Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2025 13:19 Donald Trump, sem tekur við embætti á mánudaginn, hefur sett stefnuna hátt á fyrstu dögum sínum í embætti. AP/Matt Rourke Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudaginn, hefur heitið umfangsmiklum aðgerðum á sínum fyrsta degi í embætti. Sjálfur sagðist hann hafa undirbúið um hundrað forsetatilskipanir sem hann mun geta skrifað undir þegar hann tekur embætti. Meðal þess sem Trump hefur sagst vilja gera snemma á kjörtímabilinu er að fara í umfangsmesta brottflutning í sögu Bandaríkjanna. Elta uppi og vísa úr landi öllum þeim sem eru í Bandaríkjunum ólöglega. Hann vill loka landamærunum og binda enda á það að börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái bandarískan ríkisborgararétt. Trump vill einnig náða fólk sem tók þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hversu marga hann vill náða er óljóst en Trump-liðar hafa verið margsaga um ætlanir Trumps varðandi náðanir og hvort hann ætli að náða fólk sem dæmt var fyrir að ráðast á lögregluþjóna eða ekki. Hann hefur einnig sagst ætla að leggja 25 prósenta toll á vörur frá Mexíkó og Kanada og bæta tíu prósentustigum við tolla á vörur frá Kína, sem þegar hafa verið beittar tollum. Þá vill hann lýsa yfir neyðarástandi og auðvelda þannig leyfisveitingar fyrir nýjum olíulindum, vinnslum, verksmiðjum og orkuverum, svo eitthvað sé nefnt. Trump hefur einnig lýst því yfir að hann vilji skera á fjárveitingar til bandarískra skóla þar sem fjallað er um jafnréttismál, kerfisbundna kynþáttafordóma í Bandaríkjunum, „trans-geðveiki“ og önnur mál. Auk hefur hann sagst vilja stöðva fjárveitingar til skóla sem hafa bólusetningarskyldu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Forsetinn verðandi segist þar að auki ætla að uppræta „djúpríkið“ svokallaða og þetta allt vill hann gera á fyrsta degi, eða í það minnsta mjög fljótt. Snýr aftur með mun hlýðnari flokk Trump snýr aftur í Hvíta húsið með stærri kosningasigur en árið 2017, með meiri reynslu af beitingu valds og með gjörbreyttan Repúblikanaflokk. Hann hefur á undanförnum árum bolað flestum andstæðingum sínum úr flokknum og ólíklegt er að hans eigin ráðgjafar og starfsmenn muni reyna að standa í hárinu á honum eða koma í veg fyrir að hann geri það sem hann vilji gera, eins og nokkrir gerðu á fyrsta kjörtímabili hans. Þar að auki eru dómarar skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum í miklum meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna, sex gegn þremur, og þar af skipaði Trump þrjá. Mögulegt er að þingið gæti þó valdið Trump vanda á næstu árum. Þó þingmenn virðist langflestir hliðhollir honum eru þó enn deilur innan flokksins þingmanna á milli og milli þingdeilda. Sjá einnig: Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, og John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, eru til að mynda sagðir verulega ósammála um það hvernig koma á baráttumálum Trumps gegnum þingið. Í greiningu Politico frá því gær segir að deilur þeirra geti hæglega leitt til tafa þegar kemur að samþykktum frumvarpa Repúblikana og Trumps. Bæði Johnson og Thune hafa sagt að Repúblikanar þurfi að samstilla strengi sína mun betur til að tryggja samhljóm milli fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar. Deila um hverjir eiga að leiða Þá hefur einnig komið í ljós að þeir eru ósammála um það hvor þingdeildin eigi að leiða þennan lagasetningardans þeirra á kjörtímabilinu. Thune sagði í nýlegu viðtali við NBC News að öldungadeildin þyrfti að leiða starfið, vega lítillar samstöðu í þingflokki Repúblikana í fulltrúadeildinni. Þar á bæ þyrftu menn að vinna sem ein heild. Johnson sagði þó í viðtali við Politico að fulltrúadeildin ætti að leiða. Stjórnsýsla Bandaríkjanna hefði verið hönnuð með þeim hætti. Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Repúblikanar eru 219 og Demókratar eru 215 en eitt sæti situr autt. Johnson stendur því frammi fyrir erfiðu verkefni þegar kemur að því að halda samstöðu innan þingflokksins. Það sást glögglega í lok síðasta árs þegar óljóst var hvort Johnson hefði nægan stuðning til að tryggja sér embætti þingforseta, í kjölfar mikillar óreiðu vegna samþykktar bráðabirgðafjárlaga. Meðal þess sem deilur Johnson og Thune snúast um eru kröfur Trumps um að helstu baráttumál hans verði lögð fram í „einum stórum, fallegum“ pakka. Einu frumvarpi þar sem málefni innflytjenda, orkumála og skattalækkanir verða tækluð, auk þess að hækka skuldaþakið svokallaða. Þessu mótmælti Thune í samtali við Johnson og sagði að ólíklegt væri að slíkt frumvarpi færi gegnum þingið. Það væri aðallega vegna þess hve margir íhaldssamir Repúblikanar væru mótfallnir því að hækka skuldaþakið. Þrátt fyrir mótbárur Thune opinberaði Johnson ætlanir sínar og steig Thune þá fram í kjölfarið og lýsti því yfir að ekki stæði til að hækka skuldaþakið. Ljóst er að Repúblikanar á þingi eru ekki með skýra áætlun um hvernig þeir ætla að koma málum sínum gegnum þingið en eins og fram kemur í grein Politico hefur staðan oftar en ekki verið allt önnur á þessum tíma eftir fyrri kosningar. Það á bæði við hjá meirihlutum Demókrata og Repúblikana og undanförnum árum að búið var að leggja línurnar mun betur en gert hefur verið nú. John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni.AP/J. Scott Applewhite Margt á lista erfitt án þings Margt af því sem Trump segist vilja gera er þó þess eðlis að honum er ómögulegt að gera það mjög fljótt. Í mörgum tilfellum þarf aðkomu þingsins og jafnvel dómstóla. Þegar kemur að því að binda enda á að börn sem fæðist í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt, þarf Trump að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hann getur þó beint forsetatilskipunum, eins og bandarískir forsetar geta reglulega, en slíkar tilskipanir enda oft á borðum dómara. Wall Street Journal sagði frá því í gær að Trump hefði nýverið fundað með öldungadeildarþingmönnum Repúblikanaflokksins, þar sem hann mun hafa gert þeim ljóst að hann myndi ekki bíða eftir þeim til að ná fram baráttumálum sínum. Trump sagði þingmönnunum að hann hefði þegar undirbúið um hundrað forsetatilskipanir til að skrifa undir um leið og hann tekur við embætti og sagðist hann ætla að láta reyna á takmarkanir á valdi sínu, ef hann þyrfti að ná þessum málum fram einn. Þá mun hann hafa sagt þingmönnunum að hann ætlaði sér að leggja mesta áherslu á málefni innflytjenda og breytingar á viðskiptum við önnur ríki. Einn þingmaður í salnum sagði Trump hafa sagt að markmið Trumps væri ekki að leggja skatta á fólk heldur breyta hegðun þeirra með tollum. Með því að gera erlendar vörur dýrari með tollum vill Trump auka innlenda framleiðslu og í senn refsa viðskiptafélögum Bandaríkjanna, sem hann hefur ítrekað haldið fram að hafi svindlað á Bandaríkjunum um árabil. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræddi við Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í 45 mínútur á miðvikudag og sagði meðal annars að framtíð Grænlands væri í höndum Grænlendinga. 17. janúar 2025 07:08 Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. 16. janúar 2025 06:47 Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. 15. janúar 2025 13:37 Segir að Trump hefði verið sakfelldur Jack Smith, fyrrverandi sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir teymi sitt hafi safnað nægum vísbendingum til að sakfella Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Ekki væri hins vegar hægt að rétta yfir Trump vegna kosningasigurs hans og væntanlegrar embættistöku. 14. janúar 2025 09:57 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Meðal þess sem Trump hefur sagst vilja gera snemma á kjörtímabilinu er að fara í umfangsmesta brottflutning í sögu Bandaríkjanna. Elta uppi og vísa úr landi öllum þeim sem eru í Bandaríkjunum ólöglega. Hann vill loka landamærunum og binda enda á það að börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái bandarískan ríkisborgararétt. Trump vill einnig náða fólk sem tók þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hversu marga hann vill náða er óljóst en Trump-liðar hafa verið margsaga um ætlanir Trumps varðandi náðanir og hvort hann ætli að náða fólk sem dæmt var fyrir að ráðast á lögregluþjóna eða ekki. Hann hefur einnig sagst ætla að leggja 25 prósenta toll á vörur frá Mexíkó og Kanada og bæta tíu prósentustigum við tolla á vörur frá Kína, sem þegar hafa verið beittar tollum. Þá vill hann lýsa yfir neyðarástandi og auðvelda þannig leyfisveitingar fyrir nýjum olíulindum, vinnslum, verksmiðjum og orkuverum, svo eitthvað sé nefnt. Trump hefur einnig lýst því yfir að hann vilji skera á fjárveitingar til bandarískra skóla þar sem fjallað er um jafnréttismál, kerfisbundna kynþáttafordóma í Bandaríkjunum, „trans-geðveiki“ og önnur mál. Auk hefur hann sagst vilja stöðva fjárveitingar til skóla sem hafa bólusetningarskyldu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Forsetinn verðandi segist þar að auki ætla að uppræta „djúpríkið“ svokallaða og þetta allt vill hann gera á fyrsta degi, eða í það minnsta mjög fljótt. Snýr aftur með mun hlýðnari flokk Trump snýr aftur í Hvíta húsið með stærri kosningasigur en árið 2017, með meiri reynslu af beitingu valds og með gjörbreyttan Repúblikanaflokk. Hann hefur á undanförnum árum bolað flestum andstæðingum sínum úr flokknum og ólíklegt er að hans eigin ráðgjafar og starfsmenn muni reyna að standa í hárinu á honum eða koma í veg fyrir að hann geri það sem hann vilji gera, eins og nokkrir gerðu á fyrsta kjörtímabili hans. Þar að auki eru dómarar skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum í miklum meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna, sex gegn þremur, og þar af skipaði Trump þrjá. Mögulegt er að þingið gæti þó valdið Trump vanda á næstu árum. Þó þingmenn virðist langflestir hliðhollir honum eru þó enn deilur innan flokksins þingmanna á milli og milli þingdeilda. Sjá einnig: Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, og John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, eru til að mynda sagðir verulega ósammála um það hvernig koma á baráttumálum Trumps gegnum þingið. Í greiningu Politico frá því gær segir að deilur þeirra geti hæglega leitt til tafa þegar kemur að samþykktum frumvarpa Repúblikana og Trumps. Bæði Johnson og Thune hafa sagt að Repúblikanar þurfi að samstilla strengi sína mun betur til að tryggja samhljóm milli fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar. Deila um hverjir eiga að leiða Þá hefur einnig komið í ljós að þeir eru ósammála um það hvor þingdeildin eigi að leiða þennan lagasetningardans þeirra á kjörtímabilinu. Thune sagði í nýlegu viðtali við NBC News að öldungadeildin þyrfti að leiða starfið, vega lítillar samstöðu í þingflokki Repúblikana í fulltrúadeildinni. Þar á bæ þyrftu menn að vinna sem ein heild. Johnson sagði þó í viðtali við Politico að fulltrúadeildin ætti að leiða. Stjórnsýsla Bandaríkjanna hefði verið hönnuð með þeim hætti. Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Repúblikanar eru 219 og Demókratar eru 215 en eitt sæti situr autt. Johnson stendur því frammi fyrir erfiðu verkefni þegar kemur að því að halda samstöðu innan þingflokksins. Það sást glögglega í lok síðasta árs þegar óljóst var hvort Johnson hefði nægan stuðning til að tryggja sér embætti þingforseta, í kjölfar mikillar óreiðu vegna samþykktar bráðabirgðafjárlaga. Meðal þess sem deilur Johnson og Thune snúast um eru kröfur Trumps um að helstu baráttumál hans verði lögð fram í „einum stórum, fallegum“ pakka. Einu frumvarpi þar sem málefni innflytjenda, orkumála og skattalækkanir verða tækluð, auk þess að hækka skuldaþakið svokallaða. Þessu mótmælti Thune í samtali við Johnson og sagði að ólíklegt væri að slíkt frumvarpi færi gegnum þingið. Það væri aðallega vegna þess hve margir íhaldssamir Repúblikanar væru mótfallnir því að hækka skuldaþakið. Þrátt fyrir mótbárur Thune opinberaði Johnson ætlanir sínar og steig Thune þá fram í kjölfarið og lýsti því yfir að ekki stæði til að hækka skuldaþakið. Ljóst er að Repúblikanar á þingi eru ekki með skýra áætlun um hvernig þeir ætla að koma málum sínum gegnum þingið en eins og fram kemur í grein Politico hefur staðan oftar en ekki verið allt önnur á þessum tíma eftir fyrri kosningar. Það á bæði við hjá meirihlutum Demókrata og Repúblikana og undanförnum árum að búið var að leggja línurnar mun betur en gert hefur verið nú. John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni.AP/J. Scott Applewhite Margt á lista erfitt án þings Margt af því sem Trump segist vilja gera er þó þess eðlis að honum er ómögulegt að gera það mjög fljótt. Í mörgum tilfellum þarf aðkomu þingsins og jafnvel dómstóla. Þegar kemur að því að binda enda á að börn sem fæðist í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt, þarf Trump að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hann getur þó beint forsetatilskipunum, eins og bandarískir forsetar geta reglulega, en slíkar tilskipanir enda oft á borðum dómara. Wall Street Journal sagði frá því í gær að Trump hefði nýverið fundað með öldungadeildarþingmönnum Repúblikanaflokksins, þar sem hann mun hafa gert þeim ljóst að hann myndi ekki bíða eftir þeim til að ná fram baráttumálum sínum. Trump sagði þingmönnunum að hann hefði þegar undirbúið um hundrað forsetatilskipanir til að skrifa undir um leið og hann tekur við embætti og sagðist hann ætla að láta reyna á takmarkanir á valdi sínu, ef hann þyrfti að ná þessum málum fram einn. Þá mun hann hafa sagt þingmönnunum að hann ætlaði sér að leggja mesta áherslu á málefni innflytjenda og breytingar á viðskiptum við önnur ríki. Einn þingmaður í salnum sagði Trump hafa sagt að markmið Trumps væri ekki að leggja skatta á fólk heldur breyta hegðun þeirra með tollum. Með því að gera erlendar vörur dýrari með tollum vill Trump auka innlenda framleiðslu og í senn refsa viðskiptafélögum Bandaríkjanna, sem hann hefur ítrekað haldið fram að hafi svindlað á Bandaríkjunum um árabil.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræddi við Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í 45 mínútur á miðvikudag og sagði meðal annars að framtíð Grænlands væri í höndum Grænlendinga. 17. janúar 2025 07:08 Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. 16. janúar 2025 06:47 Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. 15. janúar 2025 13:37 Segir að Trump hefði verið sakfelldur Jack Smith, fyrrverandi sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir teymi sitt hafi safnað nægum vísbendingum til að sakfella Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Ekki væri hins vegar hægt að rétta yfir Trump vegna kosningasigurs hans og væntanlegrar embættistöku. 14. janúar 2025 09:57 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræddi við Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í 45 mínútur á miðvikudag og sagði meðal annars að framtíð Grænlands væri í höndum Grænlendinga. 17. janúar 2025 07:08
Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. 16. janúar 2025 06:47
Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. 15. janúar 2025 13:37
Segir að Trump hefði verið sakfelldur Jack Smith, fyrrverandi sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir teymi sitt hafi safnað nægum vísbendingum til að sakfella Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Ekki væri hins vegar hægt að rétta yfir Trump vegna kosningasigurs hans og væntanlegrar embættistöku. 14. janúar 2025 09:57