Bylgjan

Fréttamynd

Ekki gagn­legt að stilla fyrir­tækjum upp gegn starfs­fólki

Framkvæmdastjóri SA segir það sorglegt ef það á að horfa á vinnumarkaðinn og beita þar vinstri pólitík sem snýst um að stilla upp fyrirtækjum gegn starfsfólki. Formaður VR segir að verðbólgan sé heimatilbúin og eigi rætur að rekja til gróðasóknar fyrirtækja, sem vilji ekki taka þátt í því sameiginlega verkefni að ná niður verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Krefst að­komu Vinstri grænna að endur­mótun varnar­mála­stefnu

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir orðræðu kalda stríðsins einkenna umræðuna um öryggis- og varnarmál, og lýsir efasemdum um áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti þjóðarframleiðslu í öryggis- og varnartengd verkefni. Dagur B. Eggertsson segir að framlög Íslands muni fara meðal annars í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands.

Innlent
Fréttamynd

Bylgju­lestin mætir á Hjarta Hafnar­fjarðar á laugar­dag

Það verður mikil stemning í Hafnarfirði um helgina en þá hefst bæjar- og tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar. Bylgjulestin mætir að sjálfsögðu í fjörðinn fagra og plantar sér á útisvæðinu bak við Bæjarbíó á laugardag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin

Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Fínasta grillveður í kortunum

Siggi stormur segir að strax í næstu viku sé útlit fyrir þolanlegt veður um sunnan- og vestanvert landið með tilliti til sólar. Vikuna eftir það sé útlit fyrir að hæðarsvæði verði yfir landinu með björtu veðri víða um land.

Innlent
Fréttamynd

Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. 

Erlent
Fréttamynd

Fjögurra daga bongóblíða í vændum

Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur veðurfræðingur, segir fjögurra daga bongóblíðu í vændum á stærstum hluta landsins. Hann spáir þó blautum þjóðhátíðardegi en segir ekkert fast í hendi. 

Veður
Fréttamynd

Er­lendir ríkis­borgarar rúm­lega helmingur at­vinnu­lausra

Atvinnuleysi minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og mældist atvinnuleysi 3,7 prósent í maímánuði, samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Um 54 prósent fólks á atvinnuleysisskrá eru erlendir ríkisborgarar. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir erfiðara að koma erlendu fólki aftur í vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Svona hljómar Himinn og jörð í flutningi Svölu

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hefur sent frá sér nýja útgáfu af laginu Himinn og jörð, einu þekktasta dægurlagi Íslandssögunnar. Lagið samdi Gunnar Þórðarson árið 1981 og textann skrifaði Þorsteinn Eggertsson. Það varð vinsælt í flutningi Björgvins Halldórssonar – föður Svölu – og hefur síðan skipað sér sess sem klassík meðal íslenskra ástalaga.

Lífið
Fréttamynd

Borðaði súr­deigs­brauð og mældist með á­fengi í út­blæstri

Íslenskur maður um fertugt var stoppaður af lögreglu í vikunni og mældist með alkóhól í útblæstri þrátt fyrir að hafa aldrei drukkið deigan dropa. Ástæðan fyrir þessu var súrdeigsbrauð sem maðurinn hafði nýlega lagt sér til munns. Lögreglumaður segir að slíkar falskar mælingar komi fyrir en séu ekki algengar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er bara dýrt að vera fá­tækur“

Verulegar bikblæðingar hafa verið um land allt í hlýindunum undanfarna daga. Framkvæmdastjóri Colas á Íslandi segir að ástæðuna megi rekja til þess að á Íslandi sé allt bundið slitlag meira og minna lagt með ódýrustu aðferðinni, klæðningu. Sú aðferð henti vel þar sem umferð er lítil en hún dugi ekki lengur til víða um land.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er framar okkar björtustu vonum“

Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækka þurfi veiði­gjald í skrefum

Breytingar á veiðigjaldi þurfa að eiga sér stað í skrefum og með samtali. Sjávarútvegurinn er tilbúinn í umræðu um hækkun þess með slíkum hætti segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Innlent