Borgarstjóri Baltimore sætir rannsókn vegna skattsvika Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 21:52 Alríkislögreglumenn bera kassa af gögnum út af heimili Catherine Pugh. Getty/John Strohsacker Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, framkvæmdu leit á heimilum Catherine Pugh, borgarstjóra Baltimore, vegna samninga fyrir barnabók sem hún gaf út, sem skiluðu henni gríðarlegum hagnaði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Útsendarar FBI ásamt útsendurum skattyfirvalda leituðu í ráðhúsi borgarinnar og líkamsræktarstöð sem Pugh tengist á þriðjudag. Pugh, sem er flokkskona Demókrataflokksins, græddi hundraði þúsunda Bandaríkjadala með sölu bókarinnar til undirstofnana borgarinnar. Hún hefur verið í veikindaleyfi síðan 1. apríl en Larry Hogan, fylkisstjóri Maryland fyrir Repúblikana, hefur hvatt hana til að segja af sér. Stór hluti borgarstjórnar Baltimore sagði Pugh eiga að segja af sér, fyrr í þessum mánuði. Alríkislögreglan staðfesti við fréttastofu CBS að hún væri að starfa með alríkisskattstofu Bandaríkjanna, IRS, vegna rannsóknar á bókasölu Pugh. Meðal þeirra bóka sem verið er að rannsaka, er barnabókin „Healthy Holly“ eða „Heilbrigða Holly,“ sem hvetja til hollra matarvenja og hreyfingar, en samkvæmt heimildum er verið að rannsaka fleira. Pugh seldi háskólanum University of Maryland Medical System 100.000 eintök af bókinni og fékk fyrir það um 61 milljónir íslenskra króna. Bókunum var svo dreift í skóla, en á þessum tíma var Pugh í stjórn heilbrigðiskerfisins í borginni. Getty/Amy DavisUppræting spillingar í borginni Rannsóknin á borgarstjóranum er aðeins einn hlekkur í röð spillingarmála sem upp hafa komið í Baltimore á síðustu árum. Verið hefur verið að rannsaka stórt spillingarmál innan lögreglunnar í Baltimore síðan 2017 en átta lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir að ræna almenning og að stela yfirvinnulaunum. Síðan 2016 hefur lögregluembættið í Baltimore verið í ríkistilskipuðu átaki en maðurinn sem Pugh valdi til að hjálpa embættinu að vinna úr sínum málum var ákærður fyrir skattsvik, þegar hann hafði aðeins sinnt starfinu í þrjá mánuði. Hann var dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar í síðasta mánuði. Fyrrum borgarstjóri Baltimore, Sheila Dixon, var sakfelld fyrir fjárdrátt og var neydd til að segja af sér. Dixon bauð sig fram til borgarstjóra árið 2015 en tapaði fyrir Pugh. Önnur heilbrigðisstofnun í Baltimore, Kaiser Permanente, hefur tilkynnt að hún hafi borgað meira en tólf milljónir íslenskra króna fyrir 20.000 eintök af bókinni. Þetta gerðu þau á sama tíma og verið var að vinna að samningi við Baltimore borg um að Kaiser Permanente myndi sjá starfsfólki borgarinnar fyrir sjúkratryggingum. Pugh hefur lýst yfir eftirsjá vegna bókasamningsins við heilbrigðiskerfi háskólans og hefur síðan sagt af sér sem meðlimur stjórnarinnar. „Ég biðst afsökunar á því að hafa gert hluti sem hafa komið íbúum Baltimore í uppnám,“ sagði hún við fréttamenn fyrir utan ráðhús borgarinnar í Mars. Hún hefur nú skilað hluta upphæðarinnar sem hún fékk frá UMMS, eða um 12 milljónum íslenskra króna, fyrir „Healthy Holly“ bækur sem höfðu enn ekki verið sendar til UMMS. Hogan lýsti yfir miklum áhyggjum vegna viðskipta Pugh við UMMS vegna tengsla þess við fylkið, en háskólinn fær mikla upphæð almannafés sér til styrktar. Bandaríkin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, framkvæmdu leit á heimilum Catherine Pugh, borgarstjóra Baltimore, vegna samninga fyrir barnabók sem hún gaf út, sem skiluðu henni gríðarlegum hagnaði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Útsendarar FBI ásamt útsendurum skattyfirvalda leituðu í ráðhúsi borgarinnar og líkamsræktarstöð sem Pugh tengist á þriðjudag. Pugh, sem er flokkskona Demókrataflokksins, græddi hundraði þúsunda Bandaríkjadala með sölu bókarinnar til undirstofnana borgarinnar. Hún hefur verið í veikindaleyfi síðan 1. apríl en Larry Hogan, fylkisstjóri Maryland fyrir Repúblikana, hefur hvatt hana til að segja af sér. Stór hluti borgarstjórnar Baltimore sagði Pugh eiga að segja af sér, fyrr í þessum mánuði. Alríkislögreglan staðfesti við fréttastofu CBS að hún væri að starfa með alríkisskattstofu Bandaríkjanna, IRS, vegna rannsóknar á bókasölu Pugh. Meðal þeirra bóka sem verið er að rannsaka, er barnabókin „Healthy Holly“ eða „Heilbrigða Holly,“ sem hvetja til hollra matarvenja og hreyfingar, en samkvæmt heimildum er verið að rannsaka fleira. Pugh seldi háskólanum University of Maryland Medical System 100.000 eintök af bókinni og fékk fyrir það um 61 milljónir íslenskra króna. Bókunum var svo dreift í skóla, en á þessum tíma var Pugh í stjórn heilbrigðiskerfisins í borginni. Getty/Amy DavisUppræting spillingar í borginni Rannsóknin á borgarstjóranum er aðeins einn hlekkur í röð spillingarmála sem upp hafa komið í Baltimore á síðustu árum. Verið hefur verið að rannsaka stórt spillingarmál innan lögreglunnar í Baltimore síðan 2017 en átta lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir að ræna almenning og að stela yfirvinnulaunum. Síðan 2016 hefur lögregluembættið í Baltimore verið í ríkistilskipuðu átaki en maðurinn sem Pugh valdi til að hjálpa embættinu að vinna úr sínum málum var ákærður fyrir skattsvik, þegar hann hafði aðeins sinnt starfinu í þrjá mánuði. Hann var dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar í síðasta mánuði. Fyrrum borgarstjóri Baltimore, Sheila Dixon, var sakfelld fyrir fjárdrátt og var neydd til að segja af sér. Dixon bauð sig fram til borgarstjóra árið 2015 en tapaði fyrir Pugh. Önnur heilbrigðisstofnun í Baltimore, Kaiser Permanente, hefur tilkynnt að hún hafi borgað meira en tólf milljónir íslenskra króna fyrir 20.000 eintök af bókinni. Þetta gerðu þau á sama tíma og verið var að vinna að samningi við Baltimore borg um að Kaiser Permanente myndi sjá starfsfólki borgarinnar fyrir sjúkratryggingum. Pugh hefur lýst yfir eftirsjá vegna bókasamningsins við heilbrigðiskerfi háskólans og hefur síðan sagt af sér sem meðlimur stjórnarinnar. „Ég biðst afsökunar á því að hafa gert hluti sem hafa komið íbúum Baltimore í uppnám,“ sagði hún við fréttamenn fyrir utan ráðhús borgarinnar í Mars. Hún hefur nú skilað hluta upphæðarinnar sem hún fékk frá UMMS, eða um 12 milljónum íslenskra króna, fyrir „Healthy Holly“ bækur sem höfðu enn ekki verið sendar til UMMS. Hogan lýsti yfir miklum áhyggjum vegna viðskipta Pugh við UMMS vegna tengsla þess við fylkið, en háskólinn fær mikla upphæð almannafés sér til styrktar.
Bandaríkin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira