Reykjavík síðdegis

Fréttamynd

Vill svipta glæpa­menn ís­lenskum ríkis­borgararétti

Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Lagt er til að hægt verði að svipta þá ríkisborgararétti sem brjóta alvarlega af sér eða gefa rangar upplýsingar til Útlendingastofnunnar. Engin muni þó missa ríkisborgararétt verði hann við það ríkisfangslaus.

Innlent
Fréttamynd

Ger­endur yngri og brotin al­var­legri

Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­lega hafi bakterían komist af ó­þvegnum höndum í þorra­matinn

Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn.

Innlent
Fréttamynd

Vill auka eftir­lit með þungaflutningum

Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Fólk í geðrofi breyti raun­veru­leikanum til að lifa af

Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar segir áríðandi að auka jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við geðsjúkdóma. Það þurfi auk þess að gefa fólki val um úrræði og lyf. Hún segir mikilvægt að fólk í geðrofi einangrist ekki, þá sé meiri hætta á að raddirnar taki yfir. Elín Ebba fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Við í Fram­sókn erum að setja allt í loft upp“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir ákvörðunina að sprengja meirihlutasamstarfið í borgarstjórn Reykjavíkurborgar ekki einfalda en samstarfið sé eitthvað sem hann hafi verið neyddur í. Með slitunum á samstarfinu hafi hann viljað knýja fram breytingar sem að meirihlutinn kom sér ekki saman um. 

Innlent
Fréttamynd

Um fimm­tíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt far­gjald

Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir nokkra tugi sekta hafa verið gefnar út síðasta mánuðinn vegna þess að fólk greiðir ekki rétt fargjald. Strætó tilkynnti við lok desembermánaðar að þau ætluðu að fara að innheimta fargjaldaálag sýndu farþegar ekki gilt fargjald við eftirlit.

Neytendur
Fréttamynd

Af­henda dóms­mála­ráð­herra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku

Jón Ármann Steinsson bókaútgefandi vinnur nú að því, ásamt Sigurð Björgvini, að taka saman niðurstöður rannsóknar þeirra á því hver hafi myrt Geirfinn Einarsson 19. nóvember 1974. Niðurstöðurnar, og ýmis skjöl, verða afhent dómsmálaráðherra í næstu viku. Jón Ármann fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra segir dóm um Hvammsvirkjun á­hyggju­efni

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað.

Innlent
Fréttamynd

„Ömur­legasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn orðnir eins og vinstri­menn

„Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og samfélagsrýnir um þá stöðu sem komin er upp innan Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Um­mælin hörð gagn­rýni sem ekki eigi að flokka sem hatur­sorðræðu

Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir að með ummælum sínum um trans fólk sé Eldur Smári Kristinsson að ráðast á minnihlutahóp með markvissum aðgerðum. Það sé hatursorðræða sem hvetji til ofbeldis og það megi sjá þá þróun í samfélaginu um allan heim. Brynjar Níelsson lögmaður segist ekki sammála. Ummælin séu hörð gagnrýni en eigi ekki að flokka sem hatursorðræðu.

Innlent
Fréttamynd

Dags­ljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar

Ásta Logadóttir, verkfræðingur hjá Lotu og sérfræðingur í birtu og lýsingu í húsum, segir dagsbirtuna oft gleymast þegar verið er að hanna hús. Hún fagnar nýrri reglugerðarbreytingu á byggingarreglugerð og óskar þess að nýr ráðherra taki hana föstum tökum.

Innlent
Fréttamynd

Þau eru til­nefnd sem maður ársins 2024

Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2024 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið.

Innlent
Fréttamynd

Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról

Lýðheilsufræðingar vara við upplýsingaóreiðu sem þeir segja nú vera á kreiki um kólesteról og skaðsemi mettaðrar fitu. Tenging á milli mettaðrar fitu og hás kólesteróls í blóði við hjartasjúkdóma væri vel rannsökuð.

Lífið
Fréttamynd

Flygildin hvorki á vegum Kín­verja né geim­vera

Logi Bergmann, fjölmiðlamaður og eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir það ólíklegt að dularfull flygildi sem skotið hafa upp kollinum í skjóli nætur í New Jersey-ríki séu í heimsókn frá öðrum hnetti.

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara ömur­legt“

„Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús.

Innlent
Fréttamynd

Til­nefningum til manns ársins rignir inn

Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega þrjú þúsund tilnefningar hafa borist síðan opnað var fyrir tilnefningar á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endi­lega frá

Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. 

Innlent
Fréttamynd

Enda­lok gos­hrinunnar teygist inn á mitt næsta ár

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. 

Innlent