Bylgjan

Fréttamynd

Kom á ó­vart hvað ráð­herrarnir áttu erfitt með að svara

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn

Hlustendaverðlaunin 2025 voru haldin með pompi og prakt á Nasa í gærkvöldi og þar kom landslið tónlistarmanna fram. Fluttir voru sjóðheitir hittarar í bland við glæný en líka klassísk lög sem fyrir löngu hafa stimplað sig inn í hjörtum landsmanna.

Lífið
Fréttamynd

Taka þurfi fastar á börnum sem beita of­beldi

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin.  

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir meira af ófjármögnuðum útgjöldum en hún hafi átt von á. Ríkiskassinn sé ekki tómur en það þurfi að passa afskaplega vel upp á það sem er í honum. Það þurfi að passa að tekjur dugi fyrir útgjöldum og þannig hafi það ekki verið í mörg ár.

Innlent
Fréttamynd

Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn

Árni Árnason mannauðsstjóri hjá Elju hefur slegið í gegn á Facebook með allskyns ádeilugrínmyndböndum þar sem hann hefur hinar ýmsu stofnanir og stjórnmálamenn að háði og spotti. Þar má nefna Isavia og skipulagssvið Reykjavíkurborgar svo fátt eitt sé nefnt. Vinsældirnar eru orðnar svo miklar að búið er að bóka Árna í uppistand.

Lífið
Fréttamynd

Bylgjan og FM957 liggja niðri

Útsendingar útvarpsstöðvanna Bylgjunnar og FM957 liggja niðri á höfuðborgarsvæðinu vegna bilunar í rafmagnsbúnaði. Unnið er að viðgerð.

Innlent
Fréttamynd

„Fann það á mér að það væri of mikil fórn“

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá.

Lífið
Fréttamynd

Páll Óskar féll í yfir­lið og þríkjálkabrotnaði

Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Ný­dönsk á toppnum 2024

Á hverju ári koma út nýir stórsmellir frá tónlistarfólki víða um heiminn. 2024 einkenndist af mikilli grósku í íslensku tónlistarlífi og endurspeglar árslisti Bylgjunnar það með sönnu. Hér má finna vinsælustu lög ársins hjá útvarpsstöðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Þau eru til­nefnd sem maður ársins 2024

Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2024 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið.

Innlent
Fréttamynd

Til­nefningum til manns ársins rignir inn

Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega þrjú þúsund tilnefningar hafa borist síðan opnað var fyrir tilnefningar á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Já­kvæðni í al­gleymingi á Bylgjunni þessa vikuna

Jákvæðni verður í algleymingi á útvarpsstöðinni Bylgjunni í þessari viku þar sem nú fer fram sérstök jákvæðnivika. Spiluð verður jákvæðari tónlist og mun dagskrárgerðarfólk leggja sig fram um að segja frá jákvæðum fréttum og viðburðum og koma með góð ráð til þess að létta lundina.

Lífið
Fréttamynd

Kristófer Helga í veikinda­leyfi

Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson.

Lífið
Fréttamynd

Gummi Ben býst við Gylfa í byrjunar­liðinu

Guðmundur Benediktsson spáði í spilin fyrir landsleik Íslands við Svartfjallaland í kvöld sem gestur Bítisins á Bylgjunni. Hann býst við því að Gylfi Þór Sigurðsson verði í byrjunarliði Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Bylgju­lestin endaði sumarið í Hafnar­firði

Lokaáfangastaður Bylgjulestarinnar þetta sumarið var Hafnarfjörður. Bylgjubíllinn mætti í miðbæ Hafnarfjarðar en hátíðinn Hjarta Hafnarfjarðar fór fram í fimmta sinn síðustu helgi. Hátíðin hefur slegið í gegn hjá Hafnfirðingum sem og öðrum sem heimsótt hafa bæinn í sumar.

Lífið samstarf