfalda regluverk eða leiða til einföldunar efnisregla samkeppnisréttarins. Þær reglur eru óbreyttar, t.d. efnisreglur um hvað geti fallið undir ólögmætt samráð eða samstilltar aðgerðir, sem í gegnum tíðina hafa verið taldar flóknustu reglurnar enda háðar mati á heildaraðstæðum hverju sinni. Víst stjórnvöldum er umhugað að einfalda regluverk og framkvæmd samkeppnislaga þá ættu þau að beita sér fyrir því að ryðja úr vegi samkeppnishömlum sem finnast á ýmsum mörkuðum. Hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað bent á fjölda aðgerða í þessu samhengi á yfir hundrað mörkuðum hér á landi, allt frá útgáfu skýrslu Eftirlitsins nr. 2/2008 og fleiri skýrslum í kjölfar hennar. Þetta staðfesti einnig hin svokallaða Mackinsey skýrsla og var sömu aðferðafræði beitt í fleiri ríkjum eftir hrun. Verði frumvarpsdrögin að veruleika er alveg ljóst að það er gert á kostnað neytenda og alþýðu þessa lands. Með þeim verða tennurnar dregnar úr Samkeppniseftirlitinu og það veikt til muna. Það yrði mikil afturför. Því er oft haldið fram að strangar reglur á þessu sviði séu atvinnulífinu mjög til vansa. Þetta er rangt. Öflugt eftirlit á þessum vettvangi er aðeins þeim til trafala sem best þrífast í fákeppnisumhverfi. Öflugt eftirlit er ekki síður til hagsbóta litlum og meðalstórum fyrirtækjum enda eru það þau fyrirtæki sem oftast þurfa að leita til Samkeppniseftirlitsins til að ryðja úr vegi hindrunum á mörkuðum. Þar að auki hefur það sýnt sig að virk og heilbrigð samkeppni skilar fyrirtækjum á markaði miklu meiru en fákeppnin. Það er því beinlínis atvinnulífinu til bóta að hafa öflugt Samkeppniseftirlit en ekki öfugt.Höfundur er lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun