Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2025 21:56 Steinunn Þórðardóttir ræddi um einmanaleika og heilabilun í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Arnar Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Þekktir áhættuþættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. Ástralskir fjölmiðlar hafa sagt frá rannsóknum sem hafa sýnt fram á að tilfellum heilabilunar hafi fjölgað hjá fólki á aldursbilinu 33-45 um allt að 400 prósent, og er orsökin rakin til gríðarlegrar skjánotkunar. Útvarpsmennirnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rákust á þessar rannsóknir og báru þær undir Steinunni Þórðardóttur, sem er öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Er þetta eitthvað sem þú getur kvittað undir? „Ekki svona án frekari skoðunar, en ég dreg svosem ekkert í efa að heilabilunartilvikum hafi fjölgað í þessum aldurshópi eins og gert er grein fyrir þarna.“ Þarna sé um að ræða heilabilunarsjúkdóma sem séu ágengir, ólæknandi sjúkdómar og þetta sé gríðarlega alvarleg þróun. „En maður spyr sig um þessa tengingu við samfélagsmiðla og hún er líka í raun bara vangavelta hjá þeim. Þannig það er ekki til nein rannsókn sem tengir þetta tvennt saman með óhyggjandi hætti, svo ég viti til,“ segir Steinunn. Einmanaleiki einn af stóru áskorununum Steinunn heldur að það sé sennilega mikið til í vangaveltuni um skjánotkun sem orsök. Hins vegar séu margir aðrir þekktir áhættuþættir á bak við heilabilun, til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. „Heyrnartapið er stærst af þessu sem ég hef talið upp. Það er talið vera vegna þess að ef maður heyrir illa, að þá á maður erfiðara með að taka þátt í félagslegum samskiptum, samtölum og öðru.“ Fólk einangrist í raun vegna heyrnarskerðingar. Steinunn segir að einmanaleiki sé ein af stóru áskorununum sem eldra fólk glímir við í dag. „Einmanaleikinn er að aukast mikið og maður sér það í öllum aldursflokkum, og eins og ég segi, þess vegna er ég ekkert hissa á því að menn séu að hugsa um þessa tengingu í þessari rannsókn þegar þeir horfa á þennan aldurshóp.“ Rannsóknir hafi sýnt fram á að einmanaleiki sé álíka hættulegur og að reykja fimmtán sígarettur á dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Ástralskir fjölmiðlar hafa sagt frá rannsóknum sem hafa sýnt fram á að tilfellum heilabilunar hafi fjölgað hjá fólki á aldursbilinu 33-45 um allt að 400 prósent, og er orsökin rakin til gríðarlegrar skjánotkunar. Útvarpsmennirnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rákust á þessar rannsóknir og báru þær undir Steinunni Þórðardóttur, sem er öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Er þetta eitthvað sem þú getur kvittað undir? „Ekki svona án frekari skoðunar, en ég dreg svosem ekkert í efa að heilabilunartilvikum hafi fjölgað í þessum aldurshópi eins og gert er grein fyrir þarna.“ Þarna sé um að ræða heilabilunarsjúkdóma sem séu ágengir, ólæknandi sjúkdómar og þetta sé gríðarlega alvarleg þróun. „En maður spyr sig um þessa tengingu við samfélagsmiðla og hún er líka í raun bara vangavelta hjá þeim. Þannig það er ekki til nein rannsókn sem tengir þetta tvennt saman með óhyggjandi hætti, svo ég viti til,“ segir Steinunn. Einmanaleiki einn af stóru áskorununum Steinunn heldur að það sé sennilega mikið til í vangaveltuni um skjánotkun sem orsök. Hins vegar séu margir aðrir þekktir áhættuþættir á bak við heilabilun, til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. „Heyrnartapið er stærst af þessu sem ég hef talið upp. Það er talið vera vegna þess að ef maður heyrir illa, að þá á maður erfiðara með að taka þátt í félagslegum samskiptum, samtölum og öðru.“ Fólk einangrist í raun vegna heyrnarskerðingar. Steinunn segir að einmanaleiki sé ein af stóru áskorununum sem eldra fólk glímir við í dag. „Einmanaleikinn er að aukast mikið og maður sér það í öllum aldursflokkum, og eins og ég segi, þess vegna er ég ekkert hissa á því að menn séu að hugsa um þessa tengingu í þessari rannsókn þegar þeir horfa á þennan aldurshóp.“ Rannsóknir hafi sýnt fram á að einmanaleiki sé álíka hættulegur og að reykja fimmtán sígarettur á dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira